Netþrjótar reyna að svíkja fé út úr Póst- og fjarskiptastofnun í hverri viku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. maí 2019 20:30 Í hverri viku gera netþrjótar tilraun til að svíkja fé út úr Póst- og fjarskiptastofnun. Nokkuð hefur borið á því að almenningur fái send óumbeðin SMS, sem ýmist fela í sér einhvers konar svikatilraunir eða óbeina markaðssetningu. Með örum tækniframförum verður sífellt auðveldara að beina hvers konar markaðssetningu beint til fólks, meðal annars í gegnum síma, tölvupóst og SMS sendingar. Óumbeðin fjarskipti af slíkum toga eru ólögleg samkvæmt fjarskiptalögum. Engu að síður virðast slíkar skeytasendingar nokkuð algengar. „Það er talsvert um það að við séum að fá slík mál inn á okkar borð,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.„Það er óheimilt að senda markpóst á fólk nema það sé beinlínis fyrirfram búið að samþykkja að fá slíkan markpóst.“ Annar angi eru svo skeytasendingar þar sem reynt er að svindla á fólki og hafa af því fé. Þremur stærstu fjarskiptafyrirtækjunum hér á landi hafa ekki borist ábendingar um slík svik í gegnum SMS-skilaboð að neinu ráði samkvæmt svörum við fyrirspurn fréttastofu, en dæmi þekkjast erlendis. Algengara er að fólk og fyrirtæki verði fyrir barðinu á slíkum þrjótum í gegnum símtöl eða tölvupóst. „Hér á landi eru fyrirtæki því miður að lenda oft og tíðum illa í þessu. Við erum að tala um tjón upp á milljónir og jafnvel tugi milljóna per fyrirtæki. Og ég held að þetta sé því miður allt of útbreytt og fyrirtæki eru talsvert grandalaus um það að það er verið að svíkja út úr þeim fé í gegnum til dæmis tölvupóstsvik. Og þetta fé er illa endurheimt í gegnum bankakerfið ef þetta uppgötvast ekki strax,“ útskýrir Hrafnkell. Póst- og fjarskiptastofnun er ekki undanskilin slíkum tilraunum. „Ég held að það líði ekki sú vika sem að það er ekki reynt með einhverjum hætti að senda okkur einhvers konar svikapósta og biðja okkur að leggja inn peninga hér og þar og svo framvegis.“ Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Í hverri viku gera netþrjótar tilraun til að svíkja fé út úr Póst- og fjarskiptastofnun. Nokkuð hefur borið á því að almenningur fái send óumbeðin SMS, sem ýmist fela í sér einhvers konar svikatilraunir eða óbeina markaðssetningu. Með örum tækniframförum verður sífellt auðveldara að beina hvers konar markaðssetningu beint til fólks, meðal annars í gegnum síma, tölvupóst og SMS sendingar. Óumbeðin fjarskipti af slíkum toga eru ólögleg samkvæmt fjarskiptalögum. Engu að síður virðast slíkar skeytasendingar nokkuð algengar. „Það er talsvert um það að við séum að fá slík mál inn á okkar borð,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar.„Það er óheimilt að senda markpóst á fólk nema það sé beinlínis fyrirfram búið að samþykkja að fá slíkan markpóst.“ Annar angi eru svo skeytasendingar þar sem reynt er að svindla á fólki og hafa af því fé. Þremur stærstu fjarskiptafyrirtækjunum hér á landi hafa ekki borist ábendingar um slík svik í gegnum SMS-skilaboð að neinu ráði samkvæmt svörum við fyrirspurn fréttastofu, en dæmi þekkjast erlendis. Algengara er að fólk og fyrirtæki verði fyrir barðinu á slíkum þrjótum í gegnum símtöl eða tölvupóst. „Hér á landi eru fyrirtæki því miður að lenda oft og tíðum illa í þessu. Við erum að tala um tjón upp á milljónir og jafnvel tugi milljóna per fyrirtæki. Og ég held að þetta sé því miður allt of útbreytt og fyrirtæki eru talsvert grandalaus um það að það er verið að svíkja út úr þeim fé í gegnum til dæmis tölvupóstsvik. Og þetta fé er illa endurheimt í gegnum bankakerfið ef þetta uppgötvast ekki strax,“ útskýrir Hrafnkell. Póst- og fjarskiptastofnun er ekki undanskilin slíkum tilraunum. „Ég held að það líði ekki sú vika sem að það er ekki reynt með einhverjum hætti að senda okkur einhvers konar svikapósta og biðja okkur að leggja inn peninga hér og þar og svo framvegis.“
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira