Forseti Brasilíu afboðar komu sína til Bandaríkjanna í kjölfar mótmæla Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. maí 2019 10:36 Jair Bolsonaro er ekki vinsæll meðal náttúruverndar- og mannréttindasinna. Andre Coelho/Getty Jair Bolsonaro Brasilíuforseti hefur aflýst fyrirhugaðri ferð sinni til Bandaríkjanna eftir hávær mótmæli baráttufólks fyrir réttindum samkynhneigðra og náttúruverndarsinna, en Bolsonaro er, sökum pólitískrar afstöðu sinnar, ekki í hávegum hafður hjá áðurnefndum hópum. Bolsonaro segir sökina meðal annars liggja hjá Bill de Blasio, borgarstjóra New York. Ráðgert var að Bolsonaro myndi vera viðstaddur athöfn honum til heiðurs í New York síðar í þessum mánuði. Skipulagning viðburðarins var í höndum brasilísk-bandaríska verslunarráðsins. Náttúrusögusafn Bandaríkjanna hafði áður samþykkt að halda viðburðinn, sem fara átti fram í formi viðhafnarkvöldverðar til heiðurs Bolsonaro, þar sem hann yrði sæmdur verðlaununum „manneskja ársins.“ Safnið sætti mikilli gagnrýni eftir að ákvörðun þess var gerð opinber en Bolsonaro er í hópi þeirra þjóðarleiðtoga heimsins sem hvað mest hefur talað fyrir því að slaka á lögum og reglugerðum sem ætlað er að vernda náttúruna. Sem dæmi þess má nefna að árið 2002 lét hann hafa eftir sér í blaðaviðtali að ef hann sæi tvo menn kyssast úti á götu, mynd hann „berja þá.“ Í öðru viðtali, árið 2011, lét hann í veðri vaka að samkynhneigð og barnagirnd héldust í hendur og hélt því fram að „mörg börn sem ættleidd eru af samkynhneigðum pörum þurfa að þola misnotkun af hendi þeirra.“ Þó nokkrir bakhjarlar viðburðarins hafa í kjölfar gagnrýninnar sem litið hefur dagsins ljós dregið stuðning sinn við athöfnina til baka. Þeirra á meðal eru flugfélagið Delta, dagblaðið Financial Times og stjórnunarráðgjafafyrirtækið Bain & Co. Samkvæmt talsmanni forsetans, hershöfðingjanum Otavio Rego Barros, mun Bolsonaro ekki sækja viðburðinn sökum „andspyrnu og meðvitaðra árása borgarstjóra New York-borgar og þrýstings hagsmunahópa“ á skipuleggjendur viðburðarins. Borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio hefur meðal annars sagt Bolsonaro vera mjög hættulega manneskju. „Hann er ekki bara hættulegur vegna augljósra kynþáttafordóma og hómófóbíu sem sem hann er haldinn, heldur er hann líka sú manneskja sem mest áhrif getur haft á það sem gerist í Amazon-regnskóginum í náinni framtíð,“ sagði borgarstjórinn í útvarpsviðtali í síðasta mánuði. Bandaríkin Brasilía Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Jair Bolsonaro Brasilíuforseti hefur aflýst fyrirhugaðri ferð sinni til Bandaríkjanna eftir hávær mótmæli baráttufólks fyrir réttindum samkynhneigðra og náttúruverndarsinna, en Bolsonaro er, sökum pólitískrar afstöðu sinnar, ekki í hávegum hafður hjá áðurnefndum hópum. Bolsonaro segir sökina meðal annars liggja hjá Bill de Blasio, borgarstjóra New York. Ráðgert var að Bolsonaro myndi vera viðstaddur athöfn honum til heiðurs í New York síðar í þessum mánuði. Skipulagning viðburðarins var í höndum brasilísk-bandaríska verslunarráðsins. Náttúrusögusafn Bandaríkjanna hafði áður samþykkt að halda viðburðinn, sem fara átti fram í formi viðhafnarkvöldverðar til heiðurs Bolsonaro, þar sem hann yrði sæmdur verðlaununum „manneskja ársins.“ Safnið sætti mikilli gagnrýni eftir að ákvörðun þess var gerð opinber en Bolsonaro er í hópi þeirra þjóðarleiðtoga heimsins sem hvað mest hefur talað fyrir því að slaka á lögum og reglugerðum sem ætlað er að vernda náttúruna. Sem dæmi þess má nefna að árið 2002 lét hann hafa eftir sér í blaðaviðtali að ef hann sæi tvo menn kyssast úti á götu, mynd hann „berja þá.“ Í öðru viðtali, árið 2011, lét hann í veðri vaka að samkynhneigð og barnagirnd héldust í hendur og hélt því fram að „mörg börn sem ættleidd eru af samkynhneigðum pörum þurfa að þola misnotkun af hendi þeirra.“ Þó nokkrir bakhjarlar viðburðarins hafa í kjölfar gagnrýninnar sem litið hefur dagsins ljós dregið stuðning sinn við athöfnina til baka. Þeirra á meðal eru flugfélagið Delta, dagblaðið Financial Times og stjórnunarráðgjafafyrirtækið Bain & Co. Samkvæmt talsmanni forsetans, hershöfðingjanum Otavio Rego Barros, mun Bolsonaro ekki sækja viðburðinn sökum „andspyrnu og meðvitaðra árása borgarstjóra New York-borgar og þrýstings hagsmunahópa“ á skipuleggjendur viðburðarins. Borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio hefur meðal annars sagt Bolsonaro vera mjög hættulega manneskju. „Hann er ekki bara hættulegur vegna augljósra kynþáttafordóma og hómófóbíu sem sem hann er haldinn, heldur er hann líka sú manneskja sem mest áhrif getur haft á það sem gerist í Amazon-regnskóginum í náinni framtíð,“ sagði borgarstjórinn í útvarpsviðtali í síðasta mánuði.
Bandaríkin Brasilía Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira