Erlent

Segja nýjan orkugjafa geta knúið geimför í allt að 400 ár

Samúel Karl Ólason skrifar
Í stuttu máli sagt náðu þeir ameríkín úr plútonbirgðum Breta og notuðu hitann frá frumefninu í sérstökum rafali til að skapa nægilegt rafmagn til að kveikja á ljósaperu.
Í stuttu máli sagt náðu þeir ameríkín úr plútonbirgðum Breta og notuðu hitann frá frumefninu í sérstökum rafali til að skapa nægilegt rafmagn til að kveikja á ljósaperu.
Breskum vísindamönnum hefur tekist að nota geislavirka frumefnið ameríkín (americium) til að framleiða rafmagn og segja það geta keyrt geimför framtíðarinnar í allt að 400 ár og þá sérstaklega smærri könnunarför. Ameríkín finnst ekki í náttúrunni heldur er aukaafurð hrörnunar plútons. Plúton verður svo til við í kjarnakljúfum í orkuveri.

Vísindamennirnir sem um ræðir starfa hjá National Nuclear Laboratory sem er bresk ríkisstofnun og unnu með háskólanum í Leicester. Í stuttu máli sagt náðu þeir ameríkín úr plútonbirgðum Breta og notuðu hitann frá frumefninu í sérstökum rafali til að skapa nægilegt rafmagn til að kveikja á ljósaperu.

Í tilkynningu vef NNL segir að hægt væri að nota ameríkínrafal til að keyra geimför sem senda á langt út í geim. Þannig gætu þau sent myndir og gögn aftur til jarðarinnar í allt að fjögur hundruð ár, sem er mun lengri tími en gengur og gerist með geimför í dag.



Einnig væri hægt að nota slíka rafala á plánetum eða öðrum stöðum þar sem hefðbundnar sólarrafhlöður duga ekki til. Í senn væri verið að endurvinna kjarnorkuúrgang.

Í áðurnefndri tilkynningu segja vísindamennirnir sem að verkefninu komu að um mikilvægt skref í könnun sólkerfisins og geimsins sé um að ræða. Þörf sé á mikilli framþróun varðandi orkuframleiðslu, vélmenni og margt annað. Þessi þróun opni á mun metnaðargjarnari könnunarverkefni en hafi áður verið í boði.

Verkefni þetta hefur tekið nokkur ár með stuðningi yfirvalda Bretlands og bresku geimvísindastofnunarinnar í samstarfi við Geimvísindastofnun Evrópu (ESA).

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×