Sjálfstæðismenn munu skoða fjölmiðlafrumvarpið betur Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. maí 2019 06:15 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill efla einkarekna fjölmiðla. Fréttablaðið/Anton Brink „Þetta er auðvitað margbrotið mál sem margir hjá okkur hafa áhuga á og þurfa að tjá sig um. Þannig tekur það smá tíma að fara í gegnum þær umræður,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarpið fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en það var afgreitt úr ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Birgir segir málið í áframhaldandi meðferð hjá þingflokknum. „Við kláruðum það ekki á þessum fundi en fengum fína kynningu á því frá ráðherra. Við eigum eftir að ræða það betur í okkar hópi.“ Frá því að fyrstu drög frumvarpsins voru kynnt í lok janúar síðastliðins hefur það verið til vinnslu í ráðuneytinu. Bætt hefur verið við ákvæði um sérstakan stuðning við einkarekna fjölmiðla sem nemur allt að 5,15 prósentum af launakostnaði sem fellur undir lægra skattþrep tekjuskatts. Gert er ráð fyrir að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa nemi um 170 milljónum króna. Þá hefur verið bætt við greinargerð frumvarpsins stuttri málsgrein sem kemur inn á stöðu RÚV. Þar segir að athuga eigi hvort breyta skuli tekjuuppbyggingu RÚV, þar á meðal hvort draga skuli úr umsvifum á auglýsingamarkaði eða að fjármögnun verði aðeins byggð á opinberum fjármunum. Stefnt er að því að ljúka þeirri athugun fyrir árslok þegar samningur RÚV og ráðuneytisins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu rennur út. Alls bárust 29 umsagnir um málið meðan það var í samráðsferli í Samráðsgátt stjórnvalda. Flestar þeirra voru frá fjölmiðlum og sneru að skilyrðum fyrir styrkveitingum. Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu nú að ekki hafi þótt ástæða til að breyta einstökum ákvæðum þess. Þó hafi verið tekið tillit til umsagna og athugasemda eftir atvikum í endanlegri greinargerð. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
„Þetta er auðvitað margbrotið mál sem margir hjá okkur hafa áhuga á og þurfa að tjá sig um. Þannig tekur það smá tíma að fara í gegnum þær umræður,“ segir Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti frumvarpið fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en það var afgreitt úr ríkisstjórn síðastliðinn föstudag. Birgir segir málið í áframhaldandi meðferð hjá þingflokknum. „Við kláruðum það ekki á þessum fundi en fengum fína kynningu á því frá ráðherra. Við eigum eftir að ræða það betur í okkar hópi.“ Frá því að fyrstu drög frumvarpsins voru kynnt í lok janúar síðastliðins hefur það verið til vinnslu í ráðuneytinu. Bætt hefur verið við ákvæði um sérstakan stuðning við einkarekna fjölmiðla sem nemur allt að 5,15 prósentum af launakostnaði sem fellur undir lægra skattþrep tekjuskatts. Gert er ráð fyrir að árlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa nemi um 170 milljónum króna. Þá hefur verið bætt við greinargerð frumvarpsins stuttri málsgrein sem kemur inn á stöðu RÚV. Þar segir að athuga eigi hvort breyta skuli tekjuuppbyggingu RÚV, þar á meðal hvort draga skuli úr umsvifum á auglýsingamarkaði eða að fjármögnun verði aðeins byggð á opinberum fjármunum. Stefnt er að því að ljúka þeirri athugun fyrir árslok þegar samningur RÚV og ráðuneytisins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu rennur út. Alls bárust 29 umsagnir um málið meðan það var í samráðsferli í Samráðsgátt stjórnvalda. Flestar þeirra voru frá fjölmiðlum og sneru að skilyrðum fyrir styrkveitingum. Fram kemur í greinargerð með frumvarpinu nú að ekki hafi þótt ástæða til að breyta einstökum ákvæðum þess. Þó hafi verið tekið tillit til umsagna og athugasemda eftir atvikum í endanlegri greinargerð.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira