Slysum vegna fíkniefnaaksturs fjölgar stórlega Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2019 18:51 Nærri þrefalt fleiri slösuðust í umferðarslysum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna í fyrra en fyrir áratug síðan og í fyrsta sinn er fíkniefnaakstur orðið stærra vandamál en ölvunarakstur. Samgönguráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni og að málið verði skoðað í tengslum við breytingar á umferðarlögum. Skýrsla Samgöngustofu um umferðarslys á síðasta ári var kynnt í morgun. Þar kemur fram að markmið um fimm prósenta fækkun alvarlegra slasaðra og látinna náðist ekki. Stefnt var að því að ná fjöldanum niður í 191 en niðurstaðan var 201. Fjærst markmiðum er fjöldi umferðarslysa vegna fíkniefnaaksturs en þeim fjölgar umtalsvert milli ára, eða úr 52 í 85. Aldrei hafa fleiri slasast völdum fíkniefna, en árið á undan var einnig það versta fram að því. Aftur á móti fækkar slösuðum vegna ölvunaraksturs úr 69 í 64 og í fyrra slösuðust í fyrsta sinn fleiri vegna fíkniefnaaksturs. „Ölvunarakstur var alltaf miklu stærra vandamál. Fíkniefnaslysin voru á milli tuttugu og fjörtíu lengst af og eru núna komin upp í 85 á meðan ölvunarakstursslysum hefur fækkað frá því sem mest var í kringum 2007 til 2009," segir Gunnar Geir Gunnarsson. deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar Samgöngustofu. Erfitt geti reynst að snúa þessari þróun við þar sem vandamálið sé flókið. „Við gerum ráð fyrir að þetta sé birtingarmynd af aukinni fíkniefnaneyslu og sem slíkt er þetta auðvitað breiðara vandamál en umferðaröryggisvandamál," segir Gunnar.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/EgillSamgönguráðherra segir þetta verulegt áhyggjuefni. „Við erum með umferðarlögin til umfjöllunar þar sem verið er að taka á þessum málum með svolítið nýjum hætti og horfa þá til Noregs," segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. „Það er þá aðallega er lítur að brotunum og hvernig á þeim er tekið. Það er verið að miða við það af því þetta er orðin svo fjölbreytt flóra," segir hann. Í norskum lögum eru skilgreind hátt í þrjátíu fíkniefni og leyfileg mörk þeirra í blóði og þvagi ökumanna, líkt og með áfengi hérlendis. „Ég held að við þurfum allavega að ræða það í þinginu hvort við þurfum að skerpa á þessu en ég held að við náum henni þó ekki til baka nema með því að taka á fíkniefnavandanum heildstætt," segir Sigurður Ingi. Umferðaröryggi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Nærri þrefalt fleiri slösuðust í umferðarslysum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna í fyrra en fyrir áratug síðan og í fyrsta sinn er fíkniefnaakstur orðið stærra vandamál en ölvunarakstur. Samgönguráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni og að málið verði skoðað í tengslum við breytingar á umferðarlögum. Skýrsla Samgöngustofu um umferðarslys á síðasta ári var kynnt í morgun. Þar kemur fram að markmið um fimm prósenta fækkun alvarlegra slasaðra og látinna náðist ekki. Stefnt var að því að ná fjöldanum niður í 191 en niðurstaðan var 201. Fjærst markmiðum er fjöldi umferðarslysa vegna fíkniefnaaksturs en þeim fjölgar umtalsvert milli ára, eða úr 52 í 85. Aldrei hafa fleiri slasast völdum fíkniefna, en árið á undan var einnig það versta fram að því. Aftur á móti fækkar slösuðum vegna ölvunaraksturs úr 69 í 64 og í fyrra slösuðust í fyrsta sinn fleiri vegna fíkniefnaaksturs. „Ölvunarakstur var alltaf miklu stærra vandamál. Fíkniefnaslysin voru á milli tuttugu og fjörtíu lengst af og eru núna komin upp í 85 á meðan ölvunarakstursslysum hefur fækkað frá því sem mest var í kringum 2007 til 2009," segir Gunnar Geir Gunnarsson. deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar Samgöngustofu. Erfitt geti reynst að snúa þessari þróun við þar sem vandamálið sé flókið. „Við gerum ráð fyrir að þetta sé birtingarmynd af aukinni fíkniefnaneyslu og sem slíkt er þetta auðvitað breiðara vandamál en umferðaröryggisvandamál," segir Gunnar.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/EgillSamgönguráðherra segir þetta verulegt áhyggjuefni. „Við erum með umferðarlögin til umfjöllunar þar sem verið er að taka á þessum málum með svolítið nýjum hætti og horfa þá til Noregs," segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. „Það er þá aðallega er lítur að brotunum og hvernig á þeim er tekið. Það er verið að miða við það af því þetta er orðin svo fjölbreytt flóra," segir hann. Í norskum lögum eru skilgreind hátt í þrjátíu fíkniefni og leyfileg mörk þeirra í blóði og þvagi ökumanna, líkt og með áfengi hérlendis. „Ég held að við þurfum allavega að ræða það í þinginu hvort við þurfum að skerpa á þessu en ég held að við náum henni þó ekki til baka nema með því að taka á fíkniefnavandanum heildstætt," segir Sigurður Ingi.
Umferðaröryggi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira