Sögð leita logandi ljósi að góðum almannatengli í skugga háskólaskandals Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. maí 2019 10:49 Lori Loughlin og eiginmaður hennar Mossimo Giannulli. AP/Steven Senne Tveir þekktir almannatenglar í Bandaríkjunum, sem kjósa að koma ekki fram undir nafni, segja að bandaríska leikkonan Lori Loughlin, sem er þekktust fyrir frammistöðu sína í þáttunum Fuller House, og eiginmaður hennar og tískuhönnuðurinn Mossimo Giannulli leiti nú logandi ljósi að hinum eina rétta almannatengli sem gæti bætt laskaða ímynd þeirra og náð tökum á samfélagslegri umræðu eftir að í ljós kom að hjónin hefðu borgað rúmar 58 milljónir íslenskra króna til að koma dætrum sínum inn í virtan háskóla í Kaliforníu og logið því að þær væru afreksíþróttakonur í róðri. Hjónin sæta ákæru vegna málsins. Alríkissaksóknarar í Boston hafa ákært að minnsta kosti fimmtíu manns í tengslum við sviksamlegar skráningar á nemendum í háskólum á borð við Yale, Georgetown, Stanford og UCLA. Í ákærunum er því haldið fram að svikamyllunni hafi verið ætlað að hjálpa auðugum Bandaríkjamönnum að greiða fyrir því að börnin þeirra kæmust inn í bestu skólana. Foreldrarnir, sem allir eru efnaðir, eru sakaðir um að hafa beitt mútum og svikum til að tryggja börnunum sínum inngöngu.Sjá nánar: Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti Almannatenglarnir sem eru þekktir fyrir störf á sviði krísustjórnunar segja í samtali við CNN að hjónin hefðu leitað til þeirra. Loughlin taki illt umtal mjög nærri sér og lesi nánast allt sem skrifað sé um sig í blöðunum. „Ég trúi því í alvörunni að hún [Lori Loughlin] haldi að hún sé ekki að fara í fangelsi og að hún geti snúið aftur í vinnu“. Þeir segjast hafa hafnað boði hjónanna og ráðlagt þeim heldur að einbeita sér að dómsmálinu. Þegar því væri lokið væri fyrst hægt að skoða krísustjórnun. Bandaríkin Tengdar fréttir Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49 Felicity Huffman og fleiri játa sekt Huffman, Lori Loughlin og tugir annarra eru sökuð um að hafa beitt mútum og öðrum ólöglegum leiðum til að koma börnum sínum inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna og að svindla á inntökuprófum. 8. apríl 2019 21:27 „Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Um fjörutíu manns hafa verið ákærðir vegna svika sem áttu að gera auðugum Bandaríkjamönnum að kaupa börnunum sínum aðgang að fremstu háskólum landsins. 12. mars 2019 15:29 Dr. Dre dregur færslu um dóttur sína til baka eftir að upp komst um milljarða styrki "Dóttir mín komst inn í USC á eigin forsendum. Enginn á leiðinni í fangelsi,“ sagði rapparinn og athafnarmaðurinn Dr. Dre í færslu á samfélagsmiðlum en dóttir hans Truly Young fékk inngöngu inn í Háskólann í Suður-Kaliforníu á dögunum. 25. mars 2019 16:30 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Tveir þekktir almannatenglar í Bandaríkjunum, sem kjósa að koma ekki fram undir nafni, segja að bandaríska leikkonan Lori Loughlin, sem er þekktust fyrir frammistöðu sína í þáttunum Fuller House, og eiginmaður hennar og tískuhönnuðurinn Mossimo Giannulli leiti nú logandi ljósi að hinum eina rétta almannatengli sem gæti bætt laskaða ímynd þeirra og náð tökum á samfélagslegri umræðu eftir að í ljós kom að hjónin hefðu borgað rúmar 58 milljónir íslenskra króna til að koma dætrum sínum inn í virtan háskóla í Kaliforníu og logið því að þær væru afreksíþróttakonur í róðri. Hjónin sæta ákæru vegna málsins. Alríkissaksóknarar í Boston hafa ákært að minnsta kosti fimmtíu manns í tengslum við sviksamlegar skráningar á nemendum í háskólum á borð við Yale, Georgetown, Stanford og UCLA. Í ákærunum er því haldið fram að svikamyllunni hafi verið ætlað að hjálpa auðugum Bandaríkjamönnum að greiða fyrir því að börnin þeirra kæmust inn í bestu skólana. Foreldrarnir, sem allir eru efnaðir, eru sakaðir um að hafa beitt mútum og svikum til að tryggja börnunum sínum inngöngu.Sjá nánar: Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti Almannatenglarnir sem eru þekktir fyrir störf á sviði krísustjórnunar segja í samtali við CNN að hjónin hefðu leitað til þeirra. Loughlin taki illt umtal mjög nærri sér og lesi nánast allt sem skrifað sé um sig í blöðunum. „Ég trúi því í alvörunni að hún [Lori Loughlin] haldi að hún sé ekki að fara í fangelsi og að hún geti snúið aftur í vinnu“. Þeir segjast hafa hafnað boði hjónanna og ráðlagt þeim heldur að einbeita sér að dómsmálinu. Þegar því væri lokið væri fyrst hægt að skoða krísustjórnun.
Bandaríkin Tengdar fréttir Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49 Felicity Huffman og fleiri játa sekt Huffman, Lori Loughlin og tugir annarra eru sökuð um að hafa beitt mútum og öðrum ólöglegum leiðum til að koma börnum sínum inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna og að svindla á inntökuprófum. 8. apríl 2019 21:27 „Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Um fjörutíu manns hafa verið ákærðir vegna svika sem áttu að gera auðugum Bandaríkjamönnum að kaupa börnunum sínum aðgang að fremstu háskólum landsins. 12. mars 2019 15:29 Dr. Dre dregur færslu um dóttur sína til baka eftir að upp komst um milljarða styrki "Dóttir mín komst inn í USC á eigin forsendum. Enginn á leiðinni í fangelsi,“ sagði rapparinn og athafnarmaðurinn Dr. Dre í færslu á samfélagsmiðlum en dóttir hans Truly Young fékk inngöngu inn í Háskólann í Suður-Kaliforníu á dögunum. 25. mars 2019 16:30 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Sjá meira
Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49
Felicity Huffman og fleiri játa sekt Huffman, Lori Loughlin og tugir annarra eru sökuð um að hafa beitt mútum og öðrum ólöglegum leiðum til að koma börnum sínum inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna og að svindla á inntökuprófum. 8. apríl 2019 21:27
„Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Um fjörutíu manns hafa verið ákærðir vegna svika sem áttu að gera auðugum Bandaríkjamönnum að kaupa börnunum sínum aðgang að fremstu háskólum landsins. 12. mars 2019 15:29
Dr. Dre dregur færslu um dóttur sína til baka eftir að upp komst um milljarða styrki "Dóttir mín komst inn í USC á eigin forsendum. Enginn á leiðinni í fangelsi,“ sagði rapparinn og athafnarmaðurinn Dr. Dre í færslu á samfélagsmiðlum en dóttir hans Truly Young fékk inngöngu inn í Háskólann í Suður-Kaliforníu á dögunum. 25. mars 2019 16:30