Palestínufáninn á lofti þegar Hatari birtist á skjánum Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 22:58 Hatari gaf merki um frið og hélt á fánum Palestínu. Liðsmenn Hatara standa með Palestínu. Þetta vissu þeir sem til þekkja en nú náðu skilaboðin til líklega um 200 milljóna í heiminum. Hatarar héldu á fána Palestínu þegar tilkynnnt var um stigin sem áhorfendur gáfu Hatara í símakosningu í beinni útsendingu. Liðsmenn sveitarinnar sýndu engin svipbrigði þegar myndavélunum var beint að þeim. Vert er að benda á að eftir að lag Hatara kláraðist í keppninni var nánast samstundis klippt frá þeim. Felix Bergsson, fararstjóri, segir Ríkisútvarpið ekki hafa vitað af þessu uppátæki og baðst hann undan frekari spurningum í bili. Fróðlegt verður að sjá hver viðbrögð ísraelska sjónvarpsins, Ísraela almennt og Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva verða við gjörningi Hatara. Gísla Marteinn Baldursson, sem lýsti keppninni í sjónvarpi, sagði að uppákoman ætti eftir að hafa eftirmála. Einar Hrafn Stefánsson, trommugimp Hatara, birti eftirfarandi myndband á samfélagsmiðlum. Þar eru starfsmenn eða öryggisverðir að reyna að taka Palestínufána af Höturum að því er virðist eftir uppákomu þeirra. „Ég er mjög hrædd við þá, mig langar að fara upp á hótel,“ heyrist kona segja í myndbandinu. Líklegt má telja að um sé að konan sé Ástrós eða Sólbjört, dansarar og bakraddasöngvarar Hatara.Afstaðan ekkert leyndarmál Hatari hefur ekki farið leynt með að þeim finnist þversögn í því að keppnin sé haldin hér í Ísrael, lands sem standi fyrir allt annað en þann frið og sameiningu sem Eurovision snúist um. Sveitin fór í heimsókn til Palestínu á meðan á dvöl þeirra í Ísrael stóð. Matthías og Klemens rifjuðu upp fyrsta blaðamannafund sveitarinnar í Ísrael í samtali við SVT. Þar lýstu þeir yfir eindregni skoðun sinni að ljúka hernáminu. „Við viljum að sjálfsögðu sjá hernáminu ljúka eins fljótt og auðið er, og við bindum vonir við að friði verði komið á. Við erum vongóð,“ sögðu þeir Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson, á blaðamannfundinum. Mögulega refsað fyrir gjörninginn Í frétt BBC um málið segir að skipuleggjendur Eurovision hafi lýst því yfir að Íslandi kunni að verða refsað fyrir athæfi sitt. Í yfirlýsingu frá Eurovision segir að „afleiðingar gjörða“ Hatara innan framkvæmdastjórnar keppninnar.Fundur með Jon Ola Sand? Nokkrum dögum síðar segjast þeir hafa boðaðir á fund með EBU og Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma. Síðan þá hafa þeir ítrekað sagst múlbundnir í viðtölum vegna keppninnar. „Okkur var sagt að það væru takmörk á því hvað við mættum segja og við rofið þau. Við höfum talað á pólitískum nótum í þessari keppni frá fyrsta degi og vitum ekki enn þá hvenær það gerðist,“ segir Matthías Tryggvi. „Mörkin sem skilja að hið pólitíska eru ósýnileg. Enginn veit hvar þau eru. Það er erfitt að fylgja reglum sem enginn skilur hvernig eða hvort eigi að fylgja. Boðskapur okkar er ekki hatursfullur. Við viljum frið og einingu.“ Rétt er að taka fram að ekki hefur fengist staðfesting á því hvort sá fundur sem liðsmenn Hatara vísa til hafi farið fram. Allur gangur er á því hvenær Hatari fer með rétt mál og hvenær ekki í viðtölum við fjölmiðla.Ánægðir með tóninn sem tókst að slá Matthías ræddi um skilaboð Hatara í viðtali við Vísi í gærkvöldi. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðinn tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“Uppfært 00:15 Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Liðsmenn Hatara standa með Palestínu. Þetta vissu þeir sem til þekkja en nú náðu skilaboðin til líklega um 200 milljóna í heiminum. Hatarar héldu á fána Palestínu þegar tilkynnnt var um stigin sem áhorfendur gáfu Hatara í símakosningu í beinni útsendingu. Liðsmenn sveitarinnar sýndu engin svipbrigði þegar myndavélunum var beint að þeim. Vert er að benda á að eftir að lag Hatara kláraðist í keppninni var nánast samstundis klippt frá þeim. Felix Bergsson, fararstjóri, segir Ríkisútvarpið ekki hafa vitað af þessu uppátæki og baðst hann undan frekari spurningum í bili. Fróðlegt verður að sjá hver viðbrögð ísraelska sjónvarpsins, Ísraela almennt og Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva verða við gjörningi Hatara. Gísla Marteinn Baldursson, sem lýsti keppninni í sjónvarpi, sagði að uppákoman ætti eftir að hafa eftirmála. Einar Hrafn Stefánsson, trommugimp Hatara, birti eftirfarandi myndband á samfélagsmiðlum. Þar eru starfsmenn eða öryggisverðir að reyna að taka Palestínufána af Höturum að því er virðist eftir uppákomu þeirra. „Ég er mjög hrædd við þá, mig langar að fara upp á hótel,“ heyrist kona segja í myndbandinu. Líklegt má telja að um sé að konan sé Ástrós eða Sólbjört, dansarar og bakraddasöngvarar Hatara.Afstaðan ekkert leyndarmál Hatari hefur ekki farið leynt með að þeim finnist þversögn í því að keppnin sé haldin hér í Ísrael, lands sem standi fyrir allt annað en þann frið og sameiningu sem Eurovision snúist um. Sveitin fór í heimsókn til Palestínu á meðan á dvöl þeirra í Ísrael stóð. Matthías og Klemens rifjuðu upp fyrsta blaðamannafund sveitarinnar í Ísrael í samtali við SVT. Þar lýstu þeir yfir eindregni skoðun sinni að ljúka hernáminu. „Við viljum að sjálfsögðu sjá hernáminu ljúka eins fljótt og auðið er, og við bindum vonir við að friði verði komið á. Við erum vongóð,“ sögðu þeir Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson, á blaðamannfundinum. Mögulega refsað fyrir gjörninginn Í frétt BBC um málið segir að skipuleggjendur Eurovision hafi lýst því yfir að Íslandi kunni að verða refsað fyrir athæfi sitt. Í yfirlýsingu frá Eurovision segir að „afleiðingar gjörða“ Hatara innan framkvæmdastjórnar keppninnar.Fundur með Jon Ola Sand? Nokkrum dögum síðar segjast þeir hafa boðaðir á fund með EBU og Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma. Síðan þá hafa þeir ítrekað sagst múlbundnir í viðtölum vegna keppninnar. „Okkur var sagt að það væru takmörk á því hvað við mættum segja og við rofið þau. Við höfum talað á pólitískum nótum í þessari keppni frá fyrsta degi og vitum ekki enn þá hvenær það gerðist,“ segir Matthías Tryggvi. „Mörkin sem skilja að hið pólitíska eru ósýnileg. Enginn veit hvar þau eru. Það er erfitt að fylgja reglum sem enginn skilur hvernig eða hvort eigi að fylgja. Boðskapur okkar er ekki hatursfullur. Við viljum frið og einingu.“ Rétt er að taka fram að ekki hefur fengist staðfesting á því hvort sá fundur sem liðsmenn Hatara vísa til hafi farið fram. Allur gangur er á því hvenær Hatari fer með rétt mál og hvenær ekki í viðtölum við fjölmiðla.Ánægðir með tóninn sem tókst að slá Matthías ræddi um skilaboð Hatara í viðtali við Vísi í gærkvöldi. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðinn tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“Uppfært 00:15
Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira