Vonar að árásarmaðurinn fái viðeigandi aðstoð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. apríl 2019 19:00 Íbúi við Kambsveg sem varð fyrir árás þegar ókunnugur maður réðist inn á heimili hans í gær segist vona að árásarmaðurinn fái viðeigandi aðstoð. Ellefu ára dóttur hans var mjög brugðið en brást hárrétt við aðstæðum. Betur fór en á horfðist en árásarmaðurinn er laus úr haldi. Skömmu áður en maðurinn réðist inn á heimilið hafði hann framið rán á bensínstöð í hverfinu þar sem hann hafði um 60.000 krónur af starfsmanni.Sjá einnig: Bensínstöðvarræningi réðst inn á heimili við Kambsveg og særði húsráðanda Fjölskyldan var að undirbúa kvöldmatinn í gærkvöldi þegar þau heyra læti á neðri hæðinni en Ingibjörg Carmen 11 ára var fyrst til að sjá manninn. „Hann var að tala við sjálfan sig held ég og hann var að segja að hann hafi verið að brjótast inn og hann væri að leita að hníf og svo kom pabbi niður á eftir mér og hann ætlaði bara að leiða hann út og þá kýldi hann hann. Ég sá bara beint þegar hann kýldi hann rosalega fast,“ segir Ingibjörg Carmen. Áður en pabbi hennar, Ingólfur Arnar Björnsson, kom niður hafði leigjandi sem einnig býr í húsinu reynt að sannfæra manninn um að yfirgefa húsið. „Þá ætlaði ég nú bara að biðja hann vinsamlegast að yfirgefa svæðið, hann væri í röngu húsi og eitthvað. Og þá kýlir hann mig fyrirvaralaust, þungt högg eins og sést og ég svona hálf vankast og missi eiginlega sjónina á öðru auganu, sé allt tvöfalt,“ segir Ingólfur, sem kveðst nokkuð heppinn að hafa sloppið með glóðarauga. Ingibjörg Carmen hljóp upp og sagði móður sinni að hringja í neyðarlínuna, en Ingólfi tókst sjálfum að gera lögreglu viðvart. „Þjónustan hjá lögreglunni var mjög góð og þeir voru komnir hingað mjög fljótt,“ segir Caryna Bolívar, móðir Ingibjargar. „Það fyrsta sem lögreglan sér er hann bara í hurðagættinni með hníf og lögreglan bara segir honum að sleppa hnífnum en hann gerir það ekki. Þannig að þeir sprauta, ég held þeir hafi tæmt alveg tvö piparúðaglös í andlitið á honum. En hann stóð bara kyrr,“ útskýrir Ingólfur. Maðurinn var handtekinn í framhaldinu en héraðsdómur synjaði í dag beiðni um gæsluvarðhald yfir honum en þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til Landsréttar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er greinilega mjög veikur einstaklingur og ég vona bara að hann fái þá hjálp sem hann þarf,“ segir Ingólfur. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira
Íbúi við Kambsveg sem varð fyrir árás þegar ókunnugur maður réðist inn á heimili hans í gær segist vona að árásarmaðurinn fái viðeigandi aðstoð. Ellefu ára dóttur hans var mjög brugðið en brást hárrétt við aðstæðum. Betur fór en á horfðist en árásarmaðurinn er laus úr haldi. Skömmu áður en maðurinn réðist inn á heimilið hafði hann framið rán á bensínstöð í hverfinu þar sem hann hafði um 60.000 krónur af starfsmanni.Sjá einnig: Bensínstöðvarræningi réðst inn á heimili við Kambsveg og særði húsráðanda Fjölskyldan var að undirbúa kvöldmatinn í gærkvöldi þegar þau heyra læti á neðri hæðinni en Ingibjörg Carmen 11 ára var fyrst til að sjá manninn. „Hann var að tala við sjálfan sig held ég og hann var að segja að hann hafi verið að brjótast inn og hann væri að leita að hníf og svo kom pabbi niður á eftir mér og hann ætlaði bara að leiða hann út og þá kýldi hann hann. Ég sá bara beint þegar hann kýldi hann rosalega fast,“ segir Ingibjörg Carmen. Áður en pabbi hennar, Ingólfur Arnar Björnsson, kom niður hafði leigjandi sem einnig býr í húsinu reynt að sannfæra manninn um að yfirgefa húsið. „Þá ætlaði ég nú bara að biðja hann vinsamlegast að yfirgefa svæðið, hann væri í röngu húsi og eitthvað. Og þá kýlir hann mig fyrirvaralaust, þungt högg eins og sést og ég svona hálf vankast og missi eiginlega sjónina á öðru auganu, sé allt tvöfalt,“ segir Ingólfur, sem kveðst nokkuð heppinn að hafa sloppið með glóðarauga. Ingibjörg Carmen hljóp upp og sagði móður sinni að hringja í neyðarlínuna, en Ingólfi tókst sjálfum að gera lögreglu viðvart. „Þjónustan hjá lögreglunni var mjög góð og þeir voru komnir hingað mjög fljótt,“ segir Caryna Bolívar, móðir Ingibjargar. „Það fyrsta sem lögreglan sér er hann bara í hurðagættinni með hníf og lögreglan bara segir honum að sleppa hnífnum en hann gerir það ekki. Þannig að þeir sprauta, ég held þeir hafi tæmt alveg tvö piparúðaglös í andlitið á honum. En hann stóð bara kyrr,“ útskýrir Ingólfur. Maðurinn var handtekinn í framhaldinu en héraðsdómur synjaði í dag beiðni um gæsluvarðhald yfir honum en þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til Landsréttar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er greinilega mjög veikur einstaklingur og ég vona bara að hann fái þá hjálp sem hann þarf,“ segir Ingólfur.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Sjá meira