Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2019 08:00 Caster Semenya. AP/Mark Schiefelbein Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. IAAF tilkynnti á síðasta ári um nýja reglugerð sem takmarkaði leyfilegt magn karlhormónsins testosterón í blóði kvenkyns hlaupara í vegalengdum frá 400 metrum upp í eina mílu, sem er um 1,6 kílómetri. Hin 28 ára gamla Caster Semenya, sem er tvöfaldur Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi, sagði reglurnar vera „ósanngjarnar,“ og að hún vildi geta „hlaupið eðlilega.“ Hún segir að Alþjóðafrjálsíþróttsambandið hafi alltaf lagt ofurkapp á að taka hana fyrir. Frjálsíþróttasamband Suður-Afríku áfrýjaði málinu til CAS (Court of Arbitration for Sport) og í gær var niðurstaða hans gerð opinber.Athletics South Africa (ASA) says it is "reeling in shock" after Olympic 800m champion Caster Semenya lost a landmark case against athletics' governing body. More details ➡ https://t.co/vYNTY4yF5Mpic.twitter.com/ScjVLKqwZI — BBC Sport (@BBCSport) May 2, 2019Úrskurðurinn þýðir að íþróttafólk með hátt testosterónmagn eins og Caster Semenya þurfa nú að taka inn lyf sem halda testosterónmagninu í blóði sínu niðri, eða keppa í öðrum greinum. Frjálsíþróttasamband Suður-Afríku sendi frá sér yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að úrskurður þessi jafngildi mismunun. „Við teljum að þessi ákvörðun CAS sé skammarleg,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er gengið svo langt að segja að með dómnum hafi CAS opnað sárin frá aðskilnaðarstefnu kynþátta í Suður-Afríku en allt til ársins 1991 þá réðu hvítir yfir svörtum í landinu. Aðskilnaðarstefnan var fordæmd um allan heim en var samt við lýði til ársins 1991. „Við erum í miklu áfalli yfir því að háttvirð stofnun eins og CAS geti stutt svona mismunun án þess að depla auga. CAS lætur ekki aðeins mismununina viðgangast heldur réttlætir hana. Þetta grefur undan heilundum stofnunarinnar. Við erum afar vonsvikin og innilega hneyksluð,“ segir í yfirlýsingunni. Það að Caster Semenya megi taka þátt í spretthlaupum eða langhlaupum með sitt háa testosterónmagn en ekki millivegahlaupunum styður vissulega þau orð hennar að Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hafi tekið hana sérstaklega fyrir með þessari reglu. Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. IAAF tilkynnti á síðasta ári um nýja reglugerð sem takmarkaði leyfilegt magn karlhormónsins testosterón í blóði kvenkyns hlaupara í vegalengdum frá 400 metrum upp í eina mílu, sem er um 1,6 kílómetri. Hin 28 ára gamla Caster Semenya, sem er tvöfaldur Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi, sagði reglurnar vera „ósanngjarnar,“ og að hún vildi geta „hlaupið eðlilega.“ Hún segir að Alþjóðafrjálsíþróttsambandið hafi alltaf lagt ofurkapp á að taka hana fyrir. Frjálsíþróttasamband Suður-Afríku áfrýjaði málinu til CAS (Court of Arbitration for Sport) og í gær var niðurstaða hans gerð opinber.Athletics South Africa (ASA) says it is "reeling in shock" after Olympic 800m champion Caster Semenya lost a landmark case against athletics' governing body. More details ➡ https://t.co/vYNTY4yF5Mpic.twitter.com/ScjVLKqwZI — BBC Sport (@BBCSport) May 2, 2019Úrskurðurinn þýðir að íþróttafólk með hátt testosterónmagn eins og Caster Semenya þurfa nú að taka inn lyf sem halda testosterónmagninu í blóði sínu niðri, eða keppa í öðrum greinum. Frjálsíþróttasamband Suður-Afríku sendi frá sér yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að úrskurður þessi jafngildi mismunun. „Við teljum að þessi ákvörðun CAS sé skammarleg,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er gengið svo langt að segja að með dómnum hafi CAS opnað sárin frá aðskilnaðarstefnu kynþátta í Suður-Afríku en allt til ársins 1991 þá réðu hvítir yfir svörtum í landinu. Aðskilnaðarstefnan var fordæmd um allan heim en var samt við lýði til ársins 1991. „Við erum í miklu áfalli yfir því að háttvirð stofnun eins og CAS geti stutt svona mismunun án þess að depla auga. CAS lætur ekki aðeins mismununina viðgangast heldur réttlætir hana. Þetta grefur undan heilundum stofnunarinnar. Við erum afar vonsvikin og innilega hneyksluð,“ segir í yfirlýsingunni. Það að Caster Semenya megi taka þátt í spretthlaupum eða langhlaupum með sitt háa testosterónmagn en ekki millivegahlaupunum styður vissulega þau orð hennar að Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hafi tekið hana sérstaklega fyrir með þessari reglu.
Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira