Barcelona mætir á Anfield í kvöld með 3-0 forskot frá því í fyrri leiknum og Liverpool þarf því 4-0 sigur til að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það verður afar erfitt á móti frábæru fótboltaliðið þótt að Evrópukvöld á Anfield séu náttúrulega engu lík.
Leikur Liverpool og Barcelona hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30.
Þeir Luis Suárez og Philippe Coutinho eru báðir fyrrum leikmenn Liverpool sem félagið seldi fyrir mikinn pening til spænska liðsins.
Kapparnir þekkja vel til á Anfield og hér fyrir neðan má sjá þegar Suarez og Coutinho stilltu sér upp fyrir framan Liverpool merkið. Barcelona birti myndina síðan á samfélagsmiðlum sínum.
Anfield
@LuisSuarez9 & @Phil_Coutinho
Let’s do this! pic.twitter.com/AHdH9Tj8ui
— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 7, 2019
Luis Suárez fór frá Liverpool til Barcelona í júlí 2014 fyrir tæpar 65 milljónir punda og Philippe Coutinho fór sömu leið í janúar 2018 fyrir 105 milljónir punda. Barcelona gæti þó endað á því að borga Liverpool 142 milljónir punda fyrir Coutinho.
Luis Suárez skoraði 82 mörk í 133 leikjum fyrir Liverpool í öllum keppnum frá 2011 til 2014 þar af 69 mörk í 110 deildarleikjum. Hann hefur síðan skoraði 177 mörk í 246 leikjum fyrir Barcelona.
Philippe Coutinho skoraði 54 mörk í 201 leik fyrir Liverpool í öllum keppnum frá 2013 til 2017 þar af 41 mark í 152 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. hann hefur skorað 21 mark í 73 leikjum með Barcelona liðinu.
Hér fyrir neðan má einnig sjá myndir af Barcelona liðinu æfa á Anfield.
[INSIDE VIEW]
The team's first hours in before tonight's big game!
#LFCBarça
— FC Barcelona (@FCBarcelona) May 7, 2019