Segir forsætisráðherra vera leiddan í gildru Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. apríl 2019 09:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, átti fund með forseta Vestu-Sahara fyrr í mánuðinum. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hlýtur að hafa verið leidd í gildru. Þetta segir Lamia Radi, sendiherra Marokkó, um fund sem forsætisráðherra átti með Brahim Ghali, forseta Vestur-Sahara og leiðtoga þjóðfrelsishreyfingarinnar Polisario, fyrr í mánuðinum. Vestur-Sahara hefur verið undir stjórn Marokkó eins frá 1979 en Máritanar komu einnig að stjórn svæðisins frá 1957. Í dag halda Marokkómenn stærstum hluta svæðisins en Sahrawi-þjóðin, eða hið lýðræðislega lýðveldi Sahrawi-Araba, heldur minnihlutanum. Alls viðurkenna 84 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sjálfstæði Vestur-Sahara. Fjörutíu ríki hafa hins vegar „fryst“ viðurkenningu sína. Ísland er ekki á meðal þeirra ríkja sem hafa viðurkennt sjálfstæði. Fréttablaðið birti viðtal við Ghali fyrr í mánuðinum þar sem hann þakkaði forsætisráðherra kærlega fyrir fundinn og sagðist hafa rætt um þjáningu Sahrawi-þjóðarinnar og andspyrnuna gegn Marokkómönnum. Hann sagðist að auki hrifinn af Íslandi og kvaðst hafa lært um Íslendinga og sjálfstæðisbaráttu þeirra í öðrum bekk. Sendiherrann Radi segir að leiðtogar Polisario hafi í gegnum tíðina nýtt sér velvild annarra þjóða. „Þetta er of boðsleg tækifærismennska. Trúir þú því virkilega að, eins og hann sagði í viðtalinu, hann hafi lært um Ísland í spænskum nýlenduskóla, þá undir stjórn fasistans Franco? Þetta er bara einhver fullyrðing til að vekja samhug á meðal Íslendinga.“ Í viðtalinu ræddi Ghali um kúgun Marokkómanna og pólitíska fangelsun mótmælenda í Vestur-Sahara. Radi segir þetta af og frá. „Það býr næstum milljón á þessu svæði. Einungis örfá hundruð þeirra deila sjónarmiðum þessa manns. Þessi minnihluti þarf að vekja athygli á sér með því að ögra,“ segir Radi og tekur einnig fram að Marokkó sé ekki haldið „stækkunarkreddu“, eins og Ghali hélt fram. Þannig fullyrðingar séu undarlegar. Að sögn Radi grundvallast tilkall Marokkómanna til Vestur-Sahara á því að svæðið hafi tilheyrt Marokkó áður en Spánverjar og Frakkar eignuðu sér Marokkó árið 1912. „Marokkó er þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera eitt fárra ríkja á jörðu sem var nýlenda tveggja ríkja á sama tíma. Vegna landfræðilegrar og strategískrar legu Marokkó, sem hefur aðgengi að Miðjarðarhafi, Atlantshafi og Afríku sunnan Sahara, sameinuðu þessi nýlenduveldi krafta sína gegn Marokkó og sundruðu ríkinu.“ Þá segir sendiherrann að á meðan unnið er að lausn á Vestur-Saharadeilunni undir handleiðslu Sameinuðu þjóðanna beri Marokkó skylda til þess að sjá íbúum svæðisins fyrir menntun, heilbrigðisaðstoð, innviðum og atvinnu. „Öryggisráð SÞ, Evrópusambandið og bandaríska öldungadeildin hafa öll sagt að þetta sé hlutverk og skylda Marokkó.“ Spænskir dómstólar opnuðu árið 2016 á ný rannsókn á Ghali þar sem hann er meðal annars sakaður um þjóðarmorð, stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og pyntingar, samkvæmt fréttum meðal annars spænska miðilsins El País og breska ríkisútvarpsins. Glæpirnir eiga að hafa átt sér stað í Tindouf-flóttamannabúðunum í Alsír. Í samtali við Fréttablaðið sagði Ghali ásakanirnar rangar og tilhæfulausar. Andstæðingarnir í Marokkó væru sérfræðingar í að ljúga um leiðtoga Sahrawi-þjóðarinnar. Radi segir að þótt það eigi ekki að neita Ghali um að vera álitinn saklaus uns sekt er sönnuð þurfi að átta sig á alvarleika ásakananna. „Þessi manneskja er sökuð og sótt til saka í Evrópu fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð sem og alvarleg og endurtekin kynferðisbrot og nauðganir ungra kvenna í flóttamannabúðum,“ segir Radi og bætir við: „Ég harma það að fólk á Íslandi styðji og auki á sýnileika nokkurs með svo umdeilanlega ímynd.“ Birtist í Fréttablaðinu Marokkó Utanríkismál Vestur-Sahara Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hlýtur að hafa verið leidd í gildru. Þetta segir Lamia Radi, sendiherra Marokkó, um fund sem forsætisráðherra átti með Brahim Ghali, forseta Vestur-Sahara og leiðtoga þjóðfrelsishreyfingarinnar Polisario, fyrr í mánuðinum. Vestur-Sahara hefur verið undir stjórn Marokkó eins frá 1979 en Máritanar komu einnig að stjórn svæðisins frá 1957. Í dag halda Marokkómenn stærstum hluta svæðisins en Sahrawi-þjóðin, eða hið lýðræðislega lýðveldi Sahrawi-Araba, heldur minnihlutanum. Alls viðurkenna 84 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sjálfstæði Vestur-Sahara. Fjörutíu ríki hafa hins vegar „fryst“ viðurkenningu sína. Ísland er ekki á meðal þeirra ríkja sem hafa viðurkennt sjálfstæði. Fréttablaðið birti viðtal við Ghali fyrr í mánuðinum þar sem hann þakkaði forsætisráðherra kærlega fyrir fundinn og sagðist hafa rætt um þjáningu Sahrawi-þjóðarinnar og andspyrnuna gegn Marokkómönnum. Hann sagðist að auki hrifinn af Íslandi og kvaðst hafa lært um Íslendinga og sjálfstæðisbaráttu þeirra í öðrum bekk. Sendiherrann Radi segir að leiðtogar Polisario hafi í gegnum tíðina nýtt sér velvild annarra þjóða. „Þetta er of boðsleg tækifærismennska. Trúir þú því virkilega að, eins og hann sagði í viðtalinu, hann hafi lært um Ísland í spænskum nýlenduskóla, þá undir stjórn fasistans Franco? Þetta er bara einhver fullyrðing til að vekja samhug á meðal Íslendinga.“ Í viðtalinu ræddi Ghali um kúgun Marokkómanna og pólitíska fangelsun mótmælenda í Vestur-Sahara. Radi segir þetta af og frá. „Það býr næstum milljón á þessu svæði. Einungis örfá hundruð þeirra deila sjónarmiðum þessa manns. Þessi minnihluti þarf að vekja athygli á sér með því að ögra,“ segir Radi og tekur einnig fram að Marokkó sé ekki haldið „stækkunarkreddu“, eins og Ghali hélt fram. Þannig fullyrðingar séu undarlegar. Að sögn Radi grundvallast tilkall Marokkómanna til Vestur-Sahara á því að svæðið hafi tilheyrt Marokkó áður en Spánverjar og Frakkar eignuðu sér Marokkó árið 1912. „Marokkó er þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera eitt fárra ríkja á jörðu sem var nýlenda tveggja ríkja á sama tíma. Vegna landfræðilegrar og strategískrar legu Marokkó, sem hefur aðgengi að Miðjarðarhafi, Atlantshafi og Afríku sunnan Sahara, sameinuðu þessi nýlenduveldi krafta sína gegn Marokkó og sundruðu ríkinu.“ Þá segir sendiherrann að á meðan unnið er að lausn á Vestur-Saharadeilunni undir handleiðslu Sameinuðu þjóðanna beri Marokkó skylda til þess að sjá íbúum svæðisins fyrir menntun, heilbrigðisaðstoð, innviðum og atvinnu. „Öryggisráð SÞ, Evrópusambandið og bandaríska öldungadeildin hafa öll sagt að þetta sé hlutverk og skylda Marokkó.“ Spænskir dómstólar opnuðu árið 2016 á ný rannsókn á Ghali þar sem hann er meðal annars sakaður um þjóðarmorð, stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og pyntingar, samkvæmt fréttum meðal annars spænska miðilsins El País og breska ríkisútvarpsins. Glæpirnir eiga að hafa átt sér stað í Tindouf-flóttamannabúðunum í Alsír. Í samtali við Fréttablaðið sagði Ghali ásakanirnar rangar og tilhæfulausar. Andstæðingarnir í Marokkó væru sérfræðingar í að ljúga um leiðtoga Sahrawi-þjóðarinnar. Radi segir að þótt það eigi ekki að neita Ghali um að vera álitinn saklaus uns sekt er sönnuð þurfi að átta sig á alvarleika ásakananna. „Þessi manneskja er sökuð og sótt til saka í Evrópu fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð sem og alvarleg og endurtekin kynferðisbrot og nauðganir ungra kvenna í flóttamannabúðum,“ segir Radi og bætir við: „Ég harma það að fólk á Íslandi styðji og auki á sýnileika nokkurs með svo umdeilanlega ímynd.“
Birtist í Fréttablaðinu Marokkó Utanríkismál Vestur-Sahara Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira