Áhersla á öruggt umhverfi iðkenda Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. maí 2019 06:30 Lilja á kynningarfundinum í gær. Fréttablaðið/Ernir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í gær nýja íþróttastefnu fyrir tímabilið 2019-2030. Meðal þess sem áhersla er lögð á er aukið öryggi innan íþróttahreyfingarinnar, aðgengi iðkenda og fagmennska. „Við höfum séð það að börn með annað móðurmál en íslensku eru síður líkleg til að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi og eitt af nýmælum stefnunnar er að hvetja til þátttöku þeirra á landsvísu,“ segir Lilja. Allar rannsóknir sýni að börnum, sem taka þátt í íþróttum, vegni betur í skóla og líf þeirra verði uppbyggilegra fyrir vikið. „Svo leggjum við sérstaka áherslu á að auka enn frekar menntun þjálfara því Ísland hefur náð miklum árangri hvað það varðar.“ Í stefnunni er lagt til að tillögur starfshóps um aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðislega og kynbundna áreitni í tengslum við #metoo verði samþykktar og þeim framfylgt. Einnig er lögð til breyting á íþróttalögum varðandi ráðningar og upplýsingar úr sakaskrá. Lilja bendir á að stjórnvöld hafi aukið framlög til íþróttamála en þau hafi þrefaldast á síðustu níu árum. Á yfirstandandi ári nemi framlögin 967 milljónum til samninga og styrkja vegna íþróttamála. „Við höfum meðal annars verið að auka framlögin í Afrekssjóð og Ferðasjóð íþróttafélaganna. Þetta sýnir skýran vilja stjórnvalda í þessum efnum og hvað við teljum íþróttirnar mikilvægar.“ Þá er í stefnunni sett fram markmið um að fjölga tímum sem tengjast íþróttum og heilsueflingu í grunn- og framhaldsskólum. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Innflytjendamál Íþróttir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í gær nýja íþróttastefnu fyrir tímabilið 2019-2030. Meðal þess sem áhersla er lögð á er aukið öryggi innan íþróttahreyfingarinnar, aðgengi iðkenda og fagmennska. „Við höfum séð það að börn með annað móðurmál en íslensku eru síður líkleg til að taka þátt í skipulögðu íþróttastarfi og eitt af nýmælum stefnunnar er að hvetja til þátttöku þeirra á landsvísu,“ segir Lilja. Allar rannsóknir sýni að börnum, sem taka þátt í íþróttum, vegni betur í skóla og líf þeirra verði uppbyggilegra fyrir vikið. „Svo leggjum við sérstaka áherslu á að auka enn frekar menntun þjálfara því Ísland hefur náð miklum árangri hvað það varðar.“ Í stefnunni er lagt til að tillögur starfshóps um aðgerðir til að koma í veg fyrir kynferðislega og kynbundna áreitni í tengslum við #metoo verði samþykktar og þeim framfylgt. Einnig er lögð til breyting á íþróttalögum varðandi ráðningar og upplýsingar úr sakaskrá. Lilja bendir á að stjórnvöld hafi aukið framlög til íþróttamála en þau hafi þrefaldast á síðustu níu árum. Á yfirstandandi ári nemi framlögin 967 milljónum til samninga og styrkja vegna íþróttamála. „Við höfum meðal annars verið að auka framlögin í Afrekssjóð og Ferðasjóð íþróttafélaganna. Þetta sýnir skýran vilja stjórnvalda í þessum efnum og hvað við teljum íþróttirnar mikilvægar.“ Þá er í stefnunni sett fram markmið um að fjölga tímum sem tengjast íþróttum og heilsueflingu í grunn- og framhaldsskólum.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Innflytjendamál Íþróttir Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira