Akurey í Kollafirði friðlýst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2019 10:45 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirritar friðlýsinguna á bak umhverfisráðherra. Í baksýn má sjá Akrafjallið og Akranes auk þess sem glittir í Akurey. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Akureyjar í Kollafirði sem friðland. Verndargildi eyjunnar er ekki síst fólgið í mikilvægi hennar sem sjófuglabyggðar. Friðlýsing Akureyjar er hluti af friðlýsingarátaki sem Guðmundur Ingi ýtti úr vör á síðasta ári og er sú fyrsta sem er undirrituð undir merkjum þess. Svo segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Samhliða friðlýsingunni undirritaði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri yfirlýsingu um samþykki landeiganda fyrir friðlýsingunni, en eyjan er í eigu Reykjavíkurborgar. Í Akurey verpa ýmsir sjófuglar eins og lundi, sílamáfur, æðarfugl og teista, og er lundi langalgengastur. Eyjan flokkast því sem alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð. Markmiðið með friðlýsingunni er því að vernda þetta mikilvæga búsvæði fugla, og sér í lagi varpstöð lunda sem er á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir fuglategundir sem teljast í bráðri hættu. Akurey er lág og vel gróin eyja í Kollafirði, um 6,6 hektarar að stærð, norðaustan við Seltjarnarnes. Hið friðlýsta svæði er þó mun stærra eða 207 hektarar að stærð þar sem markmiðið með friðlýsingunni er að vernda lífríki í fjöru, á grunnsævi og hafsbotninum umhverfis eyna. Teymi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar vinnur nú að sérstöku átaki í friðlýsingum. Unnið er að friðlýsingum svæða í verndarflokki rammaáætlunar, svæða á náttúruverndaráætlunum og svæða sem eru undir álagi ferðamanna, auk annarra friðlýsinga. „Lundinn er tegund sem er í bráðri útrýmingarhættu hér á landi. Það er þess vegna brýnt að við verndum búsvæði hans og friðlýsing Akureyjar er liður í því,“ segir Guðmundur Ingi. „Friðlýsingahjólin eru farin að snúast og ánægjulegt að fyrsta friðlýsingin sem lýkur í yfirstandandi átaki stjórnvalda skuli einmitt stuðla að vernd þessarar mikilvægu fuglategundar, sem má kannski segja að sé orðin ákveðinn einkennisfugl landsins. Með friðlýsingunni verndum við líka búsvæði teistu og æðar sem einnig eru á válista.“ Við ákvörðun um friðlýsinguna var höfð hliðsjón af Bernarsamningnum um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu, samningnum um líffræðilega fjölbreytni og Ramsarsamningnum um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf. Dýr Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu Akureyjar í Kollafirði sem friðland. Verndargildi eyjunnar er ekki síst fólgið í mikilvægi hennar sem sjófuglabyggðar. Friðlýsing Akureyjar er hluti af friðlýsingarátaki sem Guðmundur Ingi ýtti úr vör á síðasta ári og er sú fyrsta sem er undirrituð undir merkjum þess. Svo segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Samhliða friðlýsingunni undirritaði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri yfirlýsingu um samþykki landeiganda fyrir friðlýsingunni, en eyjan er í eigu Reykjavíkurborgar. Í Akurey verpa ýmsir sjófuglar eins og lundi, sílamáfur, æðarfugl og teista, og er lundi langalgengastur. Eyjan flokkast því sem alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð. Markmiðið með friðlýsingunni er því að vernda þetta mikilvæga búsvæði fugla, og sér í lagi varpstöð lunda sem er á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir fuglategundir sem teljast í bráðri hættu. Akurey er lág og vel gróin eyja í Kollafirði, um 6,6 hektarar að stærð, norðaustan við Seltjarnarnes. Hið friðlýsta svæði er þó mun stærra eða 207 hektarar að stærð þar sem markmiðið með friðlýsingunni er að vernda lífríki í fjöru, á grunnsævi og hafsbotninum umhverfis eyna. Teymi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Umhverfisstofnunar vinnur nú að sérstöku átaki í friðlýsingum. Unnið er að friðlýsingum svæða í verndarflokki rammaáætlunar, svæða á náttúruverndaráætlunum og svæða sem eru undir álagi ferðamanna, auk annarra friðlýsinga. „Lundinn er tegund sem er í bráðri útrýmingarhættu hér á landi. Það er þess vegna brýnt að við verndum búsvæði hans og friðlýsing Akureyjar er liður í því,“ segir Guðmundur Ingi. „Friðlýsingahjólin eru farin að snúast og ánægjulegt að fyrsta friðlýsingin sem lýkur í yfirstandandi átaki stjórnvalda skuli einmitt stuðla að vernd þessarar mikilvægu fuglategundar, sem má kannski segja að sé orðin ákveðinn einkennisfugl landsins. Með friðlýsingunni verndum við líka búsvæði teistu og æðar sem einnig eru á válista.“ Við ákvörðun um friðlýsinguna var höfð hliðsjón af Bernarsamningnum um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu, samningnum um líffræðilega fjölbreytni og Ramsarsamningnum um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf.
Dýr Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Sjá meira