Enginn vafi að Secret Solstice fer fram í júní Ari Brynjólfsson skrifar 3. maí 2019 08:00 Fjöldi mætti á Secret Solstice í fyrra. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir gæsluna í ár verða betri en í Leifsstöð. Fréttablaðið/ÞÓrsteinn Sigurðsson „Það hefur aldrei leikið neinn vafi á því að Secret Solstice mun fara fram í Laugardalnum í lok júní,“ segir Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Nokkur óvissa hefur verið um afdrif hátíðarinnar vegna kröfu borgarinnar um að nýir eigendur greiði skuld fyrri eigenda upp á 10 milljónir, sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, að ef skuldin verði ekki greidd muni hátíðin ekki fara fram. „Samtalið hófst við Reykjavíkurborg síðasta haust, við fengum þau skilaboð frá borgaryfirvöldum í september að við mættum fara af stað með miðasölu ásamt skilyrðum borgarinnar. Í nóvember var fyrsta útgáfa af samningnum tilbúin. Nú er verið að klára nokkur formsatriði og verður gengið frá samningum á næsta fundi hjá borgarráði,“ segir Víkingur. „Þetta tekur allt sinn tíma. Við værum ekki að auglýsa hátíðina nema við vissum að hún færi fram.“Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.Þórdís Lóa vildi lítið tjá sig um málið. Málefni tónlistarhátíðarinnar voru ekki rædd á fundi borgarráðs í gær. „Við erum búin að vera í viðræðum og þær hafa bara gengið vel. Þegar þeim viðræðum lýkur þá munum við leggja málið fyrir í borgarráði.“ Guðrún B. Ágústsdóttir, fjölskylduráðgjafi hjá Foreldrahúsi, segir foreldra barna í vímuefnaneyslu hafa miklar áhyggjur af hátíðinni. „Þessir foreldrar eiga allir eitt kvíðaefni sameiginlegt, það er Secret Solstice. “ Hún segist ekki geta sagt nákvæmlega hvers vegna Secret Solstice sker sig úr. „Einhverra hluta vegna virðist vera meira um vímuefnanotkun unglinga þarna. Það er auðveldara fyrir þau að komast inn á svæðið. Það er stutt fyrir þau að fara, þetta er inni í Reykjavík,“ segir Guðrún. „Og einhverra hluta vegna tekst þeim ekki að halda nógu vel utan um eftirlitið. Börnum hefur verið hleypt þarna inn og þau getað keypt vímuefni.“ Víkingur segir allt gert til þess að stuðla að forvörnum og að lögum og reglum sé fylgt. „Gæslan okkar er betri en í Leifsstöð. Einnig verður forvarnarstarfið í ár unnið náið með Reykjavíkurborg. Aðeins 11% af íbúum við Laugardalinn hafa eitthvað við hljómstyrk tónlistarinnar að athuga. Mikill áhugi hefur verið frá íbúum Laugardals fyrir sérstökum „nágrannamiðum“ sem segir okkur að flestir eru ánægðir.“ Hlustað sé á allar athugasemdir og búið sé að koma til móts við allar sem hægt er og núna í ár verði gengið enn harðar til verks. „Við verðum með sérstök áfengisarmbönd, þau eiga að tryggja að enginn undir 20 ára geti verslað á barnum. Svo verða mismunandi armbönd fyrir hvern dag til að gera fólki erfiðara fyrir að fá armband frá þriðja aðila.“ Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Það hefur aldrei leikið neinn vafi á því að Secret Solstice mun fara fram í Laugardalnum í lok júní,“ segir Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Nokkur óvissa hefur verið um afdrif hátíðarinnar vegna kröfu borgarinnar um að nýir eigendur greiði skuld fyrri eigenda upp á 10 milljónir, sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, að ef skuldin verði ekki greidd muni hátíðin ekki fara fram. „Samtalið hófst við Reykjavíkurborg síðasta haust, við fengum þau skilaboð frá borgaryfirvöldum í september að við mættum fara af stað með miðasölu ásamt skilyrðum borgarinnar. Í nóvember var fyrsta útgáfa af samningnum tilbúin. Nú er verið að klára nokkur formsatriði og verður gengið frá samningum á næsta fundi hjá borgarráði,“ segir Víkingur. „Þetta tekur allt sinn tíma. Við værum ekki að auglýsa hátíðina nema við vissum að hún færi fram.“Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.Þórdís Lóa vildi lítið tjá sig um málið. Málefni tónlistarhátíðarinnar voru ekki rædd á fundi borgarráðs í gær. „Við erum búin að vera í viðræðum og þær hafa bara gengið vel. Þegar þeim viðræðum lýkur þá munum við leggja málið fyrir í borgarráði.“ Guðrún B. Ágústsdóttir, fjölskylduráðgjafi hjá Foreldrahúsi, segir foreldra barna í vímuefnaneyslu hafa miklar áhyggjur af hátíðinni. „Þessir foreldrar eiga allir eitt kvíðaefni sameiginlegt, það er Secret Solstice. “ Hún segist ekki geta sagt nákvæmlega hvers vegna Secret Solstice sker sig úr. „Einhverra hluta vegna virðist vera meira um vímuefnanotkun unglinga þarna. Það er auðveldara fyrir þau að komast inn á svæðið. Það er stutt fyrir þau að fara, þetta er inni í Reykjavík,“ segir Guðrún. „Og einhverra hluta vegna tekst þeim ekki að halda nógu vel utan um eftirlitið. Börnum hefur verið hleypt þarna inn og þau getað keypt vímuefni.“ Víkingur segir allt gert til þess að stuðla að forvörnum og að lögum og reglum sé fylgt. „Gæslan okkar er betri en í Leifsstöð. Einnig verður forvarnarstarfið í ár unnið náið með Reykjavíkurborg. Aðeins 11% af íbúum við Laugardalinn hafa eitthvað við hljómstyrk tónlistarinnar að athuga. Mikill áhugi hefur verið frá íbúum Laugardals fyrir sérstökum „nágrannamiðum“ sem segir okkur að flestir eru ánægðir.“ Hlustað sé á allar athugasemdir og búið sé að koma til móts við allar sem hægt er og núna í ár verði gengið enn harðar til verks. „Við verðum með sérstök áfengisarmbönd, þau eiga að tryggja að enginn undir 20 ára geti verslað á barnum. Svo verða mismunandi armbönd fyrir hvern dag til að gera fólki erfiðara fyrir að fá armband frá þriðja aðila.“
Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42 Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48 Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Secret Solstice í biðstöðu í borgarráði fram yfir páska Mál tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice var ekki tekið fyrir á borgarráðsfundi í dag og mun ráðið því ekki fjalla um málið fyrr en eftir páskafrí. 11. apríl 2019 14:42
Ætla að halda Secret Solstice óháð stuðningi borgarinnar og tíu milljóna skuld Tíu milljóna króna skuld Secret Solstice-tónlistarhátíðarinnar við Reykjavíkurborg kemur ekki í veg fyrir að hátíðin verði haldin í ár, að því er segir í yfirlýsingu frá núverandi rekstraraðilum hátíðarinnar. 9. apríl 2019 07:48
Til skoðunar að halda Secret Solstice í Ölfusi Viðræður eru hafnar á milli stjórnenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og rekstraraðila Fákasels á Ingolfshvolium að tónlistarhátíðin verði mögulega haldin þar í sumar. 10. apríl 2019 17:30