Fjölgun listeríusýkinga Sighvatur Jónsson skrifar 24. apríl 2019 12:15 Listeríubakteríur ræktaðar. Vísir/Getty Í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins kemur fram að kona á fimmtugsaldri lést eftir að hún greindist með listeríusýkingu hér á landi eftir að hafa borðað reyktan og grafinn lax um síðustu jól. Þar kemur fram að konan hafi verið með undirliggjandi ónæmisbælingu. Listeríusýking var staðfest með því að rækta bakteríuna úr leifum laxins sem voru geymdar í frysti á heimilinu. Á vef embættis landlæknis kemur fram að listería sé baktería sem finnist hjá fjölda dýrategunda. Helsta smitleið bakteríunnar er með matvælum. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. Nýfædd börn og fóstur í móðurkviði eru í aukinni hættu á að sýkjast sem getur leitt til fósturláts eða dauða.Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.vísir/valliListeríusýkingar sjaldgæfar Á síðasta ári voru listeríusýkingar þrjár en sjö árið þar áður. Árin 2015 og 2016 komu engin tilfelli upp. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að fullyrða um aukningu listeríusýkinga en segir vísbendingar þar um. „Það er einkum tvennt sem gæti stuðlað að aukningu. Í fyrsta lagi breyttar matarvenjur fólks, fólk er farið að borða meira af hráu kjöt og hráum fiski en áður var. Svo erum við líka með aukinn fjölda af einstaklingum sem eru annaðhvort á ónæmisbælandi lyfjum eða með ónæmisbælandi sjúkdóma. Þegar þetta tvennt fer saman þá gætum við verið að sjá aukningu á svona sýkingum.“ Þórólfur segir að í venjulegum tilfellum eigi heilbrigt fólk að geta borðað hrátt kjöt og hráan fisk án ótta við listeríusýkingu. Brýna þurfi fyrir ófrískum konum að fara varlega með hrátt fæði. Heilbrigðismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarnis Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins kemur fram að kona á fimmtugsaldri lést eftir að hún greindist með listeríusýkingu hér á landi eftir að hafa borðað reyktan og grafinn lax um síðustu jól. Þar kemur fram að konan hafi verið með undirliggjandi ónæmisbælingu. Listeríusýking var staðfest með því að rækta bakteríuna úr leifum laxins sem voru geymdar í frysti á heimilinu. Á vef embættis landlæknis kemur fram að listería sé baktería sem finnist hjá fjölda dýrategunda. Helsta smitleið bakteríunnar er með matvælum. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. Nýfædd börn og fóstur í móðurkviði eru í aukinni hættu á að sýkjast sem getur leitt til fósturláts eða dauða.Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.vísir/valliListeríusýkingar sjaldgæfar Á síðasta ári voru listeríusýkingar þrjár en sjö árið þar áður. Árin 2015 og 2016 komu engin tilfelli upp. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að fullyrða um aukningu listeríusýkinga en segir vísbendingar þar um. „Það er einkum tvennt sem gæti stuðlað að aukningu. Í fyrsta lagi breyttar matarvenjur fólks, fólk er farið að borða meira af hráu kjöt og hráum fiski en áður var. Svo erum við líka með aukinn fjölda af einstaklingum sem eru annaðhvort á ónæmisbælandi lyfjum eða með ónæmisbælandi sjúkdóma. Þegar þetta tvennt fer saman þá gætum við verið að sjá aukningu á svona sýkingum.“ Þórólfur segir að í venjulegum tilfellum eigi heilbrigt fólk að geta borðað hrátt kjöt og hráan fisk án ótta við listeríusýkingu. Brýna þurfi fyrir ófrískum konum að fara varlega með hrátt fæði.
Heilbrigðismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarnis Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira