Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2019 08:00 Caster Semenya. AP/Mark Schiefelbein Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. IAAF tilkynnti á síðasta ári um nýja reglugerð sem takmarkaði leyfilegt magn karlhormónsins testosterón í blóði kvenkyns hlaupara í vegalengdum frá 400 metrum upp í eina mílu, sem er um 1,6 kílómetri. Hin 28 ára gamla Caster Semenya, sem er tvöfaldur Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi, sagði reglurnar vera „ósanngjarnar,“ og að hún vildi geta „hlaupið eðlilega.“ Hún segir að Alþjóðafrjálsíþróttsambandið hafi alltaf lagt ofurkapp á að taka hana fyrir. Frjálsíþróttasamband Suður-Afríku áfrýjaði málinu til CAS (Court of Arbitration for Sport) og í gær var niðurstaða hans gerð opinber.Athletics South Africa (ASA) says it is "reeling in shock" after Olympic 800m champion Caster Semenya lost a landmark case against athletics' governing body. More details ➡ https://t.co/vYNTY4yF5Mpic.twitter.com/ScjVLKqwZI — BBC Sport (@BBCSport) May 2, 2019Úrskurðurinn þýðir að íþróttafólk með hátt testosterónmagn eins og Caster Semenya þurfa nú að taka inn lyf sem halda testosterónmagninu í blóði sínu niðri, eða keppa í öðrum greinum. Frjálsíþróttasamband Suður-Afríku sendi frá sér yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að úrskurður þessi jafngildi mismunun. „Við teljum að þessi ákvörðun CAS sé skammarleg,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er gengið svo langt að segja að með dómnum hafi CAS opnað sárin frá aðskilnaðarstefnu kynþátta í Suður-Afríku en allt til ársins 1991 þá réðu hvítir yfir svörtum í landinu. Aðskilnaðarstefnan var fordæmd um allan heim en var samt við lýði til ársins 1991. „Við erum í miklu áfalli yfir því að háttvirð stofnun eins og CAS geti stutt svona mismunun án þess að depla auga. CAS lætur ekki aðeins mismununina viðgangast heldur réttlætir hana. Þetta grefur undan heilundum stofnunarinnar. Við erum afar vonsvikin og innilega hneyksluð,“ segir í yfirlýsingunni. Það að Caster Semenya megi taka þátt í spretthlaupum eða langhlaupum með sitt háa testosterónmagn en ekki millivegahlaupunum styður vissulega þau orð hennar að Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hafi tekið hana sérstaklega fyrir með þessari reglu. Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira
Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. IAAF tilkynnti á síðasta ári um nýja reglugerð sem takmarkaði leyfilegt magn karlhormónsins testosterón í blóði kvenkyns hlaupara í vegalengdum frá 400 metrum upp í eina mílu, sem er um 1,6 kílómetri. Hin 28 ára gamla Caster Semenya, sem er tvöfaldur Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi, sagði reglurnar vera „ósanngjarnar,“ og að hún vildi geta „hlaupið eðlilega.“ Hún segir að Alþjóðafrjálsíþróttsambandið hafi alltaf lagt ofurkapp á að taka hana fyrir. Frjálsíþróttasamband Suður-Afríku áfrýjaði málinu til CAS (Court of Arbitration for Sport) og í gær var niðurstaða hans gerð opinber.Athletics South Africa (ASA) says it is "reeling in shock" after Olympic 800m champion Caster Semenya lost a landmark case against athletics' governing body. More details ➡ https://t.co/vYNTY4yF5Mpic.twitter.com/ScjVLKqwZI — BBC Sport (@BBCSport) May 2, 2019Úrskurðurinn þýðir að íþróttafólk með hátt testosterónmagn eins og Caster Semenya þurfa nú að taka inn lyf sem halda testosterónmagninu í blóði sínu niðri, eða keppa í öðrum greinum. Frjálsíþróttasamband Suður-Afríku sendi frá sér yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að úrskurður þessi jafngildi mismunun. „Við teljum að þessi ákvörðun CAS sé skammarleg,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er gengið svo langt að segja að með dómnum hafi CAS opnað sárin frá aðskilnaðarstefnu kynþátta í Suður-Afríku en allt til ársins 1991 þá réðu hvítir yfir svörtum í landinu. Aðskilnaðarstefnan var fordæmd um allan heim en var samt við lýði til ársins 1991. „Við erum í miklu áfalli yfir því að háttvirð stofnun eins og CAS geti stutt svona mismunun án þess að depla auga. CAS lætur ekki aðeins mismununina viðgangast heldur réttlætir hana. Þetta grefur undan heilundum stofnunarinnar. Við erum afar vonsvikin og innilega hneyksluð,“ segir í yfirlýsingunni. Það að Caster Semenya megi taka þátt í spretthlaupum eða langhlaupum með sitt háa testosterónmagn en ekki millivegahlaupunum styður vissulega þau orð hennar að Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hafi tekið hana sérstaklega fyrir með þessari reglu.
Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira