Gleymdu að samræma númeraplötur á stolna bílnum Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2019 06:58 Parið hafði stolið bíl og skipt út númeraplötum - en aðeins öðru megin. Getty/Westend61 Lögreglan hafði í nógu að snúast í gær, sumardaginn fyrsta. Til að mynda hafði hún afskipti af brennuvargi í Breiðholti sem hafði tendrað heljarinnar bál í bakgarði sínum á sjötta tímanum. Hann var vinsamlegast beðinn um að slökkva eldinn, enda hafði hann ekki orðið sér úti um tilskilin leyfi, og ætla má að hann muni halda sig framvegis við grillið það sem eftir lifir sumri. Parið sem stöðvað var í miðborginni á sjötta tímanum hafði hins vegar ekki kveikt neinn eld, svo vitað sé. Lögreglan sá hins vegar að bíllinn sem þau óku var ekki með samræmd skráningarnúmer að framan og aftan. Parið er því grunað um að hafa stolið bílnum, auk þess sem talið er að þau hafi ekið honum undir áhrifum fíkniefna. Að sama skapi var hvorugt þeirra með ökuréttindi. Um svipað leyti var karlmaður í annarlegu ástandi handtekinn í stigagangi í Breiðholti. Þar er hann sagður hafa verið í óleyfi, enda grunaður um að hafa brotið gegn nálgunarbanni. Hann var því handtekinn og fluttur í fangageymslu, þar sem hann hefur mátt sofa úr sér vímuna.Heima meðan innbrotið stóð yfir Tveir útlendingar voru að sama skapi handteknir í Kópavogi upp úr miðnætti vegna gruns um að þeir væru með fíkniefni í fórum sínum. Mennirnir eru jafnframt sagðir hafa dvalið ólöglega í landinu. Þeir hafa því varið nóttinni í fangaklefa meðan mál þeirra eru tekin til frekari skoðunar. Þá var lögreglan jafnframt kölluð að tveimur heimilum í Mosfellsbæ í gær. Brotist var inn í annað þeirra á öðrum tímanum í gær, á meðan húsráðendur voru heima, en áætlað er að innbrotsþjófurinn hafi brotið rúðu og klöngrast inn. Að sögn lögreglu var „mikið rótað og stolið verðmætum,“ án þess að það sé útskýrt frekar. Það var svo á áttunda tímunum sem karlmaður var handtekinn í Mosfellsbæ en hann er sagður grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Hann er talinn hafa veist að öðrum manni en ekki er hins vegar vitað um meiðsl þolandans. Árásarmaðurinn var engu að síður fluttur í fangaklefa. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Lögreglan hafði í nógu að snúast í gær, sumardaginn fyrsta. Til að mynda hafði hún afskipti af brennuvargi í Breiðholti sem hafði tendrað heljarinnar bál í bakgarði sínum á sjötta tímanum. Hann var vinsamlegast beðinn um að slökkva eldinn, enda hafði hann ekki orðið sér úti um tilskilin leyfi, og ætla má að hann muni halda sig framvegis við grillið það sem eftir lifir sumri. Parið sem stöðvað var í miðborginni á sjötta tímanum hafði hins vegar ekki kveikt neinn eld, svo vitað sé. Lögreglan sá hins vegar að bíllinn sem þau óku var ekki með samræmd skráningarnúmer að framan og aftan. Parið er því grunað um að hafa stolið bílnum, auk þess sem talið er að þau hafi ekið honum undir áhrifum fíkniefna. Að sama skapi var hvorugt þeirra með ökuréttindi. Um svipað leyti var karlmaður í annarlegu ástandi handtekinn í stigagangi í Breiðholti. Þar er hann sagður hafa verið í óleyfi, enda grunaður um að hafa brotið gegn nálgunarbanni. Hann var því handtekinn og fluttur í fangageymslu, þar sem hann hefur mátt sofa úr sér vímuna.Heima meðan innbrotið stóð yfir Tveir útlendingar voru að sama skapi handteknir í Kópavogi upp úr miðnætti vegna gruns um að þeir væru með fíkniefni í fórum sínum. Mennirnir eru jafnframt sagðir hafa dvalið ólöglega í landinu. Þeir hafa því varið nóttinni í fangaklefa meðan mál þeirra eru tekin til frekari skoðunar. Þá var lögreglan jafnframt kölluð að tveimur heimilum í Mosfellsbæ í gær. Brotist var inn í annað þeirra á öðrum tímanum í gær, á meðan húsráðendur voru heima, en áætlað er að innbrotsþjófurinn hafi brotið rúðu og klöngrast inn. Að sögn lögreglu var „mikið rótað og stolið verðmætum,“ án þess að það sé útskýrt frekar. Það var svo á áttunda tímunum sem karlmaður var handtekinn í Mosfellsbæ en hann er sagður grunaður um líkamsárás og eignaspjöll. Hann er talinn hafa veist að öðrum manni en ekki er hins vegar vitað um meiðsl þolandans. Árásarmaðurinn var engu að síður fluttur í fangaklefa.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira