Ætlaði með kjötexi inn í söluturn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2019 06:28 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt. vísir/hanna Klukkan rúmlega sjö í gærkvöldi var tilkynnt um mann sem var að fara inn í söluturn í Reykjavík með kjötexi. Lögreglubíll, sem var skammt frá staðnum þegar tilkynningin kom, og var búið að handtaka manninn og tryggja öryggi innan fjögurra mínútna að því er segir í dagbók lögreglu. Var maðurinn vistaður í fangageymslu lögreglu vegna vímuástands og má búast við því að hann verði kærður fyrir vopnalagabrot og vörslu fíkniefna. Þá var tilkynnt um mann með skotvopn við Landspítala upp úr klukkan sex í gærkvöldi. Greip lögregla til viðeigandi ráðstafana og var maðurinn handtekinn en í ljós kom að vopnið reyndist vera leikfang. Maðurinn var látinn laus eftir skýrslutöku. Rétt fyrir klukkan níu var svo óskað eftir aðstoð á veitingastað í Vesturbænum. Þar hafði kona farið frá ógreiddum reikningi og lagði veitingastaðurinn fram kæru vegna þess. Klukkan 21:15 var síðan tilkynnt um tvo menn sem voru ógnandi í garð gesta og starfsmanna á öldurhúsi í miðborg Reykjavíkur. Annar þeirra hafði gert sig líklegan til þess að skalla starfsmann öldurhússins og var með alls kyns ölvunarónæði gagnvart fólki inni á staðnum. Þá höfðu starfmenn sagt að hann væri með hníf á sér. Lögregla handtók manninn en hann brást illa við því. Við flutning á lögreglustöð hótaði hann lögreglumönnum, með mjög nákvæmum hætti, lífláti. Var maðurinn vistaður í fangageymslu þar til það verður hægt að yfirheyra hann. Þá var tilkynnt um slagsmál í miðborginni rétt fyrir miðnætti. Einn maður var handtekinn vegna málsins, grunaður um að hafa slegið annan mann í höfuðið. Málið er í rannsókn. Í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði og Garðabæ var svo maður handtekinn eftir þjófnað úr verslun. Hann var mjög ölvaður og því vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að yfirheyra hann. Nokkrir ökumenn voru svo teknir fyrir grun um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna, en alls gistu átta einstaklingar fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Klukkan rúmlega sjö í gærkvöldi var tilkynnt um mann sem var að fara inn í söluturn í Reykjavík með kjötexi. Lögreglubíll, sem var skammt frá staðnum þegar tilkynningin kom, og var búið að handtaka manninn og tryggja öryggi innan fjögurra mínútna að því er segir í dagbók lögreglu. Var maðurinn vistaður í fangageymslu lögreglu vegna vímuástands og má búast við því að hann verði kærður fyrir vopnalagabrot og vörslu fíkniefna. Þá var tilkynnt um mann með skotvopn við Landspítala upp úr klukkan sex í gærkvöldi. Greip lögregla til viðeigandi ráðstafana og var maðurinn handtekinn en í ljós kom að vopnið reyndist vera leikfang. Maðurinn var látinn laus eftir skýrslutöku. Rétt fyrir klukkan níu var svo óskað eftir aðstoð á veitingastað í Vesturbænum. Þar hafði kona farið frá ógreiddum reikningi og lagði veitingastaðurinn fram kæru vegna þess. Klukkan 21:15 var síðan tilkynnt um tvo menn sem voru ógnandi í garð gesta og starfsmanna á öldurhúsi í miðborg Reykjavíkur. Annar þeirra hafði gert sig líklegan til þess að skalla starfsmann öldurhússins og var með alls kyns ölvunarónæði gagnvart fólki inni á staðnum. Þá höfðu starfmenn sagt að hann væri með hníf á sér. Lögregla handtók manninn en hann brást illa við því. Við flutning á lögreglustöð hótaði hann lögreglumönnum, með mjög nákvæmum hætti, lífláti. Var maðurinn vistaður í fangageymslu þar til það verður hægt að yfirheyra hann. Þá var tilkynnt um slagsmál í miðborginni rétt fyrir miðnætti. Einn maður var handtekinn vegna málsins, grunaður um að hafa slegið annan mann í höfuðið. Málið er í rannsókn. Í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði og Garðabæ var svo maður handtekinn eftir þjófnað úr verslun. Hann var mjög ölvaður og því vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að yfirheyra hann. Nokkrir ökumenn voru svo teknir fyrir grun um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna, en alls gistu átta einstaklingar fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira