Sendi fjölmiðlum myndir af íslenskri stúlku fæddri á 23. viku meðgöngu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2019 07:57 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Í gærkvöldi sendi hún hópsendingu á íslenska fjölmiðla með myndum af íslenskri stúlku sem fæddist á 23. viku meðgöngu. Í gildandi lögum um þungunarrof er kveðið á um að slíkar aðgerðir skuli helst ekki framkvæma eftir lok 12. viku meðgöngutímans og aldrei síðar en eftir þá 16., „nema fyrir hendi séu ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður og lífi og heilsu konunnar stefnt í meiri hættu með lengri meðgöngu og/eða fæðingu eða að miklar líkur séu á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs.“Heimild til þungunarrofs til loka 22. viku Verði frumvarp Svandísar samþykkt, sem allt bendir til samkvæmt atkvæðagreiðslum hingað til, verður konum heimilt að fara í fóstureyðingu fram að lokum 22. viku meðgöngu. Ljóst er að frumvarpið er með þeim umdeildari sem komið hafa fyrir þingið í nokkurn tíma. Var Inga Sæland meðal annars ávítt af þingforseta fyrir orð sín í ræðustól Alþingis þar sem málið var til umræðu í vikunni.Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, vilja stytta tímann. Í Páll leggur til 20 vikur en Anna Kolbrún 18 vikur.Vísir/VilhelmÞar sagði hún ljóst að koma ætti frumvarpinu, sem Inga nefnir fóstureyðingarfrumvarpið, óbreyttu í gegnum þingið. „Það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrrahrópum og gleðihljóðum þegar við ætlum að taka ákvörðun um það að 22 vikna gamalt ófullburða barn verði drepið í móðurkviði. Ég mun alltaf segja nei,“ sagði Inga í ræðustól. Meðal þeirra sem hneyksluðust á ummælum Ingu var Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sem þakkaði fyrir faglega umræðu í þinginu hingað til. „En að nota þessi orð sem að hafa fallið hér, þetta er algjör viðbjóður og ég bara vil biðja um að við reynum að stilla okkur,“ sagði Helga Vala. Pósti Ingu til fjölmiðla fylgdu þrjár myndir af stúlkunni þegar hún fæddist á 23. viku meðgöngu og svo þrjár myndir af stúlkunni sem í dag er orðin þriggja ára. Tekur Inga fram að póstsendingin og dreifing myndanna sé með fullu samþykki foreldranna.Þrír ráðherrar sátu hjá Helsta deiluefnið í frumvarpi heilbrigðisráðherra er fjórða greinin sem tiltekur heimildina til þungunarrofs til loka 22. viku þungunar. Það skuli engu að síður allt framkvæmt eins fljótt og hægt er, helst fyrir lok 12. viku. 36 greiddu atkvæði með frumvarpinu að lokinni annarri umræðu í þinginu. Tíu greiddu atkvæði gegn, þingmenn Flokks fólksins og Miðflokksins, en átta sátu hjá. Þeirra á meðal ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir. Atkvæðagreiðslu um frumvarpið að lokinni þriðju umræðu hefur verið frestað fram í næstu viku. Alþingi Þungunarrof Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, heyir harða baráttu á Alþingi gegn þungunarrofsfrumvarpi Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Í gærkvöldi sendi hún hópsendingu á íslenska fjölmiðla með myndum af íslenskri stúlku sem fæddist á 23. viku meðgöngu. Í gildandi lögum um þungunarrof er kveðið á um að slíkar aðgerðir skuli helst ekki framkvæma eftir lok 12. viku meðgöngutímans og aldrei síðar en eftir þá 16., „nema fyrir hendi séu ótvíræðar læknisfræðilegar ástæður og lífi og heilsu konunnar stefnt í meiri hættu með lengri meðgöngu og/eða fæðingu eða að miklar líkur séu á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs.“Heimild til þungunarrofs til loka 22. viku Verði frumvarp Svandísar samþykkt, sem allt bendir til samkvæmt atkvæðagreiðslum hingað til, verður konum heimilt að fara í fóstureyðingu fram að lokum 22. viku meðgöngu. Ljóst er að frumvarpið er með þeim umdeildari sem komið hafa fyrir þingið í nokkurn tíma. Var Inga Sæland meðal annars ávítt af þingforseta fyrir orð sín í ræðustól Alþingis þar sem málið var til umræðu í vikunni.Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, vilja stytta tímann. Í Páll leggur til 20 vikur en Anna Kolbrún 18 vikur.Vísir/VilhelmÞar sagði hún ljóst að koma ætti frumvarpinu, sem Inga nefnir fóstureyðingarfrumvarpið, óbreyttu í gegnum þingið. „Það hefur þessi salur sannarlega sýnt með frábærum húrrahrópum og gleðihljóðum þegar við ætlum að taka ákvörðun um það að 22 vikna gamalt ófullburða barn verði drepið í móðurkviði. Ég mun alltaf segja nei,“ sagði Inga í ræðustól. Meðal þeirra sem hneyksluðust á ummælum Ingu var Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, sem þakkaði fyrir faglega umræðu í þinginu hingað til. „En að nota þessi orð sem að hafa fallið hér, þetta er algjör viðbjóður og ég bara vil biðja um að við reynum að stilla okkur,“ sagði Helga Vala. Pósti Ingu til fjölmiðla fylgdu þrjár myndir af stúlkunni þegar hún fæddist á 23. viku meðgöngu og svo þrjár myndir af stúlkunni sem í dag er orðin þriggja ára. Tekur Inga fram að póstsendingin og dreifing myndanna sé með fullu samþykki foreldranna.Þrír ráðherrar sátu hjá Helsta deiluefnið í frumvarpi heilbrigðisráðherra er fjórða greinin sem tiltekur heimildina til þungunarrofs til loka 22. viku þungunar. Það skuli engu að síður allt framkvæmt eins fljótt og hægt er, helst fyrir lok 12. viku. 36 greiddu atkvæði með frumvarpinu að lokinni annarri umræðu í þinginu. Tíu greiddu atkvæði gegn, þingmenn Flokks fólksins og Miðflokksins, en átta sátu hjá. Þeirra á meðal ráðherrarnir Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir. Atkvæðagreiðslu um frumvarpið að lokinni þriðju umræðu hefur verið frestað fram í næstu viku.
Alþingi Þungunarrof Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira