Afleiðingar heimilisofbeldis Teitur Guðmundsson skrifar 2. maí 2019 07:00 Sá sem býr við ofbeldi, hverju nafni sem það kann að nefnast, er líklegur til að finna fyrir einkennum þessa vegna. Það getur stundum komið fram löngu síðar, og einnig í þá veru að það sitji í viðkomandi og hann þurfi mikla aðstoð til að komast yfir það. Það má segja að við tengjum auðveldlega við líkamlegt ofbeldi þar sem það er iðulega vel sýnilegt ef áverkar eru fyrir hendi. Mar, blæðing, brot eða jafnvel verulegar limlestingar fara almennt ekki fram hjá neinum. Kynferðislegt ofbeldi er andstyggilegt og oftsinnis lengi dulið. Andlegt ofbeldi og lítillækkun getur verið erfitt að greina. Sálrænar afleiðingar ofbeldis vara iðulega mikið lengur en marið er að hverfa. Þeir sem búa við heimilisofbeldi geta verið bæði karlar og konur og auðvitað börnin líka sem fara ekki varhluta af því sem fram fer á heimili þeirra. Fyrir utan hið augljósa er það vanlíðan og aukið spennustig sem myndar óöryggi, skapar svefntruflun, skapgerðarbreytingar og ýmislegt fleira. Þessu fylgir iðulega kvíði og ræsing streitukerfisins yfir lengri tíma getur veikt mótstöðuafl okkar líkt og við þekkjum af álagstímabilum og slíkt getur skapað jarðveg fyrir sjúkdóma af ýmsum toga og þar á meðal krabbamein. Það að lifa í ótta við aðstæður í sínu nánasta umhverfi er skemmandi. Oft fylgir þessu mikil skömm og yfirhylming sem gerir vandamálið enn verra og sá sem beitir ofbeldinu getur styrkst á sama tíma þar sem hann eða hún er ekki stöðvuð. Við þekkjum þær sögur kvenna sem þurfa að flýja heimilið með börnin vegna ofbeldis. Þegar um er að ræða börn er málið sérstaklega viðkvæmt og þau kunna ekki að segja frá með sama hætti og sá fullorðni. Þá kemur til þess að meta breytt hegðunarmynstur, jafnvel að átta sig á minniháttar áverkum sem koma reglulega upp. Þeir sem starfa við umönnun og í heilbrigðisþjónustu eru sérþjálfaðir í því að átta sig á þeim teiknum sem eiga að vekja athygli þeirra og kalla fram frekara mat. Stundum koma þessi atriði fram fyrir tilviljun til dæmis við röntgenmynd þar sem eru greinilega sýnilegir áverkar á beini án þess að það sé saga um brot svo dæmi séu tekin, húðblæðingar og marblettir sem eru misgamlir og á stöðum þar sem maður fær sjaldnar marbletti líkt og á báðum upphandeggjum samtímis og þannig mætti lengi telja. Líka er mikilvægt að átta sig á kynferðislegu ofbeldi en þar geta komið fram margvísleg einkenni sem í fyrstu væru ekki talin vera afleiðing af ofbeldi eða áföllum. Slík einkenni geta verið breyting á hægðavenjum og tregða, að barn sem var orðið þurrt byrji aftur að væta rúmið, líðan sé flöt og ánægjulaus, mynstur breytist í nærveru ákveðinna aðila. Það er ekki nóg að fagaðilar séu meðvitaðir, þeim heyrir reyndar til ákveðin tilkynningaskylda. Það verða allir að vera á vaktinni og taka til sinna ráða til að reyna að stemmu stigu við og helst stöðva ofbeldi hverju nafni sem það nefnist.Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Heilbrigðismál Teitur Guðmundsson Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Sjá meira
Sá sem býr við ofbeldi, hverju nafni sem það kann að nefnast, er líklegur til að finna fyrir einkennum þessa vegna. Það getur stundum komið fram löngu síðar, og einnig í þá veru að það sitji í viðkomandi og hann þurfi mikla aðstoð til að komast yfir það. Það má segja að við tengjum auðveldlega við líkamlegt ofbeldi þar sem það er iðulega vel sýnilegt ef áverkar eru fyrir hendi. Mar, blæðing, brot eða jafnvel verulegar limlestingar fara almennt ekki fram hjá neinum. Kynferðislegt ofbeldi er andstyggilegt og oftsinnis lengi dulið. Andlegt ofbeldi og lítillækkun getur verið erfitt að greina. Sálrænar afleiðingar ofbeldis vara iðulega mikið lengur en marið er að hverfa. Þeir sem búa við heimilisofbeldi geta verið bæði karlar og konur og auðvitað börnin líka sem fara ekki varhluta af því sem fram fer á heimili þeirra. Fyrir utan hið augljósa er það vanlíðan og aukið spennustig sem myndar óöryggi, skapar svefntruflun, skapgerðarbreytingar og ýmislegt fleira. Þessu fylgir iðulega kvíði og ræsing streitukerfisins yfir lengri tíma getur veikt mótstöðuafl okkar líkt og við þekkjum af álagstímabilum og slíkt getur skapað jarðveg fyrir sjúkdóma af ýmsum toga og þar á meðal krabbamein. Það að lifa í ótta við aðstæður í sínu nánasta umhverfi er skemmandi. Oft fylgir þessu mikil skömm og yfirhylming sem gerir vandamálið enn verra og sá sem beitir ofbeldinu getur styrkst á sama tíma þar sem hann eða hún er ekki stöðvuð. Við þekkjum þær sögur kvenna sem þurfa að flýja heimilið með börnin vegna ofbeldis. Þegar um er að ræða börn er málið sérstaklega viðkvæmt og þau kunna ekki að segja frá með sama hætti og sá fullorðni. Þá kemur til þess að meta breytt hegðunarmynstur, jafnvel að átta sig á minniháttar áverkum sem koma reglulega upp. Þeir sem starfa við umönnun og í heilbrigðisþjónustu eru sérþjálfaðir í því að átta sig á þeim teiknum sem eiga að vekja athygli þeirra og kalla fram frekara mat. Stundum koma þessi atriði fram fyrir tilviljun til dæmis við röntgenmynd þar sem eru greinilega sýnilegir áverkar á beini án þess að það sé saga um brot svo dæmi séu tekin, húðblæðingar og marblettir sem eru misgamlir og á stöðum þar sem maður fær sjaldnar marbletti líkt og á báðum upphandeggjum samtímis og þannig mætti lengi telja. Líka er mikilvægt að átta sig á kynferðislegu ofbeldi en þar geta komið fram margvísleg einkenni sem í fyrstu væru ekki talin vera afleiðing af ofbeldi eða áföllum. Slík einkenni geta verið breyting á hægðavenjum og tregða, að barn sem var orðið þurrt byrji aftur að væta rúmið, líðan sé flöt og ánægjulaus, mynstur breytist í nærveru ákveðinna aðila. Það er ekki nóg að fagaðilar séu meðvitaðir, þeim heyrir reyndar til ákveðin tilkynningaskylda. Það verða allir að vera á vaktinni og taka til sinna ráða til að reyna að stemmu stigu við og helst stöðva ofbeldi hverju nafni sem það nefnist.Höfundur er læknir
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun