Sviðsljóssfíklar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 27. apríl 2019 07:45 Háværar umræður eiga sér stað um Þriðja orkupakkann. Margir góðkunningjar íslenskrar þjóðmálaumræðu hafa látið til sín taka; Guðni Ágústsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Davíð Oddsson og fleiri. Síðast heyrðist enn einu sinni frá Styrmi Gunnarssyni, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins en hann er í samtökunum Orkan okkar sem leggst gegn Þriðja orkupakkanum. Styrmir sagði baráttu samtakanna snúast um „föðurlandsást“ og „þjóðerniskennd“. Raunar gekk hann enn lengra og sagði sömu kenndir grundvöll Brexit-hreyfingarinnar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Óvíst er hvort Styrmir hafi lagst í djúpa greiningu á Brexit-ferlinu, en samlíkingin er í besta falli óheppileg. Hreyfingin um Brexit snerist öðru fremur um metorðagirni einstaklinga innan Íhaldsflokksins, sérstaklega Boris Johnson og Michaels Gove, og svo Theresu May sem taldi það þjóna eigin hagsmunum að fara huldu höfði í baráttunni. Morguninn eftir kjördag viðurkenndu forvígismenn Brexit að þeirra helstu fullyrðingar hefðu verið samhengislausar lygar. Það losna engar 350 milljónir sterlingspunda í viku hverri við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hvað þá að slíkum fjármunum sé hægt að veita í heilbrigðiskerfið. Eftirmál Brexit hafa einkum snúist um að vinda ofan af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Amennt er viðurkennt að sársaukalausast sé að breyta sem minnstu í sambandi Bretlands við Evrópusambandið. Það hefði því betur verið heima setið en af stað farið. Merkilegt er ef gamli ritstjórinn ætlar að gera Brexit-klúðrið að rómantískri fyrirmynd fyrir íslenskra andstæðinga Þriðja orkupakkans. Kannski missti Styrmir út úr sér kjarna málsins. Er það ætlun Orkunnar okkar að heyja baráttu í anda Brexit? Á að bjaga sannleikann og búa til hliðstæðan veruleika þar sem vegið er að sjálfstæði þjóðarinnar? Ýmislegt bendir til þess, en að baki fylkingunni standa annars vegar landsþekktir popúlistar og hins vegar gamlar kempur sem eygja síðasta möguleikann á að kreista lokageislana úr sviðsljósinu. Flestir ef ekki allir málsmetandi stjórnmálamenn og sérfræðingar sem hafa tjáð sig telja að í tilskipuninni felist hvorki framsal á fullveldi né yfirráðum yfir orkuauðlindum – treystum eigin dómgreind og sérfræðinga en ekki þekktra hestahvíslara. Ef barátta andstæðinga orkupakkans snýst um að Ísland dragi sig út úr alþjóðasamstarfi með uppsögn EES-samningsins er best að það sé sagt. Þá er hægt að eiga opna og hreinskiptna umræðu, enda er það svo í samningsbundnu samstarfi að ekki verður bæði sleppt og haldið. Ísland, líkt og Bretland, er eyja og enn einangraðri í alþjóðlegu tilliti. Stærstur hluti lífsgæða okkar er tilkominn vegna samskipta við aðrar þjóðir. Ekkert eitt hefur skipt meira máli í því en EES. Fólk ætti að horfa í kringum sig og átta sig á því að öll okkar tilvera byggist á óhindruðum milliríkjasamskiptum. Hvort sem það er bíllykillinn í vasanum eða kaffið í krúsinni. Íhugum það áður en við trúum orði frá gömlu sviðsljóssfíklunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Háværar umræður eiga sér stað um Þriðja orkupakkann. Margir góðkunningjar íslenskrar þjóðmálaumræðu hafa látið til sín taka; Guðni Ágústsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Davíð Oddsson og fleiri. Síðast heyrðist enn einu sinni frá Styrmi Gunnarssyni, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins en hann er í samtökunum Orkan okkar sem leggst gegn Þriðja orkupakkanum. Styrmir sagði baráttu samtakanna snúast um „föðurlandsást“ og „þjóðerniskennd“. Raunar gekk hann enn lengra og sagði sömu kenndir grundvöll Brexit-hreyfingarinnar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Óvíst er hvort Styrmir hafi lagst í djúpa greiningu á Brexit-ferlinu, en samlíkingin er í besta falli óheppileg. Hreyfingin um Brexit snerist öðru fremur um metorðagirni einstaklinga innan Íhaldsflokksins, sérstaklega Boris Johnson og Michaels Gove, og svo Theresu May sem taldi það þjóna eigin hagsmunum að fara huldu höfði í baráttunni. Morguninn eftir kjördag viðurkenndu forvígismenn Brexit að þeirra helstu fullyrðingar hefðu verið samhengislausar lygar. Það losna engar 350 milljónir sterlingspunda í viku hverri við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hvað þá að slíkum fjármunum sé hægt að veita í heilbrigðiskerfið. Eftirmál Brexit hafa einkum snúist um að vinda ofan af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Amennt er viðurkennt að sársaukalausast sé að breyta sem minnstu í sambandi Bretlands við Evrópusambandið. Það hefði því betur verið heima setið en af stað farið. Merkilegt er ef gamli ritstjórinn ætlar að gera Brexit-klúðrið að rómantískri fyrirmynd fyrir íslenskra andstæðinga Þriðja orkupakkans. Kannski missti Styrmir út úr sér kjarna málsins. Er það ætlun Orkunnar okkar að heyja baráttu í anda Brexit? Á að bjaga sannleikann og búa til hliðstæðan veruleika þar sem vegið er að sjálfstæði þjóðarinnar? Ýmislegt bendir til þess, en að baki fylkingunni standa annars vegar landsþekktir popúlistar og hins vegar gamlar kempur sem eygja síðasta möguleikann á að kreista lokageislana úr sviðsljósinu. Flestir ef ekki allir málsmetandi stjórnmálamenn og sérfræðingar sem hafa tjáð sig telja að í tilskipuninni felist hvorki framsal á fullveldi né yfirráðum yfir orkuauðlindum – treystum eigin dómgreind og sérfræðinga en ekki þekktra hestahvíslara. Ef barátta andstæðinga orkupakkans snýst um að Ísland dragi sig út úr alþjóðasamstarfi með uppsögn EES-samningsins er best að það sé sagt. Þá er hægt að eiga opna og hreinskiptna umræðu, enda er það svo í samningsbundnu samstarfi að ekki verður bæði sleppt og haldið. Ísland, líkt og Bretland, er eyja og enn einangraðri í alþjóðlegu tilliti. Stærstur hluti lífsgæða okkar er tilkominn vegna samskipta við aðrar þjóðir. Ekkert eitt hefur skipt meira máli í því en EES. Fólk ætti að horfa í kringum sig og átta sig á því að öll okkar tilvera byggist á óhindruðum milliríkjasamskiptum. Hvort sem það er bíllykillinn í vasanum eða kaffið í krúsinni. Íhugum það áður en við trúum orði frá gömlu sviðsljóssfíklunum.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun