Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru báðir í byrjunarliði CSKA Moskvu sem vann 1-0 sigur á Akhmat Grozny í rússnesku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsti sigur CSKA í fjórum leikjum.
Með stigunum þremur komst CSKA upp í 4. sæti deildarinnar. Liðið er aðeins tveimur stigum frá 3. sætinu sem gefur þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Hörður lék allan leikinn fyrir CSKA en Arnór var tekinn af velli á 78. mínútu.
Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn fyrir Gaziantep sem rúllaði yfir Kardemir Karabuk, 1-6, í lokaumferð tyrknesku B-deildarinnar.
Gaziantep endaði í 5. sæti deildarinnar og fer í umspil um sæti í tyrknesku úrvalsdeildinni.
Kári Árnason lék ekki með Genclerbirligi sem laut í lægra haldi fyrir Adana Demirspor, 1-2.
Tapið kom ekki að sök því Ganclerbirligi sem var búið að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni. Deildarmeistaratitilinn gekk liðinu hins vegar úr greipum.
CSKA upp í 4. sætið | Stórsigur Elmars í lokaumferðinni
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Þetta var hið fullkomna kvöld“
Fótbolti

„Þetta er ekki búið“
Fótbolti




Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð
Enski boltinn


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn
