Spurt fyrir vin Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 4. maí 2019 08:45 Vinur minn fílhraustur þurfti að leita sérfræðings á dögunum, vegna meiðsla á fæti. Strax skal tekið fram, að hann er ekki dauðvona, þótt stokkbólginn sé á fæti. Hann hringdi á nokkra staði fullviss um að fá tíma hjá lækni. Ertu með tilvísun? var spurt. Nei, ekki var það nú. Hringdu á heilsugæsluna og fáðu tíma hjá heimilislækninum. Þú færð tilvísun frá honum ef þetta er alvarlegt. Á heilsugæslunni var svarið að heimilislæknirinn væri bókaður, í fríi og á ráðstefnum eiginlega út sumarið, en vinur minn gæti komið og hitt hjúkrunarfræðing. Frábært. Minn maður mætti og beið í klukkutíma. Loks settist hann á stól í herbergi hjúkrunarfræðingsins, sem spurði nokkurra spurninga, en leit ekki á fótinn. Vinurinn spurði hvort hann gæti hitt lækni. Ekki núna, var svarið, kannski seinna. Nú bý ég ekki svo vel, að það sé læknir í fjölskyldunni, sagði vinurinn, er þá ómögulegt að fá lækni til að líta á fótinn? Sjáum til, sagði hjúkrunarfræðingurinn, og þessu viðtali sem okkar maður borgaði 1.200 krónur fyrir lauk 4 mínútum eftir að það hófst. Vinurinn hafði miklar þrautir þennan dag og vinnufélagi benti honum á læknavaktina. Þegar þangað kom sagði kurteis kona bak við gler: Í það minnsta klukkutíma bið, komdu eftir kvöldmat, þá er oft rólegra. Vinurinn fór heim og aftur af stað eftir kvöldmat. Konan bak við glerið sagði afsakandi: Hér er fullt og biðin minnst einn og hálfur tími. Okkar maður treysti sér ekki til að standa upp á endann svo lengi; hann fór aftur heim. Morguninn eftir var hringt frá heilsugæslunni og honum boðið að hitta lækni síðar um daginn. Læknirinn reyndist læknanemi. Hann skoðaði fótinn og taldi þetta og hitt líklegt, en ekkert víst. Kvað svo upp úr með að hann væri tregur til að ávísa á lyf og vísaði hvorki til sérfræðings né myndatöku. Minn maður var því engu nær. Aftur reiddi hann fram 1.200 krónur. Nú hefur vinur minn brutt verkjalyf og bólgueyðandi, keypt ótal krem og plástra til að setja á meiddið í á fjórðu viku, eytt í það tugum þúsunda, en allt kemur fyrir ekki. Verkirnir trufla vinnuna því hann sefur illa á nóttunni og haltrar um á daginn. Allir tapa. Okkar maður er á miðjum aldri og fullyrðir að fólk með álíka þrautir hafi ekki þurft að bíða lengi eftir stefnumóti við lækni, þegar hann var að alast upp. Hvernig varð svona stirðbusalegt bákn til í 330 þúsund sálna samfélagi, sem á fullt af sprengmenntuðum læknum? Af hverju er svona erfitt að fá tíma hjá sérfræðingi? Af hverju er kerfið svona: Ef viðkomandi er ekki dauðvona er engin leið að komast til sérfræðings án þess að kúldrast sárþjáður í röð tímum, dögum og vikum saman – nema eiga frænda eða frænku í stéttinni? Spyr sá sem ekki veit. PS. Allt fór þó vel hjá okkar manni. Eftir enn eina andvökunótt þoldi hann ekki lengur við, fór á bráðamóttökuna og fékk frábæra þjónustu. En samviskan nagaði hann svolítið yfir að sitja með beinbrotnum og bráðveikum, þegar hans mál hefði getað verið afgreitt með einfaldari hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vinur minn fílhraustur þurfti að leita sérfræðings á dögunum, vegna meiðsla á fæti. Strax skal tekið fram, að hann er ekki dauðvona, þótt stokkbólginn sé á fæti. Hann hringdi á nokkra staði fullviss um að fá tíma hjá lækni. Ertu með tilvísun? var spurt. Nei, ekki var það nú. Hringdu á heilsugæsluna og fáðu tíma hjá heimilislækninum. Þú færð tilvísun frá honum ef þetta er alvarlegt. Á heilsugæslunni var svarið að heimilislæknirinn væri bókaður, í fríi og á ráðstefnum eiginlega út sumarið, en vinur minn gæti komið og hitt hjúkrunarfræðing. Frábært. Minn maður mætti og beið í klukkutíma. Loks settist hann á stól í herbergi hjúkrunarfræðingsins, sem spurði nokkurra spurninga, en leit ekki á fótinn. Vinurinn spurði hvort hann gæti hitt lækni. Ekki núna, var svarið, kannski seinna. Nú bý ég ekki svo vel, að það sé læknir í fjölskyldunni, sagði vinurinn, er þá ómögulegt að fá lækni til að líta á fótinn? Sjáum til, sagði hjúkrunarfræðingurinn, og þessu viðtali sem okkar maður borgaði 1.200 krónur fyrir lauk 4 mínútum eftir að það hófst. Vinurinn hafði miklar þrautir þennan dag og vinnufélagi benti honum á læknavaktina. Þegar þangað kom sagði kurteis kona bak við gler: Í það minnsta klukkutíma bið, komdu eftir kvöldmat, þá er oft rólegra. Vinurinn fór heim og aftur af stað eftir kvöldmat. Konan bak við glerið sagði afsakandi: Hér er fullt og biðin minnst einn og hálfur tími. Okkar maður treysti sér ekki til að standa upp á endann svo lengi; hann fór aftur heim. Morguninn eftir var hringt frá heilsugæslunni og honum boðið að hitta lækni síðar um daginn. Læknirinn reyndist læknanemi. Hann skoðaði fótinn og taldi þetta og hitt líklegt, en ekkert víst. Kvað svo upp úr með að hann væri tregur til að ávísa á lyf og vísaði hvorki til sérfræðings né myndatöku. Minn maður var því engu nær. Aftur reiddi hann fram 1.200 krónur. Nú hefur vinur minn brutt verkjalyf og bólgueyðandi, keypt ótal krem og plástra til að setja á meiddið í á fjórðu viku, eytt í það tugum þúsunda, en allt kemur fyrir ekki. Verkirnir trufla vinnuna því hann sefur illa á nóttunni og haltrar um á daginn. Allir tapa. Okkar maður er á miðjum aldri og fullyrðir að fólk með álíka þrautir hafi ekki þurft að bíða lengi eftir stefnumóti við lækni, þegar hann var að alast upp. Hvernig varð svona stirðbusalegt bákn til í 330 þúsund sálna samfélagi, sem á fullt af sprengmenntuðum læknum? Af hverju er svona erfitt að fá tíma hjá sérfræðingi? Af hverju er kerfið svona: Ef viðkomandi er ekki dauðvona er engin leið að komast til sérfræðings án þess að kúldrast sárþjáður í röð tímum, dögum og vikum saman – nema eiga frænda eða frænku í stéttinni? Spyr sá sem ekki veit. PS. Allt fór þó vel hjá okkar manni. Eftir enn eina andvökunótt þoldi hann ekki lengur við, fór á bráðamóttökuna og fékk frábæra þjónustu. En samviskan nagaði hann svolítið yfir að sitja með beinbrotnum og bráðveikum, þegar hans mál hefði getað verið afgreitt með einfaldari hætti.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun