Sara Björk Gunnarsdóttir varð þýskur meistari í fótbolta þriðja árið í röð þegar Wolfsburg vann Hoffenheim á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í dag.
Ein umferð er enn eftir í deildinni en Wolfsburg er með sjö stiga forskot á Bayern. Þó Bayern eigi leik til góða getur liðið ekki náð Söru og félögum og eru þær því meistarar.
Sara var að vanda í byrjunarliði Wolfsburg sem vann 1-0 sigur.
Þetta er þriðja árið sem Sara er hjá Wolfsborg og í þriðja árið sem hún verður Þýskalandsmeistari með félaginu. Þá hefur Wolfsburg einnig orðið bikarmeistari öll árin sem þrjú.

