Liðsrúta Barcelona skildi Messi eftir á Anfield í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2019 09:00 Lionel Messi gengur af velli á Anfield í gær með fyrirliðabandið í hendi. Getty/Chris Brunskill Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. Barceolona missti niður 3-0 forskot úr fyrri leiknum og steinlá 4-0 á móti Liverpool í seinni undanúrslitaleik liðanna í gærkvöldi. Lionel Messi skoraði tvö mörk í fyrri leiknum en mátti sín lítils á Anfield í gær á móti huguðu Liverpool liði. Eftir leikinn vildu allir í Barcelona komast sem fyrst í burtu enda algjör martraðarkvöld að baki. Vandamálið var Lionel Messi. Ekki voru það stælar í Argentínumanninum eða of mörg viðtöl. Messi hunsaði alla blaðamenn eftir leikinn og veitti engin viðtöl. Hann gekk bara niðurlútur í gegnum viðtalssvæðið. Lionel Messi var hins vegar tekinn í lyfjapróf og það getur oft tekið sinn tíma að skila af sér í glasið eftir leik sem þennan. Messi sat á meðan fastur í lyfjaeftirlitsherberginu. Spænska sjónvarpsstöðin El Chiringuito sagði síðan frá því að Messi hafi verið skilinn eftir á Anfield því liðsrútan beið ekki eftir því að hann kláraði lyfjaprófið. Messi þurfti því að redda sér sjálfur út á flugvöll til að ná fluginu suður til Barcelona seinna um kvöldið. Tapið í gær er mikið áfall fyrir Lionel Messi og félaga en Messi sjálfur lagði höfuðáherslu á að vinna Meistaradeildina á þessu tímabili. Þetta var líka annað árið í röð þar sem Barcelona nær góðum úrslitum í fyrri leiknum en steinliggur svo á útivelli. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Fleiri fréttir Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Sjá meira
Leikmönnum og starfsfólki Barcelona lá svo á að komast í burtu af Anfield eftir rassskellinn í gær að liðsrúta Barcelona fór af svæðinu án stærstu stjörnu liðsins. Barceolona missti niður 3-0 forskot úr fyrri leiknum og steinlá 4-0 á móti Liverpool í seinni undanúrslitaleik liðanna í gærkvöldi. Lionel Messi skoraði tvö mörk í fyrri leiknum en mátti sín lítils á Anfield í gær á móti huguðu Liverpool liði. Eftir leikinn vildu allir í Barcelona komast sem fyrst í burtu enda algjör martraðarkvöld að baki. Vandamálið var Lionel Messi. Ekki voru það stælar í Argentínumanninum eða of mörg viðtöl. Messi hunsaði alla blaðamenn eftir leikinn og veitti engin viðtöl. Hann gekk bara niðurlútur í gegnum viðtalssvæðið. Lionel Messi var hins vegar tekinn í lyfjapróf og það getur oft tekið sinn tíma að skila af sér í glasið eftir leik sem þennan. Messi sat á meðan fastur í lyfjaeftirlitsherberginu. Spænska sjónvarpsstöðin El Chiringuito sagði síðan frá því að Messi hafi verið skilinn eftir á Anfield því liðsrútan beið ekki eftir því að hann kláraði lyfjaprófið. Messi þurfti því að redda sér sjálfur út á flugvöll til að ná fluginu suður til Barcelona seinna um kvöldið. Tapið í gær er mikið áfall fyrir Lionel Messi og félaga en Messi sjálfur lagði höfuðáherslu á að vinna Meistaradeildina á þessu tímabili. Þetta var líka annað árið í röð þar sem Barcelona nær góðum úrslitum í fyrri leiknum en steinliggur svo á útivelli.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Sport „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Fleiri fréttir Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Sjá meira