40% ökunema falla í fyrstu tilraun við bóklega prófið Andri Eysteinsson skrifar 3. maí 2019 20:35 Hlutfall þeirra sem falla í fyrstu tilraun við bóklega prófið hefur aukist frá árunum 2017 og 2016. Vísir/Vilhelm 40,4% ökunema sem þreyta bóklegt próf, falla í fyrstu tilraun. Fallhlutfall hefur aukist úr 32,9% árið 2017 og 33,3% árið 2016 án þess að sérstakar breytingar hafi verið gerðar á kröfum eða þyngdarstigi prófa. Þetta segir Kjartan Þórðarson, sérfræðingur ökunáms hjá Samgöngustofu en Kjartan var í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Kjartan segir erfitt að átta sig á ástæðunni fyrir aukningunni. Rætt hefur verið um svokallaðar gildrur eða brelluspurningar sem þykja leynast í bóklegu prófunum Kjartan segir að ef komist upp um slíkar spurningar séu þær leiðréttar. „Um leið og við heyrum það að einhver segi að það séu einhverjar gildrur eða hægt að misskilja eitthvað leiðréttum við það eins og skot. Við erum með sex-sjö útgáfur af hverju prófi og við höldum þeim jafnþungum og allar spurningar ættu að skiljast,“ segir Kjartan. Frumherji heldur ökuprófin og kostar hvert bóklegt próf 3.900 krónur samkvæmt verðskrá Frumherja. Spurður að því hvort prófin væru þung til þess að sem flestir falli og þurfi að greiða fyrir að taka prófið aftur segir Kjartan að svo sé ekki. „Það er það fyrsta sem fólk hugsar þegar fallprósenta er há en það er ekki svo,“ segir Kjartan. Um 5000 ökunema þreyta prófið á ári hverju en það fer eftir stærð árgangs. Kjartan segir að það megi gefa sér að undirbúa þurfi nemendur betur fyrir prófið. Erfiðleikastig prófsins hafi ekkert breyst og þurfi því að skoða hækkandi fallhlutfall nánar. Reykjavík síðdegis Samgöngur Umferðaröryggi Bílpróf Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
40,4% ökunema sem þreyta bóklegt próf, falla í fyrstu tilraun. Fallhlutfall hefur aukist úr 32,9% árið 2017 og 33,3% árið 2016 án þess að sérstakar breytingar hafi verið gerðar á kröfum eða þyngdarstigi prófa. Þetta segir Kjartan Þórðarson, sérfræðingur ökunáms hjá Samgöngustofu en Kjartan var í viðtali í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Kjartan segir erfitt að átta sig á ástæðunni fyrir aukningunni. Rætt hefur verið um svokallaðar gildrur eða brelluspurningar sem þykja leynast í bóklegu prófunum Kjartan segir að ef komist upp um slíkar spurningar séu þær leiðréttar. „Um leið og við heyrum það að einhver segi að það séu einhverjar gildrur eða hægt að misskilja eitthvað leiðréttum við það eins og skot. Við erum með sex-sjö útgáfur af hverju prófi og við höldum þeim jafnþungum og allar spurningar ættu að skiljast,“ segir Kjartan. Frumherji heldur ökuprófin og kostar hvert bóklegt próf 3.900 krónur samkvæmt verðskrá Frumherja. Spurður að því hvort prófin væru þung til þess að sem flestir falli og þurfi að greiða fyrir að taka prófið aftur segir Kjartan að svo sé ekki. „Það er það fyrsta sem fólk hugsar þegar fallprósenta er há en það er ekki svo,“ segir Kjartan. Um 5000 ökunema þreyta prófið á ári hverju en það fer eftir stærð árgangs. Kjartan segir að það megi gefa sér að undirbúa þurfi nemendur betur fyrir prófið. Erfiðleikastig prófsins hafi ekkert breyst og þurfi því að skoða hækkandi fallhlutfall nánar.
Reykjavík síðdegis Samgöngur Umferðaröryggi Bílpróf Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira