Leita 600 farandverkamanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2019 06:32 Fjölmennur hópur fólks, aðallega Kúbverjar, sluppu úr miðstöðinni í Tapachula í gærkvöldi. AP/Moisés Castillo Rúmlega þúsund manns sluppu út úr flóttamannamiðstöð í suðurhluta Mexíkós í gærkvöldi. Flóttinn er sagður til marks um þann vanda sem þarlend stjórnvöld standa frammi fyrir, sökum síaukins straums farandfólks frá Suður-Ameríku. Fullyrt að rúmlega helmingur þeirra 1300 sem sluppu úr Siglo XXI-búðunum í borginni Tapacula hafi að endingu skilað sér aftur til baka. Mexíkósk stjórnvöld segjast þó ekki vita hvar um 600 einstaklingar séu niðurkomnir. Í yfirlýsingu stjórnvalda í gær segir að kúbverskir farandverkamenn standi líklega á bakvið flóttann. Þeir eru langfjölmennasti hópurinn sem dvalið hefur í búðunum en að sögn mexíkóskra miðla voru jafnframt margir Haítar og miðamerískir farandverkamenn í strokuhópnum. Áætlað er að mexíkóskir landamæraverðir hafi sent um 15 þúsund manns aftur til síns heima á síðastliðnum mánuði, sem rakið er til þrýstings frá forseta Bandaríkjanna. Donald Trump hefur krafist þess að Mexíkó reyni að stemma stigu við straumi fólks norður, en endanlegur áfangastaður flestra eru Bandaríkin. Trump hótaði á miðvikudag að loka landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna verði fjölmenn flóttamannalest, sem hefur sett stefnuna norður, ekki stöðvuð. Þrátt fyrir að Kúbverjar séu taldir standa á bakvið flóttann í Tapachula eru flestir þeirra sem ferðast norður í gegnum Mexíkó frá Gvatemala, Hondúras og El Salvador. Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Fréttamynd ársins af grátandi stúlku á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó Fréttamynd ársins 2018 er af Yanelu Sanchez, lítilli stúlku, sem sést grátandi þar sem hún og mamma hennar, Sandra Sanchez, eru teknar höndum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 12. apríl 2019 10:45 Donald Trump hælir ríkisstjórn Mexíkó Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki lagt fram tímasetningu um það hvenær hann hyggst loka landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 2. apríl 2019 22:25 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Rúmlega þúsund manns sluppu út úr flóttamannamiðstöð í suðurhluta Mexíkós í gærkvöldi. Flóttinn er sagður til marks um þann vanda sem þarlend stjórnvöld standa frammi fyrir, sökum síaukins straums farandfólks frá Suður-Ameríku. Fullyrt að rúmlega helmingur þeirra 1300 sem sluppu úr Siglo XXI-búðunum í borginni Tapacula hafi að endingu skilað sér aftur til baka. Mexíkósk stjórnvöld segjast þó ekki vita hvar um 600 einstaklingar séu niðurkomnir. Í yfirlýsingu stjórnvalda í gær segir að kúbverskir farandverkamenn standi líklega á bakvið flóttann. Þeir eru langfjölmennasti hópurinn sem dvalið hefur í búðunum en að sögn mexíkóskra miðla voru jafnframt margir Haítar og miðamerískir farandverkamenn í strokuhópnum. Áætlað er að mexíkóskir landamæraverðir hafi sent um 15 þúsund manns aftur til síns heima á síðastliðnum mánuði, sem rakið er til þrýstings frá forseta Bandaríkjanna. Donald Trump hefur krafist þess að Mexíkó reyni að stemma stigu við straumi fólks norður, en endanlegur áfangastaður flestra eru Bandaríkin. Trump hótaði á miðvikudag að loka landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna verði fjölmenn flóttamannalest, sem hefur sett stefnuna norður, ekki stöðvuð. Þrátt fyrir að Kúbverjar séu taldir standa á bakvið flóttann í Tapachula eru flestir þeirra sem ferðast norður í gegnum Mexíkó frá Gvatemala, Hondúras og El Salvador.
Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Fréttamynd ársins af grátandi stúlku á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó Fréttamynd ársins 2018 er af Yanelu Sanchez, lítilli stúlku, sem sést grátandi þar sem hún og mamma hennar, Sandra Sanchez, eru teknar höndum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 12. apríl 2019 10:45 Donald Trump hælir ríkisstjórn Mexíkó Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki lagt fram tímasetningu um það hvenær hann hyggst loka landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 2. apríl 2019 22:25 Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Fréttamynd ársins af grátandi stúlku á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó Fréttamynd ársins 2018 er af Yanelu Sanchez, lítilli stúlku, sem sést grátandi þar sem hún og mamma hennar, Sandra Sanchez, eru teknar höndum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 12. apríl 2019 10:45
Donald Trump hælir ríkisstjórn Mexíkó Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki lagt fram tímasetningu um það hvenær hann hyggst loka landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. 2. apríl 2019 22:25
Trump sagður hafa viljað skilja að fjölskyldur aftur Fráfarandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna kallaði yfir sig reiði forsetans þegar hún benti honum á að aðgerðirnar sem hann krafðist væru ólöglegar. 8. apríl 2019 15:48