Ísraelski herinn nam í morgun úr gildi viðbúnað sem verið hefur í suðurhluta Ísraels síðustu daga. Útvarpsstöð Hamas á Gaza-ströndinni fullyrðir að vopnahlé hafi náðst á milli Hamas og Ísraelshers eftir ófrið síðustu daga þar sem margir hafa fallið.
Ekki hefur verið formlega greint frá vopnahléi en skólar og vegir sem höfðu verið lokaðir í suðurhluta landsins opnuðu að nýju í morgun.
Palestínskir heilbrigðisstarfsmenn segja að tuttugu og þrír hafi látið lífið í árásum Ísraelshers, þar af hafi verið sjö vígamenn Hamas en einnig tvær vanfærar konur og tvö börn.
Fjórir Ísraelsmenn létu lífið í átökunum þegar Hamasliðar skutu flugskeytum á ísraelskar landnemabyggðir. Það eru fyrstu dauðsföllin á meðal Ísraela af völdum flugskeyta síðan árið 2014.
Samið um vopnahlé á Gaza

Tengdar fréttir

Netanjahú reynir að höfða til þjóðernissinnaðri kjósenda
Nái Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, endurkjöri í þingkosningunum sem fram fara í Ísrael 9. apríl mun hann leitast eftir því að innlima þau svæði Vesturbakkans þar sem Ísraelar hafa aðsetur.

Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu
150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, samkvæmt ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið

Þunguð kona og barn á meðal fórnarlamba í gagnárás Ísraelshers
Að sögn Ísraelshers skutu Hamasliðar 430 eldflaugum yfir til Ísraels síðan á laugardag en loftvarnir hersins náðu að stöðva flestar þeirra en þó ekki allar því þrír óbreyttir borgarar særðust og einn lést.