Áhrif styttingar náms til stúdentsprófs verði metin Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. maí 2019 21:00 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að stytting námstíma til stúdentsprófs kunni að hafa ýtt undir brottfall ungmenna frá efnaminni heimilum úr skóla. Þá séu vísbendingar um að dregið hafi úr þátttöku ungmenna í afreksíþróttum. Breytingarnar sem tóku gildi fyrir þremur árum leggjast misvel í menntaskólanemendur. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum en ekki fjórum eftir að breytingarnar tóku gildi útskrifaðist í fyrra vor og núna í vor útskrifast síðustu árgangarnir úr þeim skólum sem síðastir innleiddu nýja námskrá sem kveður á um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði á Alþingi í dag fram beiðni um skýrslu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, um árangur og áhrif breytinganna. Breytingarnar hafi verið umdeildar og því sé brýnt að leggja mat á áhrif þeirra. „Þarna er framtíðin okkar og við þurfum að sjá hvernig til tókst við þessa skyndiákvörðun sem var farið í að stytta þennan tíma til stúdentsprófs. Hvernig líður unga fólkinu okkar, hvernig gengur þeim, kemur þetta niður á frekara námi í háskólum og svo framvegis,“ segir Helga Vala. Áhrifin kunni að vera margvísleg, meðal annars gæti aukið álag hafi áhrif á þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi. „Ég hef heyrt að þetta hafi haft áhrif á íþróttafélögin, það er að segja þegar kemur að þátttöku, sem og þátttöku ungs afreksfólks í íþróttum sem gefa síður kost á sér í unglingalandsliðin og það er auðvitað alveg ferlegt,“ segir Helga Vala. Meiri áhyggjur hafi hún þó af áhrifum sem breytingarnar kunni að hafa haft í för með sér á ungmenni sem koma frá efnaminni heimilum. „Ég bið um að það sé kannað sérstaklega, hvort nemendur frá efnaminni fjölskyldum, sem ekki geta núna unnið með skólanum falli þá frekar úr námi í framhaldsskólum vegna þessa,“ segir Helga Vala. Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gerð verður úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanámsins Utanaðkomandi aðila verður falið að gera úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanáms til stúdentsprófs í þrjú ár. Umfang þeirrar úttektar hefur ekki verið ákveðið en miðað er við að verkefnisáætlun verði tilbúin fyrir jól. 20. nóvember 2018 19:30 Telur framhaldsskólanema vinna of mikið Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. 9. nóvember 2018 20:00 Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00 „Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að stytting námstíma til stúdentsprófs kunni að hafa ýtt undir brottfall ungmenna frá efnaminni heimilum úr skóla. Þá séu vísbendingar um að dregið hafi úr þátttöku ungmenna í afreksíþróttum. Breytingarnar sem tóku gildi fyrir þremur árum leggjast misvel í menntaskólanemendur. Fyrsti árgangurinn til að útskrifast á þremur árum en ekki fjórum eftir að breytingarnar tóku gildi útskrifaðist í fyrra vor og núna í vor útskrifast síðustu árgangarnir úr þeim skólum sem síðastir innleiddu nýja námskrá sem kveður á um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði á Alþingi í dag fram beiðni um skýrslu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, um árangur og áhrif breytinganna. Breytingarnar hafi verið umdeildar og því sé brýnt að leggja mat á áhrif þeirra. „Þarna er framtíðin okkar og við þurfum að sjá hvernig til tókst við þessa skyndiákvörðun sem var farið í að stytta þennan tíma til stúdentsprófs. Hvernig líður unga fólkinu okkar, hvernig gengur þeim, kemur þetta niður á frekara námi í háskólum og svo framvegis,“ segir Helga Vala. Áhrifin kunni að vera margvísleg, meðal annars gæti aukið álag hafi áhrif á þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi. „Ég hef heyrt að þetta hafi haft áhrif á íþróttafélögin, það er að segja þegar kemur að þátttöku, sem og þátttöku ungs afreksfólks í íþróttum sem gefa síður kost á sér í unglingalandsliðin og það er auðvitað alveg ferlegt,“ segir Helga Vala. Meiri áhyggjur hafi hún þó af áhrifum sem breytingarnar kunni að hafa haft í för með sér á ungmenni sem koma frá efnaminni heimilum. „Ég bið um að það sé kannað sérstaklega, hvort nemendur frá efnaminni fjölskyldum, sem ekki geta núna unnið með skólanum falli þá frekar úr námi í framhaldsskólum vegna þessa,“ segir Helga Vala.
Alþingi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gerð verður úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanámsins Utanaðkomandi aðila verður falið að gera úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanáms til stúdentsprófs í þrjú ár. Umfang þeirrar úttektar hefur ekki verið ákveðið en miðað er við að verkefnisáætlun verði tilbúin fyrir jól. 20. nóvember 2018 19:30 Telur framhaldsskólanema vinna of mikið Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. 9. nóvember 2018 20:00 Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00 „Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Gerð verður úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanámsins Utanaðkomandi aðila verður falið að gera úttekt á áhrifum styttingar framhaldsskólanáms til stúdentsprófs í þrjú ár. Umfang þeirrar úttektar hefur ekki verið ákveðið en miðað er við að verkefnisáætlun verði tilbúin fyrir jól. 20. nóvember 2018 19:30
Telur framhaldsskólanema vinna of mikið Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár. 9. nóvember 2018 20:00
Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00
„Það erum við sem þurfum að gefa afsláttinn“ Þrátt fyrir að framhaldsskóli hafi verið styttur í þrjú ár gefa margir nemendur sér lengri tíma til að ljúka námi. Nemandi í FG segir hættulega mikið álag vera á nemendur og hefur sent menntamálaráðherra bréf til að lýsa óánægju sinni. 6. nóvember 2018 20:30