Gapastokkurinn Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 4. maí 2019 09:00 Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar dómsmálaráðherra um að meiðyrði varði ekki lengur opinberum refsingum er framfaramál. Þar með er verið að aðlaga meiðyrðalöggjöfina að ríkjandi túlkun á tjáningarfrelsi og einnig er verið að tryggja að þeir sem verða fyrir meiðyrðum geti sótt rétt sinn. Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðisins og eitt af því sem aðgreinir okkur frá einræðisríkjunum. Þar er hægt að refsa fólki fyrir skoðanir og ummæli með fangelsisvist og öðrum opinberum refsingum og varla hægt að ímynda sér neitt jafn þrúgandi eins og að geta ekki tjáð hug sinn. En tjáningarfrelsið verður ekki bara varið með lögum og reglum. Menning og tíðarandi skiptir máli. Því miður er farið að bera á því að einstakir hópar eru í raun farnir að ritstýra opinberri umræðu í landinu. Ofsafengin viðbrögð t.d. á netinu við ummælum eru til þess fallin að draga úr áhuga fólks til að tjá sig um málefni líðandi stundar. Vanalega er þessi ritskoðun færð í búning hinnar upplýstu umræðu, viðkomandi nær ekki upp í nef sér fyrir hneykslan og hinn „seki“ er kallaður öllum illum nöfnum, gerðar upp hinar verstu hvatir, gott ef viðkomandi er ekki gjörspillt handbendi o.s.frv. Verst er kannski að það skiptir máli hver segir hvað. Hinir og þessir eiga ekkert með að tjá sig um ákveðin málefni, nota ekki réttu hugtökin eða eru ekki á réttum aldri eða af réttu kyni. Ég ætla ekki að nefna dæmi, þið þekkið þetta úr umræðunni. En með öðrum orðum: einræðisstjórnir setja þegna sína í fangelsi fyrir rangar skoðanir, við setjum hvert annað í opinberan gapastokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan Skoðun Skoðun Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit skrifar Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Kona Anna Kristjana Helgadóttir skrifar Skoðun Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar Skoðun Orð skulu standa Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Dúabíllinn og kraftur sköpunar Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Viljum við það besta fyrir börnin okkar? Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar Skoðun Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Samræmd próf gegn stéttaskiptingu Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk Ingibjörg Ísaksen skrifar Skoðun VR og eldra fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Sjá meira
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar dómsmálaráðherra um að meiðyrði varði ekki lengur opinberum refsingum er framfaramál. Þar með er verið að aðlaga meiðyrðalöggjöfina að ríkjandi túlkun á tjáningarfrelsi og einnig er verið að tryggja að þeir sem verða fyrir meiðyrðum geti sótt rétt sinn. Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðisins og eitt af því sem aðgreinir okkur frá einræðisríkjunum. Þar er hægt að refsa fólki fyrir skoðanir og ummæli með fangelsisvist og öðrum opinberum refsingum og varla hægt að ímynda sér neitt jafn þrúgandi eins og að geta ekki tjáð hug sinn. En tjáningarfrelsið verður ekki bara varið með lögum og reglum. Menning og tíðarandi skiptir máli. Því miður er farið að bera á því að einstakir hópar eru í raun farnir að ritstýra opinberri umræðu í landinu. Ofsafengin viðbrögð t.d. á netinu við ummælum eru til þess fallin að draga úr áhuga fólks til að tjá sig um málefni líðandi stundar. Vanalega er þessi ritskoðun færð í búning hinnar upplýstu umræðu, viðkomandi nær ekki upp í nef sér fyrir hneykslan og hinn „seki“ er kallaður öllum illum nöfnum, gerðar upp hinar verstu hvatir, gott ef viðkomandi er ekki gjörspillt handbendi o.s.frv. Verst er kannski að það skiptir máli hver segir hvað. Hinir og þessir eiga ekkert með að tjá sig um ákveðin málefni, nota ekki réttu hugtökin eða eru ekki á réttum aldri eða af réttu kyni. Ég ætla ekki að nefna dæmi, þið þekkið þetta úr umræðunni. En með öðrum orðum: einræðisstjórnir setja þegna sína í fangelsi fyrir rangar skoðanir, við setjum hvert annað í opinberan gapastokk.
Skoðun Að spila með – Samfélagsmiðla- og tölvuleikjanotkun ungmenna Berglind Sveinbjörnsdóttir,Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er... Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar