Kínverskur meistaranemi fær viðurkenningu fyrir afburða námsárangur í íslensku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. apríl 2019 19:15 Kínverskur meistaranemi í íslenskum bókmenntum hefur á örfáum árum náð svo góðum tökum á íslensku að hann hlaut í dag viðurkenningu fyrir afburða árangur í námi. Hann hefur tekið upp nafnið Halldór og þýtt fjölda íslenskra skáldverka á kínversku. Vinafélag Árnastofnunar veitti í dag í fyrsta skipti tveimur afburðanemendum í íslenskum fræðum viðurkenningar fyrir árangur í námi og vill þannig undirstrika mikilvægi þess að nám í íslenskum fræðum sé eftirsóknavert og rannsóknir nauðsynlegar. Ásbjörg Benediktsdóttir hlaut verðlaun fyrir árangur í íslenskri málfræði og hinn kínverski Halldór Xinyu Zhang sem hefur búið hér á landi í fjögur ár fyrir námsárangur í íslenskum bókmenntum. Hann segir að rekja megi áhuga sinn á íslensku til margra hluta. „Ég hef fyrst og fremst áhuga á menningu, tungumálum og bókmenntum og íslensk menning og bókmenntir eru hluti af margslunginni menningu heimsins,“ segir Halldór. Hann byrjaði að læra íslensku í háskólanámi í Peking þar sem tveir kennarar kenndu tungumálið annar íslenskur og hinn kínverskur. Eftir það ákvað hann að koma hingað til lands og læra meira. Kristján Kristjánsson formaður Vinafélags Árnastofnunar segir skemmtilegt að hafa getað veitt námsmanni sem kemur alla leið frá Kína viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íslensku. „Hann byrjar að læra íslensku sem annað tungumál fer síðan í bókmenntir sem er mjög flókið á öðru tungumáli og síðan nær hann þessum afburða árangri,“ segir Kristján. Og Halldór sem stefnir á doktorsnám í íslensku er þakklátur fyrir viðurkenninguna í dag. „Ég bjóst nú ekki við þessari viðurkenningu en ég er bara mjög þakklátur og segi bara takk,“ segir Halldór að lokum. Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Kínverskur meistaranemi í íslenskum bókmenntum hefur á örfáum árum náð svo góðum tökum á íslensku að hann hlaut í dag viðurkenningu fyrir afburða árangur í námi. Hann hefur tekið upp nafnið Halldór og þýtt fjölda íslenskra skáldverka á kínversku. Vinafélag Árnastofnunar veitti í dag í fyrsta skipti tveimur afburðanemendum í íslenskum fræðum viðurkenningar fyrir árangur í námi og vill þannig undirstrika mikilvægi þess að nám í íslenskum fræðum sé eftirsóknavert og rannsóknir nauðsynlegar. Ásbjörg Benediktsdóttir hlaut verðlaun fyrir árangur í íslenskri málfræði og hinn kínverski Halldór Xinyu Zhang sem hefur búið hér á landi í fjögur ár fyrir námsárangur í íslenskum bókmenntum. Hann segir að rekja megi áhuga sinn á íslensku til margra hluta. „Ég hef fyrst og fremst áhuga á menningu, tungumálum og bókmenntum og íslensk menning og bókmenntir eru hluti af margslunginni menningu heimsins,“ segir Halldór. Hann byrjaði að læra íslensku í háskólanámi í Peking þar sem tveir kennarar kenndu tungumálið annar íslenskur og hinn kínverskur. Eftir það ákvað hann að koma hingað til lands og læra meira. Kristján Kristjánsson formaður Vinafélags Árnastofnunar segir skemmtilegt að hafa getað veitt námsmanni sem kemur alla leið frá Kína viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íslensku. „Hann byrjar að læra íslensku sem annað tungumál fer síðan í bókmenntir sem er mjög flókið á öðru tungumáli og síðan nær hann þessum afburða árangri,“ segir Kristján. Og Halldór sem stefnir á doktorsnám í íslensku er þakklátur fyrir viðurkenninguna í dag. „Ég bjóst nú ekki við þessari viðurkenningu en ég er bara mjög þakklátur og segi bara takk,“ segir Halldór að lokum.
Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira