Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi Sóleyjar Sighvatur Jónsson skrifar 18. maí 2019 12:15 Frá björgunaraðgerðum í morgun. Mynd/Guðmundur St. Valdimarsson Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns þegar eldur kom upp á tíunda tímanum í gærkvöldi. Vegna rafmagnsleysis hefur ekki verið unnt að draga tvö troll skipsins inn og því er tímafrekt að draga skipið til Akureyrar, að sögn skipstjóra rækjutogarans Múlabergs sem dregur Sóleyju til hafnar. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um eld í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns GK. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang ásamt varðskipinu Tý. Togarinn Múlaberg SI var við rækjuveiðar í 25 sjómílna fjarlægð. Finnur Bernharð Sigurbjörnsson, skipstjóri á Múlabergi, segir að strax hafi veri híft og siglt á vettvang þegar neyðarkall barst frá áhöfn Sóleyjar. Tilkynnt hafi verið um mikinn reyk í vélarrúmi. Rafmagnslaust var um borð í Sóleyju og vél skipsins ekki gangfær. Átta manna áhöfn Sóleyjar var í flotgöllum í brú skipsins. „Við náðum að koma taug á milli skipanna í annarri tilraun, það var svolítil hreyfing á skipunum,“ segir Finnur. Símasambandslaust hefur verið við Sóleyju vegna rafmagnsleysis um borð. „Það brunnu þrjár rafmagnstöflur og eitthvað meira í vélarrúminu. En það er búið að koma vararafstöð frá varðskipi um borð.“Ganga menn þá út frá því að það hafi kviknað í út frá rafmagni? „Já, það eru allar líkur á því að það hafi orðið einhver sprenging í rafmagnstöflunni. Þetta lítur illa út skildist mér á vélstjóranum þeirra.“Varðskipið Týr var sent á vettvang ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.Mynd/Guðmundur St. ValdimarssonVélstjórinn nýrfarinn þegar eldur kviknaði Finnur segir að áhöfnin sé ómeidd. Vélstjórinn hafi verið nýfarinn úr vélarrúmi þegar eldurinn kviknaði. „Þyrlan tók tvo menn til að létta á hjá þeim, þetta er enginn aðbúnaður um borð í skipi þegar allt er dautt - rafmagnslaust, ljóslaust og allslaust,“ segir Finnur skipstjóri á Múlabergi. Hann segir að ferðin sækist hægt og býst við að koma til hafnar á Akureyri eftir um sólarhring. Þetta er í þriðja skipti sem eldur kemur upp í togaranum Sóleyju Sigurjóns sem er í eigu Nesfisks. Eldur kom upp í vélarrúmi skipsins 2015 og 2008. Akureyri Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns þegar eldur kom upp á tíunda tímanum í gærkvöldi. Vegna rafmagnsleysis hefur ekki verið unnt að draga tvö troll skipsins inn og því er tímafrekt að draga skipið til Akureyrar, að sögn skipstjóra rækjutogarans Múlabergs sem dregur Sóleyju til hafnar. Á tíunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um eld í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns GK. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á vettvang ásamt varðskipinu Tý. Togarinn Múlaberg SI var við rækjuveiðar í 25 sjómílna fjarlægð. Finnur Bernharð Sigurbjörnsson, skipstjóri á Múlabergi, segir að strax hafi veri híft og siglt á vettvang þegar neyðarkall barst frá áhöfn Sóleyjar. Tilkynnt hafi verið um mikinn reyk í vélarrúmi. Rafmagnslaust var um borð í Sóleyju og vél skipsins ekki gangfær. Átta manna áhöfn Sóleyjar var í flotgöllum í brú skipsins. „Við náðum að koma taug á milli skipanna í annarri tilraun, það var svolítil hreyfing á skipunum,“ segir Finnur. Símasambandslaust hefur verið við Sóleyju vegna rafmagnsleysis um borð. „Það brunnu þrjár rafmagnstöflur og eitthvað meira í vélarrúminu. En það er búið að koma vararafstöð frá varðskipi um borð.“Ganga menn þá út frá því að það hafi kviknað í út frá rafmagni? „Já, það eru allar líkur á því að það hafi orðið einhver sprenging í rafmagnstöflunni. Þetta lítur illa út skildist mér á vélstjóranum þeirra.“Varðskipið Týr var sent á vettvang ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.Mynd/Guðmundur St. ValdimarssonVélstjórinn nýrfarinn þegar eldur kviknaði Finnur segir að áhöfnin sé ómeidd. Vélstjórinn hafi verið nýfarinn úr vélarrúmi þegar eldurinn kviknaði. „Þyrlan tók tvo menn til að létta á hjá þeim, þetta er enginn aðbúnaður um borð í skipi þegar allt er dautt - rafmagnslaust, ljóslaust og allslaust,“ segir Finnur skipstjóri á Múlabergi. Hann segir að ferðin sækist hægt og býst við að koma til hafnar á Akureyri eftir um sólarhring. Þetta er í þriðja skipti sem eldur kemur upp í togaranum Sóleyju Sigurjóns sem er í eigu Nesfisks. Eldur kom upp í vélarrúmi skipsins 2015 og 2008.
Akureyri Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira