Af fordómum Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 20. apríl 2019 11:00 Mér fannst hræðilegt að lesa frásögn Guðmundar Andra Thorssonar alþingismanns um hvernig hann varð fyrir áreiti manns sem augljóslega var ekki í jafnvægi. Ég er hjartanlega sammála Guðmundi Andra um að við þurfum öll að gæta okkar á því að næra ekki reiðina í samfélaginu. Það þýðir ekki að við hættum að takast á. Við eigum að rífast og rökræða, deilurnar geta orðið hvassar og fólki getur hlaupið kapp í kinn. En við þurfum að gæta okkur á því að átökin leiði ekki til þess að við hættum að líta á hvert annað sem manneskjur. Ef við hópgerum fólk, þá er stutt í hatrið; það er auðveldara að hata hópa en einstaklinga. Um það má finna sorgleg dæmi í mannkynssögunni. Guðmundur var staddur í búð í Garðabæ þegar atvikið átti sér stað. Hann kunni engin deili á manninum og því brá mér nokkuð þegar ég las lýsingu hans af honum: „Hann leit út eins og hver annar, sorrý með mig, Garðbæingur (sbr Baggalútslagið)...“ og síðan: „Verðbréfagutti í kasúal klæðnaði. En hann var samt ekki alveg þessháttar maður...“ „Ekki alveg þessháttar“ en Guðmundur fann samt til hóp sem maðurinn óþekkti tilheyrði. Þessir fordómar Guðmundar Andra gegn fólki sem býr í Garðabænum og starfar á verðbréfamarkaði eru hættulegir, sérstaklega vegna þess að þeir koma frá alþingismanni. Þeir næra reiðina. Það er augljóslega djúpt á þessum fordómum, því það er sjaldgæft að sjá fólk gagnrýna fordóma annarra með jafn fordómafullum hætti. Samfylkingarfólk er nefnilega hvorki vont né ruglað og Garðbæingar og verðbréfamiðlarar eru það ekki heldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Mér fannst hræðilegt að lesa frásögn Guðmundar Andra Thorssonar alþingismanns um hvernig hann varð fyrir áreiti manns sem augljóslega var ekki í jafnvægi. Ég er hjartanlega sammála Guðmundi Andra um að við þurfum öll að gæta okkar á því að næra ekki reiðina í samfélaginu. Það þýðir ekki að við hættum að takast á. Við eigum að rífast og rökræða, deilurnar geta orðið hvassar og fólki getur hlaupið kapp í kinn. En við þurfum að gæta okkur á því að átökin leiði ekki til þess að við hættum að líta á hvert annað sem manneskjur. Ef við hópgerum fólk, þá er stutt í hatrið; það er auðveldara að hata hópa en einstaklinga. Um það má finna sorgleg dæmi í mannkynssögunni. Guðmundur var staddur í búð í Garðabæ þegar atvikið átti sér stað. Hann kunni engin deili á manninum og því brá mér nokkuð þegar ég las lýsingu hans af honum: „Hann leit út eins og hver annar, sorrý með mig, Garðbæingur (sbr Baggalútslagið)...“ og síðan: „Verðbréfagutti í kasúal klæðnaði. En hann var samt ekki alveg þessháttar maður...“ „Ekki alveg þessháttar“ en Guðmundur fann samt til hóp sem maðurinn óþekkti tilheyrði. Þessir fordómar Guðmundar Andra gegn fólki sem býr í Garðabænum og starfar á verðbréfamarkaði eru hættulegir, sérstaklega vegna þess að þeir koma frá alþingismanni. Þeir næra reiðina. Það er augljóslega djúpt á þessum fordómum, því það er sjaldgæft að sjá fólk gagnrýna fordóma annarra með jafn fordómafullum hætti. Samfylkingarfólk er nefnilega hvorki vont né ruglað og Garðbæingar og verðbréfamiðlarar eru það ekki heldur.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar