Fótbolti

Rússneskir landsliðsmenn á leið í steininn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pavel mætir fyrir dómara í dag.
Pavel mætir fyrir dómara í dag. vísir/getty
Rússnesku landsliðsmennirnir Pavel Mamaev og Alexander Kokorin eru á leið í fangelsi eftir atburðarás sem átti sér í Moskvu í október á síðasta ári.

Pavel er á mála hjá Krasnodar en hann er miðjumaður. Hann fékk sautján mánaða dóm en dómur Kokorin eru sextán mánuðir. Hann er framherji Zenit frá Pétursborg.

Tvímenningarnir réðust að viðskiptaráðherra Rússlands og fleiri af hans starfsmönnum á hóteli í Moskvu á síðasta ári en þeir hafa nú þegar setið inni frá atvikinu.

Kokorin á 48 leiki fyrir rússneska landsliðið en hann tók þátt á EM 2012 og 2016. Einnig HM 2014. Pavel hefur spilað fimmtán leiki fyrir Rússland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×