Bandaríski fjárfestingasjóðurinn búinn að eignast stóran hlut í Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2019 10:49 Icelandair Group hefur að undanförnu verið að vinna úr talsverðum taprekstri. Vísir/Vilhelm Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Management hefur eignast 12,4 prósenta hlut í Icelandair Group eftir að kaup félagsins á 11,5 prósenta hlut í félaginu gengu í gegn í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til kauphallar þar sem tilkynnt er um breytingu á verulegum hluta atkvæðisréttar. Í byrjun apríl var tilkynnt að fjárfestingasjóðurinn, sem rekinn er í Boston, hafði gert bindandi samkomulag um kaup á 625 milljónum nýrra hluta í Icelandair Group fyrir 5,6 milljarða króna. Kaupin voru háð samþykki hluthafafundar sem samþykkti þann 24. apríl að veita stjórn félagsins heimild til að þess að gefa út nýtt hlutafé vegna samkomulagsins við bandaríska fjárfestingasjóðinn. Eftir kaupin á PAR Capital Management alls 675 milljónir hluta í Icelandair Group, eða 12,42 prósent hlutafjár félagsins. PAR Investment Partners, sjóður á vegum PAR Capital heldur utan um eignarhlutinn í Icelandair Group.United Airlines er eitt stærsta flugfélag Bandaríkjanna.Vísir/GettyÞegar kaupin voru kynnt sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, að koma bandaríska sjóðsins væri mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair. Mikil reynsla og þekking væri að koma inn í hluthafahópinn með kaupunum.Á meðal helstu eigna sjóðsins eru bandarísku flugfélögin United Airlines, Delta, Southwest Airlines, JetBlue og bókunarvefurinn Expedia. Icelandair Group tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hefur félagið leitað margvíslegra leiða til þess að snúa við taprekstrinum, meðal annars með því að selja stóran hlut í Icelandair Hotels, en talið er að viðræður um kaup malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation á hótelkeðjunni séu á lokametrunum. Eigandi sjóðsins er hinn litríki eigandi breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, Vincent Tan. Það sem af er degi hafa hlutabréf Icelandair hækkað um 4,4 prósent og standa þau nú í 9,75. Samkvæmt samkomulaginu við PAR Capital voru kaup félagsins á hlutafé í Icelandair Group gerð á genginu 9,03 á hlut. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Kaup eftir þrot ekki tilviljun Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir að það sé líklega ekki tilviljun að bandaríska fjárfestingarfélagið PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group skömmu eftir að WOW air varð gjaldþrota. 4. apríl 2019 07:30 Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19 Söguleg erlend fjárfesting í Icelandair Fyrirhuguð kaup bandaríska fjárfestingarsjóðsins PAR Capital Management á 11,5% hlut í Icelandair er meiri erlend fjárfesting en áður í sögu félagsins, að mati fyrrverandi forstjóra þess. Hann segir jákvætt að erlendir fjárfestar komi að rekstri íslenskra flugfélaga. 3. apríl 2019 12:00 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Management hefur eignast 12,4 prósenta hlut í Icelandair Group eftir að kaup félagsins á 11,5 prósenta hlut í félaginu gengu í gegn í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til kauphallar þar sem tilkynnt er um breytingu á verulegum hluta atkvæðisréttar. Í byrjun apríl var tilkynnt að fjárfestingasjóðurinn, sem rekinn er í Boston, hafði gert bindandi samkomulag um kaup á 625 milljónum nýrra hluta í Icelandair Group fyrir 5,6 milljarða króna. Kaupin voru háð samþykki hluthafafundar sem samþykkti þann 24. apríl að veita stjórn félagsins heimild til að þess að gefa út nýtt hlutafé vegna samkomulagsins við bandaríska fjárfestingasjóðinn. Eftir kaupin á PAR Capital Management alls 675 milljónir hluta í Icelandair Group, eða 12,42 prósent hlutafjár félagsins. PAR Investment Partners, sjóður á vegum PAR Capital heldur utan um eignarhlutinn í Icelandair Group.United Airlines er eitt stærsta flugfélag Bandaríkjanna.Vísir/GettyÞegar kaupin voru kynnt sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, að koma bandaríska sjóðsins væri mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair. Mikil reynsla og þekking væri að koma inn í hluthafahópinn með kaupunum.Á meðal helstu eigna sjóðsins eru bandarísku flugfélögin United Airlines, Delta, Southwest Airlines, JetBlue og bókunarvefurinn Expedia. Icelandair Group tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hefur félagið leitað margvíslegra leiða til þess að snúa við taprekstrinum, meðal annars með því að selja stóran hlut í Icelandair Hotels, en talið er að viðræður um kaup malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation á hótelkeðjunni séu á lokametrunum. Eigandi sjóðsins er hinn litríki eigandi breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, Vincent Tan. Það sem af er degi hafa hlutabréf Icelandair hækkað um 4,4 prósent og standa þau nú í 9,75. Samkvæmt samkomulaginu við PAR Capital voru kaup félagsins á hlutafé í Icelandair Group gerð á genginu 9,03 á hlut.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Kaup eftir þrot ekki tilviljun Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir að það sé líklega ekki tilviljun að bandaríska fjárfestingarfélagið PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group skömmu eftir að WOW air varð gjaldþrota. 4. apríl 2019 07:30 Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19 Söguleg erlend fjárfesting í Icelandair Fyrirhuguð kaup bandaríska fjárfestingarsjóðsins PAR Capital Management á 11,5% hlut í Icelandair er meiri erlend fjárfesting en áður í sögu félagsins, að mati fyrrverandi forstjóra þess. Hann segir jákvætt að erlendir fjárfestar komi að rekstri íslenskra flugfélaga. 3. apríl 2019 12:00 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Kaup eftir þrot ekki tilviljun Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir að það sé líklega ekki tilviljun að bandaríska fjárfestingarfélagið PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group skömmu eftir að WOW air varð gjaldþrota. 4. apríl 2019 07:30
Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19
Söguleg erlend fjárfesting í Icelandair Fyrirhuguð kaup bandaríska fjárfestingarsjóðsins PAR Capital Management á 11,5% hlut í Icelandair er meiri erlend fjárfesting en áður í sögu félagsins, að mati fyrrverandi forstjóra þess. Hann segir jákvætt að erlendir fjárfestar komi að rekstri íslenskra flugfélaga. 3. apríl 2019 12:00
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00