Hátt í þúsund umsóknir borist á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 2. maí 2019 15:00 Undanfarin ár hefur verið sett upp bíó inni í Sundhöllinni. Mikil aðsókn er meðal kvikmyndagerðarfólks að komast með myndirnar sínar inn á RIFF í ár en nú þegar eru meðlimir dagskrárnefndarinnar búnir að fá hátt í þúsund umsóknir frá kvikmyndargerðarfólki hvaðanæva að. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Það er síðan undir dagskrárnefndinni komið að velja hvaða myndir komast inn á hátíðina og flokka þær niður. Opið er fyrir umsóknir til og með 7. júlí 2019. Í dagskrárnefndinni sitja Gosetti Giorgio listrænn stjórnandi Venice Days Film Festival, Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF og Guðrún Helga Jónasdóttir dagskrárstjóri heimildarmynda. Auk þeirra eru Ana Catalá dagskrárstjóri stuttmynda RIFF en hún hefur einnig starfað við undirbúning kvikmyndahátíðarinnar í Tribeca og Giorgia Huelsse sem hefur meðal annars unnið að Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín. Eins og sjá má er í nógu er að snúast hjá starfsfólki RIFF og nú þegar stendur einnig yfir undirbúningur að Reykjavík Talent Lab og Bransadögunum sem eru árlegir viðburðir á RIFF hátíðinni. Bransadagar eru vettvangur þar sem að íslenskt og erlent kvikmyndagerðarfólk getur komist í tengingu við alþjóðlega kvikmyndaheiminn. Þá koma fyrirlesarar úr kvikmyndaiðnaðinum og halda erindi um hin ýmsu mál sem brenna á fagfólki innan kvikmyndageirans. Reykjavík Talent Lab er fjölþjóðleg kvikmyndasmiðja fyrir hæfileikafólk. Smiðjan stendur í fjóra daga á meðan hátíð stendur og fer að þessu sinni fram á milli 1. og 5. október 2019. Menning RIFF Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Mikil aðsókn er meðal kvikmyndagerðarfólks að komast með myndirnar sínar inn á RIFF í ár en nú þegar eru meðlimir dagskrárnefndarinnar búnir að fá hátt í þúsund umsóknir frá kvikmyndargerðarfólki hvaðanæva að. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Það er síðan undir dagskrárnefndinni komið að velja hvaða myndir komast inn á hátíðina og flokka þær niður. Opið er fyrir umsóknir til og með 7. júlí 2019. Í dagskrárnefndinni sitja Gosetti Giorgio listrænn stjórnandi Venice Days Film Festival, Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF og Guðrún Helga Jónasdóttir dagskrárstjóri heimildarmynda. Auk þeirra eru Ana Catalá dagskrárstjóri stuttmynda RIFF en hún hefur einnig starfað við undirbúning kvikmyndahátíðarinnar í Tribeca og Giorgia Huelsse sem hefur meðal annars unnið að Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín. Eins og sjá má er í nógu er að snúast hjá starfsfólki RIFF og nú þegar stendur einnig yfir undirbúningur að Reykjavík Talent Lab og Bransadögunum sem eru árlegir viðburðir á RIFF hátíðinni. Bransadagar eru vettvangur þar sem að íslenskt og erlent kvikmyndagerðarfólk getur komist í tengingu við alþjóðlega kvikmyndaheiminn. Þá koma fyrirlesarar úr kvikmyndaiðnaðinum og halda erindi um hin ýmsu mál sem brenna á fagfólki innan kvikmyndageirans. Reykjavík Talent Lab er fjölþjóðleg kvikmyndasmiðja fyrir hæfileikafólk. Smiðjan stendur í fjóra daga á meðan hátíð stendur og fer að þessu sinni fram á milli 1. og 5. október 2019.
Menning RIFF Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira