Klopp gæti notað nítján ára gutta í fyrsta sinn á móti Barcelona í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2019 15:00 Rhian Brewster. Getty/Nick Taylor Liverpool verður án tveggja af öflugustu sóknarmönnum sínum í seinni leiknum á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta gæti opnað möguleikann fyrir markakóng HM 17 ára landsliða frá 2017. Framlína Liverpool liðsins lítur ekkert allt of vel út eftir nýjustu forföllin. Mohamed Salah er að glíma við eftirmála höfuðhöggs og Roberto Firmino er tognaður á vöðva. Þeir verða hvorugur með á Anfield í kvöld. Leikur Liverpool og Barcelona hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30.NEW: Jurgen Klopp confirms HUGE opportunity for Rhian Brewster vs. Barcelona https://t.co/xA0yI7Jl2L — This Is Anfield (@thisisanfield) May 7, 2019„Við getum ekki notað tvo af bestu framherjum heims og þurfum að skora fjögur mörk. Það gerir þetta ekki auðveldara fyrir okkur en á meðan við erum með ellefu leikmenn inn á vellinum þá reynum við,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Enskir blaðamenn veltu upp möguleikanum á því að nota táninginn Rhian Brewster. Rhian Brewster sló í gegn með unglingalandsliði Englendinga en missti af undirbúningstímabilinu og stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla á ökkla og liðböndum í hné."He has been in outstanding shape for the last three or four weeks" Jurgen Klopp on Rhian Brewster.https://t.co/BK2eohgumg — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 6, 2019Rhian Brewster er fæddur 1. apríl árið 2000. Hann skoraði 20 mörk í 22 leikjum með enska sautján ára landsliðinu á árunum 2016 til 2017 og varð heimsmeistari með liðinu í október 2017. Brewster varð líka markahæstur á mótinu með átta mörk en hann skoraði þrennu í undanúrslitaleiknum á móti Brasilíu og eitt mark í úrslitaleiknum á móti Spáni. Rhian Brewster meiddist hins vegar í leik með 23 ára liði Liverpool í janúar 2018 og það hefur tekið langan tíma fyrir hann að koma til baka.2nd leg tomorrow, time to show what @LFC are about! pic.twitter.com/UFMdCVltEp — Rhian Brewster (@RhianBrewster9) May 6, 2019 Meiðslavandræðin í framlínunni þýða aftur á móti að Rhian Brewster er í hópnum í kvöld og gæti spilað. Þetta verður aðeins í annað skiptið sem Rhian Brewster er í leikmannahópnum hjá Klopp. Hann var áður ónotaður varamaður í leik á móti Crystal Palace í apríl 2017. „Það er góður möguleiki á því að hann verði með,“ sagði Jürgen Klopp aðspurður um hinn nítján ára gamla Rhian Brewster. Klopp hrósaði stráknum líka fyrir frammistöðu sína undanfarnar vikur. „Hann er tilbúinn. Kringumstæðurnar eru oft svona. Í fullkomnum heimi ertu alltaf með mun fleiri leikmenn en komast fyrir í hópnum,“ sagði Jürgen Klopp um Rhian Brewster. „Rhian er nú kominn til okkar eftir að hafa verið mikið meiddur. Hann hefur orðið betri og betri með hverjum deginum. Hann hefur verið í frábæru formi á æfingum síðustu þrjár til fjórar vikurnar en hann er ekki sá eini,“ sagði Klopp. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira
Liverpool verður án tveggja af öflugustu sóknarmönnum sínum í seinni leiknum á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta gæti opnað möguleikann fyrir markakóng HM 17 ára landsliða frá 2017. Framlína Liverpool liðsins lítur ekkert allt of vel út eftir nýjustu forföllin. Mohamed Salah er að glíma við eftirmála höfuðhöggs og Roberto Firmino er tognaður á vöðva. Þeir verða hvorugur með á Anfield í kvöld. Leikur Liverpool og Barcelona hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30.NEW: Jurgen Klopp confirms HUGE opportunity for Rhian Brewster vs. Barcelona https://t.co/xA0yI7Jl2L — This Is Anfield (@thisisanfield) May 7, 2019„Við getum ekki notað tvo af bestu framherjum heims og þurfum að skora fjögur mörk. Það gerir þetta ekki auðveldara fyrir okkur en á meðan við erum með ellefu leikmenn inn á vellinum þá reynum við,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Enskir blaðamenn veltu upp möguleikanum á því að nota táninginn Rhian Brewster. Rhian Brewster sló í gegn með unglingalandsliði Englendinga en missti af undirbúningstímabilinu og stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla á ökkla og liðböndum í hné."He has been in outstanding shape for the last three or four weeks" Jurgen Klopp on Rhian Brewster.https://t.co/BK2eohgumg — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 6, 2019Rhian Brewster er fæddur 1. apríl árið 2000. Hann skoraði 20 mörk í 22 leikjum með enska sautján ára landsliðinu á árunum 2016 til 2017 og varð heimsmeistari með liðinu í október 2017. Brewster varð líka markahæstur á mótinu með átta mörk en hann skoraði þrennu í undanúrslitaleiknum á móti Brasilíu og eitt mark í úrslitaleiknum á móti Spáni. Rhian Brewster meiddist hins vegar í leik með 23 ára liði Liverpool í janúar 2018 og það hefur tekið langan tíma fyrir hann að koma til baka.2nd leg tomorrow, time to show what @LFC are about! pic.twitter.com/UFMdCVltEp — Rhian Brewster (@RhianBrewster9) May 6, 2019 Meiðslavandræðin í framlínunni þýða aftur á móti að Rhian Brewster er í hópnum í kvöld og gæti spilað. Þetta verður aðeins í annað skiptið sem Rhian Brewster er í leikmannahópnum hjá Klopp. Hann var áður ónotaður varamaður í leik á móti Crystal Palace í apríl 2017. „Það er góður möguleiki á því að hann verði með,“ sagði Jürgen Klopp aðspurður um hinn nítján ára gamla Rhian Brewster. Klopp hrósaði stráknum líka fyrir frammistöðu sína undanfarnar vikur. „Hann er tilbúinn. Kringumstæðurnar eru oft svona. Í fullkomnum heimi ertu alltaf með mun fleiri leikmenn en komast fyrir í hópnum,“ sagði Jürgen Klopp um Rhian Brewster. „Rhian er nú kominn til okkar eftir að hafa verið mikið meiddur. Hann hefur orðið betri og betri með hverjum deginum. Hann hefur verið í frábæru formi á æfingum síðustu þrjár til fjórar vikurnar en hann er ekki sá eini,“ sagði Klopp.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Sjá meira