Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. apríl 2019 19:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. Árið 2016 gerði Velferðaráðuneytið samning við heilbrigðisstofnanir á landinu um að átak yrði gert til að fækka sjúklingum á biðlistum eftir liðskipta-og augasteinaaðgerðum og hjartaþræðingu. Átakið var til þriggja ára og lauk í desember 2018. Landlæknisembættið hefur fylgst með átakinu og í síðustu úttekt kemur fram að í október biðu 703 eftir liðskiptum á hné og 337 á mjöðm. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kveðst bíða eftir næstu úttekt og eftir það verði næstu skref ákveðin. „Ég hef beðið Landlæknisembættið að gera úttekt á því hvernig þetta átak hefur gengið þá að fækka á biðlistum og vonast til að ég fái hana í hendur fljótlega og mun skoða áframhaldið eftir það,“ segir Svandís. Í fréttum undanfarið hefur komið fram mikil gagnrýni á að biðtíminn sé ennþá alltof langur og dæmi um að fólk þurfi að bíða í rúmt ár þó það sé orðið óvinnufært.Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa til að mynda gagnrýnt að fólk sé sent til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerð, en kostnaðurinn við það getur farið í þrjár milljónir meðan hægt er að gera slíka aðgerð hjá sjálfstætt starfandi læknum fyrir tólf hundruð þúsund krónur hér á landi. Svandís vill láta skoða betur hvort fólk sem þarf að fara hvað hraðast í liðskiptaaðgerðir komist á undan öðrum í slíkar aðgerðir. „Ég er enn ekki fyllilega sannfærð um að fólk sem þarf að fara nauðsynlega fljótt í aðgerð komist alltaf fyrst að og vil láta kanna það betur,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. Árið 2016 gerði Velferðaráðuneytið samning við heilbrigðisstofnanir á landinu um að átak yrði gert til að fækka sjúklingum á biðlistum eftir liðskipta-og augasteinaaðgerðum og hjartaþræðingu. Átakið var til þriggja ára og lauk í desember 2018. Landlæknisembættið hefur fylgst með átakinu og í síðustu úttekt kemur fram að í október biðu 703 eftir liðskiptum á hné og 337 á mjöðm. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kveðst bíða eftir næstu úttekt og eftir það verði næstu skref ákveðin. „Ég hef beðið Landlæknisembættið að gera úttekt á því hvernig þetta átak hefur gengið þá að fækka á biðlistum og vonast til að ég fái hana í hendur fljótlega og mun skoða áframhaldið eftir það,“ segir Svandís. Í fréttum undanfarið hefur komið fram mikil gagnrýni á að biðtíminn sé ennþá alltof langur og dæmi um að fólk þurfi að bíða í rúmt ár þó það sé orðið óvinnufært.Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa til að mynda gagnrýnt að fólk sé sent til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerð, en kostnaðurinn við það getur farið í þrjár milljónir meðan hægt er að gera slíka aðgerð hjá sjálfstætt starfandi læknum fyrir tólf hundruð þúsund krónur hér á landi. Svandís vill láta skoða betur hvort fólk sem þarf að fara hvað hraðast í liðskiptaaðgerðir komist á undan öðrum í slíkar aðgerðir. „Ég er enn ekki fyllilega sannfærð um að fólk sem þarf að fara nauðsynlega fljótt í aðgerð komist alltaf fyrst að og vil láta kanna það betur,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira