Palestínska þjóðin muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir hana Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. maí 2019 19:30 Palestínskur maður, sem búsettur er á Íslandi, segir að Palestínumenn muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir þá með uppátæki sínu í Eurovision í gær. Hann hafi rætt við fjölmarga samlanda sína í dag sem séu fullir þakklæti. Þá segir baráttukona fyrir réttindum Palestínufólks að hljómsveitin hafi staðið við orð sín um að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis. Ísland hafnaði í tíunda sæti í keppninni í gær. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa eftir að liðsmenn Hatara veifuðu borða með fána Palestínu í beinni útsendingu í stigagjöfinni í gærkvöldi. Hatarar höfðu áður sagst ætla að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis og segir aktívistinn, Björk Vilhelmsdóttir, að þeir hafi staðið við orð sín. „Þarna bara nefndu þeir orðið sem enginn vildi nefna og það er algjörlega stórkostlegt að þeir skyldu gera það,“ segir Björk. Samtökin BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa hins vegar lítið fyrir uppátækið og segja að þó Hatari hafi sýnt samstöðu með Palestínu sé ekki hægt að samþykkja gjörninginn. Réttast hefði verið að sniðganga söngvakeppnina alfarið. Björk segir að sniðgönguhreyfingin sé vissulega mikilvæg en það útiloki ekki aðrar aðferðir. Útspil Hatara sé mikilvæg vitundarvakning. „Þeir bentu á það að það var eitthvað þarna miklu meira að. Þarna er mjög grimmt hernám og það þurfti einhver að segja það og okkar fólk gerði það,“ segir Björk. Orðið þakklæti er einnig ofarlega í huga hjónanna Tinnu Bjarkar og Abdulnasservísir/baldurÞá segist Björk hafi fundið fyrir miklu þakklæti frá Palestínumönnum í dag. Orðið þakklæti er einnig ofarlega í huga hjónanna Tinnu Bjarkar og Abdulnasser. Abdulnasser er frá Gaza í Palestínu og hefur búið á Íslandi í fimm ár. Þau höfðu ákveðið að sniðganga keppnina en þegar samfélagsmiðlar fóru að fyllast af myndum af Hatara með palestínska borðann breyttist viðhorf þeirra skyndilega. „Þá tók hjartað kipp. Það kom neisti og jákvæð upplifun að þetta hefði virkilega gerst,“ segir Tinna Björk. Abdulnasser tekur í sama streng. „Ég er glaður í hjarta mínu og sál. Nú hefur vandi okkar hlotið athygli víða. Við gleymum aldrei Íslandi fyrir það. Þetta verður skrifað í sögubækurnar,“ segir Abdulnasser. Fjölmiðlar í Palestínu hafa margir sett sig í samband við Abdulnasser í dag, sem og vinir og ættingar. „Gervöll Palestína gladdist yfir því sem gerðist. Margir blaðamenn sögðu að við hefðum unnið Eurovision ekki aðrir. Palestína var sigurvegarinn í Eurovision í gær og Ísland stuðlaði að því.“ Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11 Palestínskur stjórnmálaleiðtogi býður Hatara til Palestínu í þakklætisskyni Mustafa Barghouti, palestínskur stjórnmálamaður og læknir, hafði samband við liðsmenn Hatara og þakkaði þeim fyrir að sýna Palestínu samstöðu í Eurovision. Þá bauð hann Hatara til Ramallah, höfuðborgar Palestínu. 19. maí 2019 18:17 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Palestínskur maður, sem búsettur er á Íslandi, segir að Palestínumenn muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir þá með uppátæki sínu í Eurovision í gær. Hann hafi rætt við fjölmarga samlanda sína í dag sem séu fullir þakklæti. Þá segir baráttukona fyrir réttindum Palestínufólks að hljómsveitin hafi staðið við orð sín um að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis. Ísland hafnaði í tíunda sæti í keppninni í gær. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa eftir að liðsmenn Hatara veifuðu borða með fána Palestínu í beinni útsendingu í stigagjöfinni í gærkvöldi. Hatarar höfðu áður sagst ætla að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis og segir aktívistinn, Björk Vilhelmsdóttir, að þeir hafi staðið við orð sín. „Þarna bara nefndu þeir orðið sem enginn vildi nefna og það er algjörlega stórkostlegt að þeir skyldu gera það,“ segir Björk. Samtökin BDS, sem berjast fyrir sniðgöngu Ísrael, gefa hins vegar lítið fyrir uppátækið og segja að þó Hatari hafi sýnt samstöðu með Palestínu sé ekki hægt að samþykkja gjörninginn. Réttast hefði verið að sniðganga söngvakeppnina alfarið. Björk segir að sniðgönguhreyfingin sé vissulega mikilvæg en það útiloki ekki aðrar aðferðir. Útspil Hatara sé mikilvæg vitundarvakning. „Þeir bentu á það að það var eitthvað þarna miklu meira að. Þarna er mjög grimmt hernám og það þurfti einhver að segja það og okkar fólk gerði það,“ segir Björk. Orðið þakklæti er einnig ofarlega í huga hjónanna Tinnu Bjarkar og Abdulnasservísir/baldurÞá segist Björk hafi fundið fyrir miklu þakklæti frá Palestínumönnum í dag. Orðið þakklæti er einnig ofarlega í huga hjónanna Tinnu Bjarkar og Abdulnasser. Abdulnasser er frá Gaza í Palestínu og hefur búið á Íslandi í fimm ár. Þau höfðu ákveðið að sniðganga keppnina en þegar samfélagsmiðlar fóru að fyllast af myndum af Hatara með palestínska borðann breyttist viðhorf þeirra skyndilega. „Þá tók hjartað kipp. Það kom neisti og jákvæð upplifun að þetta hefði virkilega gerst,“ segir Tinna Björk. Abdulnasser tekur í sama streng. „Ég er glaður í hjarta mínu og sál. Nú hefur vandi okkar hlotið athygli víða. Við gleymum aldrei Íslandi fyrir það. Þetta verður skrifað í sögubækurnar,“ segir Abdulnasser. Fjölmiðlar í Palestínu hafa margir sett sig í samband við Abdulnasser í dag, sem og vinir og ættingar. „Gervöll Palestína gladdist yfir því sem gerðist. Margir blaðamenn sögðu að við hefðum unnið Eurovision ekki aðrir. Palestína var sigurvegarinn í Eurovision í gær og Ísland stuðlaði að því.“
Eurovision Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30 Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11 Palestínskur stjórnmálaleiðtogi býður Hatara til Palestínu í þakklætisskyni Mustafa Barghouti, palestínskur stjórnmálamaður og læknir, hafði samband við liðsmenn Hatara og þakkaði þeim fyrir að sýna Palestínu samstöðu í Eurovision. Þá bauð hann Hatara til Ramallah, höfuðborgar Palestínu. 19. maí 2019 18:17 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ísraelar í Tel Aviv hafa ýmislegt við framkomu Hatara að athuga Þetta er ekki fallega gert. Hvers vegna? Þeir koma hingað til að keppa í Eurovision. Til hvers að veifa fánanum? 19. maí 2019 13:30
Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12
Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11
Palestínskur stjórnmálaleiðtogi býður Hatara til Palestínu í þakklætisskyni Mustafa Barghouti, palestínskur stjórnmálamaður og læknir, hafði samband við liðsmenn Hatara og þakkaði þeim fyrir að sýna Palestínu samstöðu í Eurovision. Þá bauð hann Hatara til Ramallah, höfuðborgar Palestínu. 19. maí 2019 18:17