Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2019 14:55 Ármann Kr. Ólafsson reyndi að halda fundinum á rólegum nótum. Facebook/Skjáskot Uppákoma varð á fundi Sjálfstæðisflokksins þar sem ræða átti þriðja orkupakkann. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sátu fyrir svörum á fundinum þegar hælisleitendur í hópi fundargesta hugðust spyrja ráðherrana um málefni sín. Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður, birti myndband af uppákomunni á Facebook- síðu sinni en það má sjá hér neðst í fréttinni. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri á fundinum. Bað hann mennina um að yfirgefa fundarsalinn og fara eftir settum reglum fundarins. Hann sagði að ekki þyrfti að hringja til lögreglu vegna málsins og vísaði til borgaralega klæddra manna sem hann sagði vera lögreglumenn. „Við notum þá bara í staðinn.“ Fréttastofa náði tali af Vilhjálmi nú síðdegis en hann sagði fundinn hafa farið rólega af stað. „Maður hafði nú búist við því að þetta gæti orðið einhvers konar átakafundur en það varð ekki, fram að þessu.“ Einn hælisleitendanna hafi síðan beðið um orðið með handauppréttingu. Þegar að honum kom bara hann upp spurningu á ensku, en Vilhjálmur segir fundarstjóra strax hafa gert athugasemd við það, auk þess sem fundarmenn hafi ókyrrst. Hann segir hælisleitandann hafa haldið áfram á ensku og að spurning hans hafi snúið að málefnum hælisleitendenda og beinst að Þórdísi, sem er starfandi dómsmálaráðherra. „Fundarstjóri tók aftur illa í það og fundarmenn líka og það mynduðust svolítil hróp úr þessu.“ Þá segist Vilhjálmur hafa tekið upp símann og tekið upp myndbandið sem sjá má að neðan. Garðabær Hælisleitendur Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Uppákoma varð á fundi Sjálfstæðisflokksins þar sem ræða átti þriðja orkupakkann. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sátu fyrir svörum á fundinum þegar hælisleitendur í hópi fundargesta hugðust spyrja ráðherrana um málefni sín. Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður, birti myndband af uppákomunni á Facebook- síðu sinni en það má sjá hér neðst í fréttinni. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri á fundinum. Bað hann mennina um að yfirgefa fundarsalinn og fara eftir settum reglum fundarins. Hann sagði að ekki þyrfti að hringja til lögreglu vegna málsins og vísaði til borgaralega klæddra manna sem hann sagði vera lögreglumenn. „Við notum þá bara í staðinn.“ Fréttastofa náði tali af Vilhjálmi nú síðdegis en hann sagði fundinn hafa farið rólega af stað. „Maður hafði nú búist við því að þetta gæti orðið einhvers konar átakafundur en það varð ekki, fram að þessu.“ Einn hælisleitendanna hafi síðan beðið um orðið með handauppréttingu. Þegar að honum kom bara hann upp spurningu á ensku, en Vilhjálmur segir fundarstjóra strax hafa gert athugasemd við það, auk þess sem fundarmenn hafi ókyrrst. Hann segir hælisleitandann hafa haldið áfram á ensku og að spurning hans hafi snúið að málefnum hælisleitendenda og beinst að Þórdísi, sem er starfandi dómsmálaráðherra. „Fundarstjóri tók aftur illa í það og fundarmenn líka og það mynduðust svolítil hróp úr þessu.“ Þá segist Vilhjálmur hafa tekið upp símann og tekið upp myndbandið sem sjá má að neðan.
Garðabær Hælisleitendur Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira