Landvernd vill hvorki stærri Keflavíkurflugvöll né fleiri ferðamenn Sighvatur Jónsson skrifar 1. maí 2019 14:30 Landvernd telur ekki rétt að stuðla að frekari fjölgun ferðmanna hér á landi. Frekar þurfi að draga úr flugi vegna mikilla umhverfisáhrifa þess. Fréttablaðið/Anton Brink Umhverfisverndarsamtökin Landvernd leggjast gegn því að Keflavíkurflugvöllur verði stækkaður frekar vegna umhverfisáhrifa sem það hefði í för með sér. Þetta ályktaði aðalfundur félagsins í gær. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að draga verði úr flugi, engin ástæða sé til þess að ýta undir frekari fjölgun ferðamanna til landsins. Þá hvetur Landvernd ríkisstjórnina til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Á aðalfundi Landverndar í gær lagði stjórn samtakanna fram nokkrar tillögur í umhverfismálum. Fjalla þær meðal annars um verndun víðernis landsins og bann við hvalveiðum. Skorað var á ríkisstjórn Íslands að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, gagnrýnir að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sé hvorki tímasett né magnbundin. Erfitt sé að vinna eftir þannig áætlunum.Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.„Við samþykktum líka áætlun um að það yrði ekki farið í stækkun Keflavíkurflugvallar meðal annars með þeim rökum að loftslagsáhrifin eru gífurleg af svoleiðis stækkun. Sú stækkun kostar svakalega fjármuni á meðan aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar, sem á aðallega að fara í kolefnisbindingu en ekki að draga úr losun, er bara fjármögnuð upp á tæpa sjö milljarða á næstu fimm árum. Það skýtur svolítið skökku við,“ segir Auður. Aðspurð um þörf á stærri flugvelli vegna fjölgunar ferðamanna segir Auður þvert á móti að draga þurfi úr flugi, það losi mikið af gróðurhúsalofttegundum. „Við eigum ekki bara að fljóta með varðandi fjölgun ferðamanna. Hingað til lands koma mjög margir ferðamenn og það er engin ástæða til þess að ýta frekar undir þá fjölgun.“ Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Umhverfismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Umhverfisverndarsamtökin Landvernd leggjast gegn því að Keflavíkurflugvöllur verði stækkaður frekar vegna umhverfisáhrifa sem það hefði í för með sér. Þetta ályktaði aðalfundur félagsins í gær. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að draga verði úr flugi, engin ástæða sé til þess að ýta undir frekari fjölgun ferðamanna til landsins. Þá hvetur Landvernd ríkisstjórnina til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Á aðalfundi Landverndar í gær lagði stjórn samtakanna fram nokkrar tillögur í umhverfismálum. Fjalla þær meðal annars um verndun víðernis landsins og bann við hvalveiðum. Skorað var á ríkisstjórn Íslands að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, gagnrýnir að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sé hvorki tímasett né magnbundin. Erfitt sé að vinna eftir þannig áætlunum.Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.„Við samþykktum líka áætlun um að það yrði ekki farið í stækkun Keflavíkurflugvallar meðal annars með þeim rökum að loftslagsáhrifin eru gífurleg af svoleiðis stækkun. Sú stækkun kostar svakalega fjármuni á meðan aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar, sem á aðallega að fara í kolefnisbindingu en ekki að draga úr losun, er bara fjármögnuð upp á tæpa sjö milljarða á næstu fimm árum. Það skýtur svolítið skökku við,“ segir Auður. Aðspurð um þörf á stærri flugvelli vegna fjölgunar ferðamanna segir Auður þvert á móti að draga þurfi úr flugi, það losi mikið af gróðurhúsalofttegundum. „Við eigum ekki bara að fljóta með varðandi fjölgun ferðamanna. Hingað til lands koma mjög margir ferðamenn og það er engin ástæða til þess að ýta frekar undir þá fjölgun.“
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Umhverfismál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira