Segir fyrirtæki almennt ekki vera að hækka verð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2019 20:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir aðal atriði það að fyrirtækin í landinu eru almennt ekki að hækka verð Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar segir hótanir um verðhækkanir kaldar kveðjur í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Slegið hafi verið af launakröfum til að koma til móts við sjónarhorn atvinnurekenda. Hægt sé að virkja uppsagnarákvæði skili launahækkanir sér eingöngu út í verðlag. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir flest fyrirtæki standa með samningnum. ÍSAM, heildsölu og framleiðslufyrirtæki, sem selur mörg þekkt vörumerki sagði í tölvupósti til viðskiptavina sinna að verði kjarasamningar samþykktir muni verð hjá þeim hækka um 3,9 prósent. Einnig hækki innfluttar vörur um 1,9 prósent. Kristjáns Bakarí á Akureyri mun hækka vörur sínar um 6,2 prósent og Gæðabakstur einnig um 6,2 prósent. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga stendur enn yfir hjá Eflingu og 18 öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. „Það er voðalega erfitt að skilja þetta öðruvísi en einhverskonar ögrun, eða hvatningu til okkar félagsmanna um að fella samninginn. Það er það sem maður spyr sig hvort búi hér að baki. Eins hitt, hvort það sé mögulega verið að brýna okkur til þess eftir atvikum tilbúnari til að segja samningunum upp. Við erum með forsendu ákvæði í þessum samningi um kaupmátt. Það getur komið til áhrifa þess strax að rúmu ári hvort að samningnum verði mögulega sagt upp verði verðlagshækkanir óhóflegar.“Mikilvægt að allir standi saman Í samningnum segir að markmiðið sé að stuðla að auknum kaupmætti og lægri vöxtum til frambúðar. Í september 2020 skal meta hvort þær forsendur hafi staðist. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins óttast ekki að samningum verði sagt upp enda byggist þeir á verðbólgu mælingu og kaupmáttarþróun. „Hækkun hjá einu, tveimur eða þremur fyrirtækjum hafa engin áhrif á slíkt. Aðal atriði er það að fyrirtækin í landinu eru almennt ekki að hækka verð. Þau eru að styðja við þessa samninga. Það er það sem þarf til þess að ná árangri í kjarasamningsgerð að allir standi saman, bæði launafólk og fyrirtækin í landinu,“ segir hann. Kjaramál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar segir hótanir um verðhækkanir kaldar kveðjur í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Slegið hafi verið af launakröfum til að koma til móts við sjónarhorn atvinnurekenda. Hægt sé að virkja uppsagnarákvæði skili launahækkanir sér eingöngu út í verðlag. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir flest fyrirtæki standa með samningnum. ÍSAM, heildsölu og framleiðslufyrirtæki, sem selur mörg þekkt vörumerki sagði í tölvupósti til viðskiptavina sinna að verði kjarasamningar samþykktir muni verð hjá þeim hækka um 3,9 prósent. Einnig hækki innfluttar vörur um 1,9 prósent. Kristjáns Bakarí á Akureyri mun hækka vörur sínar um 6,2 prósent og Gæðabakstur einnig um 6,2 prósent. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga stendur enn yfir hjá Eflingu og 18 öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. „Það er voðalega erfitt að skilja þetta öðruvísi en einhverskonar ögrun, eða hvatningu til okkar félagsmanna um að fella samninginn. Það er það sem maður spyr sig hvort búi hér að baki. Eins hitt, hvort það sé mögulega verið að brýna okkur til þess eftir atvikum tilbúnari til að segja samningunum upp. Við erum með forsendu ákvæði í þessum samningi um kaupmátt. Það getur komið til áhrifa þess strax að rúmu ári hvort að samningnum verði mögulega sagt upp verði verðlagshækkanir óhóflegar.“Mikilvægt að allir standi saman Í samningnum segir að markmiðið sé að stuðla að auknum kaupmætti og lægri vöxtum til frambúðar. Í september 2020 skal meta hvort þær forsendur hafi staðist. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins óttast ekki að samningum verði sagt upp enda byggist þeir á verðbólgu mælingu og kaupmáttarþróun. „Hækkun hjá einu, tveimur eða þremur fyrirtækjum hafa engin áhrif á slíkt. Aðal atriði er það að fyrirtækin í landinu eru almennt ekki að hækka verð. Þau eru að styðja við þessa samninga. Það er það sem þarf til þess að ná árangri í kjarasamningsgerð að allir standi saman, bæði launafólk og fyrirtækin í landinu,“ segir hann.
Kjaramál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda