Hífa líklega hluta áhafnarinnar upp í þyrlu Gæslunnar Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2019 23:07 Þyrla Landhelgisgæslunnar. Myndin er úr safni. Vísir/Ernir Eyjólfsson Þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskip og björgunarsveitir voru kallaðar út eftir að neyðarkall barst frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200 á tíunda tímanum í kvöld. Eldur var laus í vélarúmi skipsins sem er statt um níutíu sjómílur norður af landinu en átta manns eru um borð. Allir um borð eru heilir á húfi. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kom fram að TF-LIF og varðskipið Týr, sem var statt við Húsavík, hafi þegar í stað verið kölluð út. Neyðarkallið barst klukkan 21:12 í kvöld. Björgunarskipið Sigurvin frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu á Siglufirði með tvo slökkviliðsmenn um borð var einnig kallað út. Togarinn Múlaberg sem var í grendinni var einnig beðinn um að halda á vettvang. Samkvæmt upplýsingum Gæslunnar frá skipverjunum ræstu þeir slökkvikerfi í vélarrúmi skipsins og virðist sem að allur eldur sé slokknaður. Skipið sé hins vegar vélarvana og aðstoðar þurfi. Skipverjarnir eru allir sagðir komnir í björgunargalla og halda til heilir á húfi í brú skipsins. Gert er ráð fyrir að þyrla Gæslunnar komi að togaranum um klukkan 23:50. Múlabergið er sagt væntanlegt á staðinn um svipað leyti. Týr kemur líklega ekki á staðinn fyrr en um klukkan fjögur í nótt og Sigurvin um klukkustund síðar. Í skipaskrá kemur fram að Sóley Sigurjóns er í eigu Nesfisks og er með heimahöfn í Garði. Skuttogarinn er um 737 tonn og rúmlega 38 metrar að lengd. Uppfært 00:37 Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar eru bæði TF-LIF og Múlabergið komin að Sóleyju. Ástandið um borð sé stöðugt. Unnið er að því að koma taug á milli skipanna tveggja. Hann býst við að hluti áhafnarinnar verði hífð um borð í þyrluna og flutt í land. Sóley verði dregin til hafnar, annað hvort á Akureyri eða Siglufirði. Fréttin hefur verið uppfærð. Akureyri Fjallabyggð Landhelgisgæslan Norðurþing Suðurnesjabær Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskip og björgunarsveitir voru kallaðar út eftir að neyðarkall barst frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200 á tíunda tímanum í kvöld. Eldur var laus í vélarúmi skipsins sem er statt um níutíu sjómílur norður af landinu en átta manns eru um borð. Allir um borð eru heilir á húfi. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kom fram að TF-LIF og varðskipið Týr, sem var statt við Húsavík, hafi þegar í stað verið kölluð út. Neyðarkallið barst klukkan 21:12 í kvöld. Björgunarskipið Sigurvin frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu á Siglufirði með tvo slökkviliðsmenn um borð var einnig kallað út. Togarinn Múlaberg sem var í grendinni var einnig beðinn um að halda á vettvang. Samkvæmt upplýsingum Gæslunnar frá skipverjunum ræstu þeir slökkvikerfi í vélarrúmi skipsins og virðist sem að allur eldur sé slokknaður. Skipið sé hins vegar vélarvana og aðstoðar þurfi. Skipverjarnir eru allir sagðir komnir í björgunargalla og halda til heilir á húfi í brú skipsins. Gert er ráð fyrir að þyrla Gæslunnar komi að togaranum um klukkan 23:50. Múlabergið er sagt væntanlegt á staðinn um svipað leyti. Týr kemur líklega ekki á staðinn fyrr en um klukkan fjögur í nótt og Sigurvin um klukkustund síðar. Í skipaskrá kemur fram að Sóley Sigurjóns er í eigu Nesfisks og er með heimahöfn í Garði. Skuttogarinn er um 737 tonn og rúmlega 38 metrar að lengd. Uppfært 00:37 Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar eru bæði TF-LIF og Múlabergið komin að Sóleyju. Ástandið um borð sé stöðugt. Unnið er að því að koma taug á milli skipanna tveggja. Hann býst við að hluti áhafnarinnar verði hífð um borð í þyrluna og flutt í land. Sóley verði dregin til hafnar, annað hvort á Akureyri eða Siglufirði. Fréttin hefur verið uppfærð.
Akureyri Fjallabyggð Landhelgisgæslan Norðurþing Suðurnesjabær Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira