400 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur síðustu daga á þeim slóðum þar sem banaslysið varð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. apríl 2019 12:30 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn frá Brunavörnum Austur-Húnvetninga á vettvangi slyssins í gærkvöldi. Brunavarnir Austur-Húnvetninga Banaslys varð á þjóðveginum í botni Langadals, utan Blönduóss, vestan Húnavers í gærkvöldi. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur á síðustu dögum kært 400 manns fyrir of hraðan akstur á þeim slóðum þar sem slysið varð en slysið í gær er fyrsta banaslysið í umferðinni á þessu ári. Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, sjúkraflutningamenn á Blönduósi auk lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálftíu í gærkvöldi að alvarlegt umferðarslys hafi orðið á þjóðveginum í botni Langadals. Bifreiðin var á suðurleið, lenti utan vegar og fór nokkrar veltur. Karlmaður með erlent ríkisfang var einn í bílnum og slasaðist alvarlega en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu stýrði aðgerðum á vettvangi en mikill viðbúnaður var vegna slyssins og var þyrla landhelgisgæslunnar meðal annars send norður til aðstoðar. „Við fengum tilkynningu klukkan 21:33 um að það væri hugsanlega fastklemmdur maður eftir bílveltu hérna í botni Langadals við Æsustaði og við fórum ásamt lögreglu og sjúkraliði á vettvang og þar hófst vettvangsvinna,“ segir Ingvar.Hvernig voru aðstæður á vettvangi? „Veðurfar var ágætt. Það var um tíu stiga hiti og svona sjö til tíu metrar á sekúndu en nokkuð bjart og háskýjað,“ segir Ingvar.Var þetta mikil aðgerð á vettvangi? „Við vorum með allt tiltækt lið lögreglu, sjúkraflutninga og slökkviliðs á staðnum. Vinna gekk vel á vettvangi. Ég held að allir aðilar séu sammála um það,“ segir Ingvar. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Slysið í gær er fyrsta banaslysið í umferðinni á árinu. Á síðustu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 og 2018 en fæstir létust árið 2014. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur verið með öflugt umferðareftirlit á svæðinu frá því fyrir páska og sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu, að á síðustu dögum hafi um 400 ökumenn hefðu verið kærðir fyrir of hraðan akstur á þeim slóðum þar sem slysið varð. Fulltrúi frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa fór norður í morgun þar sem vettvangur slyssins var rannsakaður og var þjóðveginum lokað vegna þess. Búist er við að vegurinn opni aftur nú í hádeginu. Tildrög slyssins eru til rannsóknar. Blönduós Húnavatnshreppur Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Banaslys nærri Húnaveri Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduóss, skammt vestan við Húnaver. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og olti margar veltur neðst í Bólstaðarhlíðarbrekku í gærkvöldi. 24. apríl 2019 09:55 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Banaslys varð á þjóðveginum í botni Langadals, utan Blönduóss, vestan Húnavers í gærkvöldi. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur á síðustu dögum kært 400 manns fyrir of hraðan akstur á þeim slóðum þar sem slysið varð en slysið í gær er fyrsta banaslysið í umferðinni á þessu ári. Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Austur-Húnavatnssýslu, sjúkraflutningamenn á Blönduósi auk lögreglu á Norðurlandi vestra fengu tilkynningu um klukkan hálftíu í gærkvöldi að alvarlegt umferðarslys hafi orðið á þjóðveginum í botni Langadals. Bifreiðin var á suðurleið, lenti utan vegar og fór nokkrar veltur. Karlmaður með erlent ríkisfang var einn í bílnum og slasaðist alvarlega en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Austur-Húnavatnssýslu stýrði aðgerðum á vettvangi en mikill viðbúnaður var vegna slyssins og var þyrla landhelgisgæslunnar meðal annars send norður til aðstoðar. „Við fengum tilkynningu klukkan 21:33 um að það væri hugsanlega fastklemmdur maður eftir bílveltu hérna í botni Langadals við Æsustaði og við fórum ásamt lögreglu og sjúkraliði á vettvang og þar hófst vettvangsvinna,“ segir Ingvar.Hvernig voru aðstæður á vettvangi? „Veðurfar var ágætt. Það var um tíu stiga hiti og svona sjö til tíu metrar á sekúndu en nokkuð bjart og háskýjað,“ segir Ingvar.Var þetta mikil aðgerð á vettvangi? „Við vorum með allt tiltækt lið lögreglu, sjúkraflutninga og slökkviliðs á staðnum. Vinna gekk vel á vettvangi. Ég held að allir aðilar séu sammála um það,“ segir Ingvar. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Slysið í gær er fyrsta banaslysið í umferðinni á árinu. Á síðustu árum hefur nær á annan tug látist í umferðinni ár hvert. Flestir í fyrra og árið 2016 og 2018 en fæstir létust árið 2014. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur verið með öflugt umferðareftirlit á svæðinu frá því fyrir páska og sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu, að á síðustu dögum hafi um 400 ökumenn hefðu verið kærðir fyrir of hraðan akstur á þeim slóðum þar sem slysið varð. Fulltrúi frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa fór norður í morgun þar sem vettvangur slyssins var rannsakaður og var þjóðveginum lokað vegna þess. Búist er við að vegurinn opni aftur nú í hádeginu. Tildrög slyssins eru til rannsóknar.
Blönduós Húnavatnshreppur Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Banaslys nærri Húnaveri Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduóss, skammt vestan við Húnaver. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og olti margar veltur neðst í Bólstaðarhlíðarbrekku í gærkvöldi. 24. apríl 2019 09:55 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Banaslys nærri Húnaveri Karlmaður lést í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum í botni Langadals, austan Blönduóss, skammt vestan við Húnaver. Bifreið mannsins, sem var á suðurleið, lenti utan vegar og olti margar veltur neðst í Bólstaðarhlíðarbrekku í gærkvöldi. 24. apríl 2019 09:55