Þykir ógeðfellt að verslanir auglýsi sérstök tilboð sem gilda aðeins á verkalýðsdaginn Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 1. maí 2019 12:30 Ragnar Þór sést hér í pontu þegar verkfall VR og Eflingar stóð sem hæst í mars síðastliðnum. fréttablaðið/sigtryggur ari Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér þyki það ógeðfellt að sjá verslanir auglýsa sérstakan tilboðsdag í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Bæði Húsgagnahöllin og Rúmfatalagerinn auglýstu tilboð sem gilda aðeins í dag í Fréttablaðinu í morgun. „Ég hef hvatt fólk til þess að sniðganga verslun á þessum degi. Mér finnst mjög ógeðfellt að sjá auglýsingar jafnvel á forsíðum stóru blaðanna að þetta sé orðinn sérstakur tilboðsdagur þessi alþjóðlegi baráttudagur verkalýðshreyfingarinnar. Mér finnst þetta reglulega ógeðfellt og ég hvet í rauninni félagsmenn og almenning að sniðganga þessi fyrirtæki í dag og jafnvel geng svo langt að sniðganga þau sjálfur almennt út af þessu uppátæki hjá sumum fyrirtækjum,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann segir þennan dag tilefni til þess að rífa sig upp og taka þátt í kröfugöngum og hátíðahöldum. „Þetta er dagur sem að við þurfum að taka mjög alvarlega. Við þurfum að standa saman. Þetta er dagur sem við þurfum að nota sem áminningu fyrir það sem hefur áunnist í verkalýðsbaráttunni undanfarin ár og áratugi. Sömuleiðis líka að þétta raðirnar og auka bæði stéttavitund og finna fyrir samtakamættinum,“ segir Ragnar. Margt er um að vera um land allt. Hátíðahöld fara fram í meira en 30 sveitarfélögum á landinu og stóru stéttarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru öll með kaffisamsæti eftir kröfufund á Ingólfstorgi. Í flestum sveitarfélögum landsins er eitthvað um að vera í dag og inni á vef Alþýðsambandsins má sjá yfirlit yfir hátíðarhöld og kröfugöngur. Á Akureyri mun fólk safnast saman við Alþýðuhúsið og fer kröfugangan af stað þaðan klukkan tvö. Á sama tíma fer gangan frá Alþýðuhúsinu á Ísafirði af stað og endar með dagskrá í Edinborgarhúsinu. Á Egilstöðum hófst hátíðardagskráin hálf ellefu í morgun. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan hálf tvö með kröfugöngu frá Hlemmi og niður Laugaveg sem endar svo á Ingólfstorgi þar sem verða ræðuhöld og skemmtun. Klukkan 12:30 hefst akstur Bifhjólasamtaka lýðveldisins. Aksturinn hefst á Laugavegi og endar hjá Bauhaus. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur ökumenn til að sýna þolinmæði, tafir gætu orðið á umferð og mælast þeir til á Facebook-síðu sinni að fólk hækki bara í útvarpinu og syngi með. Kjaramál Verkalýðsdagurinn Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Næsti fundur hjá iðnaðarmönnum og SA boðaður á fimmtudag Fundi iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum sáttasemjara núna á tólfta tímanum. Næsti fundur hefur verið boðaður á fimmtudagsmorgun klukkan 10 samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 30. apríl 2019 23:51 Fjölbreytt hátíðahöld Hátíðahöld í tilefni 1. maí verða í meira en 30 sveitarfélögum samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Í Reykjavík verður gengið frá Hlemmi niður á Ingólfstorg þar sem útifundur verður. Fer gangan af stað klukkan 13.30. 1. maí 2019 07:45 „Þýðir lítið að bíða með hendur í skauti eftir að einhver komi færandi hendi með krónur til launafólks“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýgerða samninga allt í senn málamiðlun, vopnahlé og viðunandi niðurstöðu miðað við aðstæður. Vinnunni sé langt því frá lokið og nú hefjist í raun hin eiginlega vinna við að fylgja eftir þeim málum sem samið var um fyrir tæpum mánuði síðan. 1. maí 2019 09:54 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér þyki það ógeðfellt að sjá verslanir auglýsa sérstakan tilboðsdag í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Bæði Húsgagnahöllin og Rúmfatalagerinn auglýstu tilboð sem gilda aðeins í dag í Fréttablaðinu í morgun. „Ég hef hvatt fólk til þess að sniðganga verslun á þessum degi. Mér finnst mjög ógeðfellt að sjá auglýsingar jafnvel á forsíðum stóru blaðanna að þetta sé orðinn sérstakur tilboðsdagur þessi alþjóðlegi baráttudagur verkalýðshreyfingarinnar. Mér finnst þetta reglulega ógeðfellt og ég hvet í rauninni félagsmenn og almenning að sniðganga þessi fyrirtæki í dag og jafnvel geng svo langt að sniðganga þau sjálfur almennt út af þessu uppátæki hjá sumum fyrirtækjum,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Hann segir þennan dag tilefni til þess að rífa sig upp og taka þátt í kröfugöngum og hátíðahöldum. „Þetta er dagur sem að við þurfum að taka mjög alvarlega. Við þurfum að standa saman. Þetta er dagur sem við þurfum að nota sem áminningu fyrir það sem hefur áunnist í verkalýðsbaráttunni undanfarin ár og áratugi. Sömuleiðis líka að þétta raðirnar og auka bæði stéttavitund og finna fyrir samtakamættinum,“ segir Ragnar. Margt er um að vera um land allt. Hátíðahöld fara fram í meira en 30 sveitarfélögum á landinu og stóru stéttarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru öll með kaffisamsæti eftir kröfufund á Ingólfstorgi. Í flestum sveitarfélögum landsins er eitthvað um að vera í dag og inni á vef Alþýðsambandsins má sjá yfirlit yfir hátíðarhöld og kröfugöngur. Á Akureyri mun fólk safnast saman við Alþýðuhúsið og fer kröfugangan af stað þaðan klukkan tvö. Á sama tíma fer gangan frá Alþýðuhúsinu á Ísafirði af stað og endar með dagskrá í Edinborgarhúsinu. Á Egilstöðum hófst hátíðardagskráin hálf ellefu í morgun. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan hálf tvö með kröfugöngu frá Hlemmi og niður Laugaveg sem endar svo á Ingólfstorgi þar sem verða ræðuhöld og skemmtun. Klukkan 12:30 hefst akstur Bifhjólasamtaka lýðveldisins. Aksturinn hefst á Laugavegi og endar hjá Bauhaus. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur ökumenn til að sýna þolinmæði, tafir gætu orðið á umferð og mælast þeir til á Facebook-síðu sinni að fólk hækki bara í útvarpinu og syngi með.
Kjaramál Verkalýðsdagurinn Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Næsti fundur hjá iðnaðarmönnum og SA boðaður á fimmtudag Fundi iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum sáttasemjara núna á tólfta tímanum. Næsti fundur hefur verið boðaður á fimmtudagsmorgun klukkan 10 samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 30. apríl 2019 23:51 Fjölbreytt hátíðahöld Hátíðahöld í tilefni 1. maí verða í meira en 30 sveitarfélögum samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Í Reykjavík verður gengið frá Hlemmi niður á Ingólfstorg þar sem útifundur verður. Fer gangan af stað klukkan 13.30. 1. maí 2019 07:45 „Þýðir lítið að bíða með hendur í skauti eftir að einhver komi færandi hendi með krónur til launafólks“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýgerða samninga allt í senn málamiðlun, vopnahlé og viðunandi niðurstöðu miðað við aðstæður. Vinnunni sé langt því frá lokið og nú hefjist í raun hin eiginlega vinna við að fylgja eftir þeim málum sem samið var um fyrir tæpum mánuði síðan. 1. maí 2019 09:54 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Næsti fundur hjá iðnaðarmönnum og SA boðaður á fimmtudag Fundi iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins lauk í húsakynnum sáttasemjara núna á tólfta tímanum. Næsti fundur hefur verið boðaður á fimmtudagsmorgun klukkan 10 samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara. 30. apríl 2019 23:51
Fjölbreytt hátíðahöld Hátíðahöld í tilefni 1. maí verða í meira en 30 sveitarfélögum samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Í Reykjavík verður gengið frá Hlemmi niður á Ingólfstorg þar sem útifundur verður. Fer gangan af stað klukkan 13.30. 1. maí 2019 07:45
„Þýðir lítið að bíða með hendur í skauti eftir að einhver komi færandi hendi með krónur til launafólks“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýgerða samninga allt í senn málamiðlun, vopnahlé og viðunandi niðurstöðu miðað við aðstæður. Vinnunni sé langt því frá lokið og nú hefjist í raun hin eiginlega vinna við að fylgja eftir þeim málum sem samið var um fyrir tæpum mánuði síðan. 1. maí 2019 09:54