Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. maí 2019 12:47 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. Úrskurður féll í gær í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation, eða ALC, gegn Isavia. Félagið krafðist þess að fá afhenta vél sína sem var kyrrsett eftir gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt úrskurðinum var Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en þó ekki til að tryggja heildarskuld WOW air sem nemur um tveimur milljörðum króna og hafði safnast upp frá 2017. Isavia hefur samkvæmt úrskurðinum því einungis tryggingu í vélinni fyrir 87 milljónum króna, eða þeim hluta skuldarinnar er varðar ógreidd notendagjöld vegna flugvélar ALC. Isavia hefur verið gagnrýnt fyrir að hafa leyft WOW air að safna skuldum svo lengi á vellinum. Sigurður Ingi Jóhannesson samgönguráðherra segir Isavia hafa fært rök fyrir ákvarðanatöku sinni í málinu. „Þær ákvarðanir sem þeir hafa tekið byggjast alfarið á viðskiptalegum hagsmunum þeirra," segir Sigurður. Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars.Vísir/vilhelmBjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, bendir á að tjónið sé ekki tilkomið vegna ákvarðana Isavia. „Þetta er ekki tjón sem skapast í sjálfu sér vegna ákvarðana Isavia heldur er það vegna þess að viðskiptamenn félagsins lenda í vanskilum og verða á endanum gjaldþrota. Á hverju stigi máls sýnist mér að stjórn Isavia hafi tekið viðskiptalega ákvörðun um hvernig við því eigi að bregðast," segir Bjarni. „Það kann að vera að menn hafi gengið út frá því að þeir hefðu betri tryggingar heldur en raunin reynist. En það á ennþá eftir að koma betur í ljós. Það hlýtur þó að hafa áhrif á það með hvaða hætti menn í framtíðinni takast á við vanskil viðskipamanna sinna ef þær tryggingar, sem menn héldu sig geta gengið að, reynast ekki vera til staðar," segir Bjarni. Hann bendir á að Isavia sé opinbert hlutafélag og að þessar ákvarðanir hafi því legið hjá stjórn Isavia. Stjórnvöld hafi þó ekki viljað grípa til ítrustu úrræða á meðan raunhæfar áætlanir um fjármögnun voru uppi. „Það má segja að aðkoma stjórnvalda hafi meðal annars haft yfir sér það yfirbragð að það væru ekki stjórnvöld sem myndu hrinda af stað þeirri atburðarrás að félagið færi beint í gjaldþrot. Heldur væri sanngjarnt, á meðan til staðar væru raunhæfar hugmyndir um úrlausn þess vanda sem félagið var statt í, að þá yrði ekki gripið til ítrustu úrræða. Þetta heitir í stjórnkerfinu meðalhóf," segir Bjarni. Þá beri að skoða heildarmyndina. „Það er auðvitað slæmt ef á endanum innheimtast ekki allar kröfur. En það er í mörg horn að líta þegar spurt er hvaða afleiðingar það hafði að reksturinn lifði þó þetta lengi. Það hafa meðal annars af því hlotist gríðarlegar óbeinar tekjur fyrir starfsemina á flugvellinum," segir Bjarni. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. Úrskurður féll í gær í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation, eða ALC, gegn Isavia. Félagið krafðist þess að fá afhenta vél sína sem var kyrrsett eftir gjaldþrot WOW air vegna skuldar flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt úrskurðinum var Isavia heimilt að kyrrsetja vélina en þó ekki til að tryggja heildarskuld WOW air sem nemur um tveimur milljörðum króna og hafði safnast upp frá 2017. Isavia hefur samkvæmt úrskurðinum því einungis tryggingu í vélinni fyrir 87 milljónum króna, eða þeim hluta skuldarinnar er varðar ógreidd notendagjöld vegna flugvélar ALC. Isavia hefur verið gagnrýnt fyrir að hafa leyft WOW air að safna skuldum svo lengi á vellinum. Sigurður Ingi Jóhannesson samgönguráðherra segir Isavia hafa fært rök fyrir ákvarðanatöku sinni í málinu. „Þær ákvarðanir sem þeir hafa tekið byggjast alfarið á viðskiptalegum hagsmunum þeirra," segir Sigurður. Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars.Vísir/vilhelmBjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, bendir á að tjónið sé ekki tilkomið vegna ákvarðana Isavia. „Þetta er ekki tjón sem skapast í sjálfu sér vegna ákvarðana Isavia heldur er það vegna þess að viðskiptamenn félagsins lenda í vanskilum og verða á endanum gjaldþrota. Á hverju stigi máls sýnist mér að stjórn Isavia hafi tekið viðskiptalega ákvörðun um hvernig við því eigi að bregðast," segir Bjarni. „Það kann að vera að menn hafi gengið út frá því að þeir hefðu betri tryggingar heldur en raunin reynist. En það á ennþá eftir að koma betur í ljós. Það hlýtur þó að hafa áhrif á það með hvaða hætti menn í framtíðinni takast á við vanskil viðskipamanna sinna ef þær tryggingar, sem menn héldu sig geta gengið að, reynast ekki vera til staðar," segir Bjarni. Hann bendir á að Isavia sé opinbert hlutafélag og að þessar ákvarðanir hafi því legið hjá stjórn Isavia. Stjórnvöld hafi þó ekki viljað grípa til ítrustu úrræða á meðan raunhæfar áætlanir um fjármögnun voru uppi. „Það má segja að aðkoma stjórnvalda hafi meðal annars haft yfir sér það yfirbragð að það væru ekki stjórnvöld sem myndu hrinda af stað þeirri atburðarrás að félagið færi beint í gjaldþrot. Heldur væri sanngjarnt, á meðan til staðar væru raunhæfar hugmyndir um úrlausn þess vanda sem félagið var statt í, að þá yrði ekki gripið til ítrustu úrræða. Þetta heitir í stjórnkerfinu meðalhóf," segir Bjarni. Þá beri að skoða heildarmyndina. „Það er auðvitað slæmt ef á endanum innheimtast ekki allar kröfur. En það er í mörg horn að líta þegar spurt er hvaða afleiðingar það hafði að reksturinn lifði þó þetta lengi. Það hafa meðal annars af því hlotist gríðarlegar óbeinar tekjur fyrir starfsemina á flugvellinum," segir Bjarni.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira