Bandaríkjastjórn vildi ekki taka þátt í átaki gegn öfgahyggju Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2019 18:09 Bandaríkjastjórn Trump forseta treysti sér ekki til að styðja alþjóðlegt átak gegn öfgahyggju á netinu. Vísir/Getty Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafnaði því að styðja átak gegn öfgahyggju á netinu sem ríkisstjórn Nýja-Sjálands hefur frumkvæði að til að bregðast við hryðjuverkunum í Christchurch í vor. Bandaríkjastjórn vísar til tjáningarfrelsissjónarmiða. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kynntu Christchruch-ákallið gegn öfgahyggju á netinu í vikunni. Þau standa fyrir ráðstefnu um málefnið um helgina þar sem markmiðið er að samræma aðgerðir ríkisstjórna heims og tæknifyrirtækja til að koma í veg fyrir að samfélagsmiðlar séu notaðir til að ýta undir hryðjuverk eða hryðjuverkastarfsemi. Facebook hefur þegar heitið því að gera breytingar á streymisþjónustu sinni Facebook Live í kjölfar fjöldamorðsins í Christchurch. Árásarmaðurinn, sem myrti fimmtíu og einn í tveimur moskum í borginni, sendi beint frá árásinni á Facebook Live.Washington Post segir að Bandaríkjastjórn hafi hins vegar ekki treyst sér til að styðja Christchurch-ákallið vegna tjáningarfrelsissjónarmiða. Trump forseti ætlar heldur ekki að taka þátt í ráðstefnunni í París um helgina. Í yfirlýsingu bandarískra stjórnvalda kom fram að þau styddu alþjóðasamfélagið í að fordæma hryðjuverk og ofbeldisfullt öfgaefni á netinu. Einnig styddu þau markmið verkefnisins um aðgerðir. Hvíta húsið væri aftur á móti ekki í „aðstöðu til að taka þátt í ákallinu“. Að mati Bandaríkjastjórnar er besta leiðin til að vinna bug á tali hryðjuverkamanna „gagnleg orðræða“. „Þannig leggjum við áherslu á mikilvægi þess að ýta undir aðrar trúverðugar frásagnir sem aðalleiðina til þess að við getum sigrast á skilaboðum hryðjuverkamanna,“ sagði í yfirlýsingunni. Bandaríkin Donald Trump Facebook Hryðjuverk í Christchurch Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafnaði því að styðja átak gegn öfgahyggju á netinu sem ríkisstjórn Nýja-Sjálands hefur frumkvæði að til að bregðast við hryðjuverkunum í Christchurch í vor. Bandaríkjastjórn vísar til tjáningarfrelsissjónarmiða. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, kynntu Christchruch-ákallið gegn öfgahyggju á netinu í vikunni. Þau standa fyrir ráðstefnu um málefnið um helgina þar sem markmiðið er að samræma aðgerðir ríkisstjórna heims og tæknifyrirtækja til að koma í veg fyrir að samfélagsmiðlar séu notaðir til að ýta undir hryðjuverk eða hryðjuverkastarfsemi. Facebook hefur þegar heitið því að gera breytingar á streymisþjónustu sinni Facebook Live í kjölfar fjöldamorðsins í Christchurch. Árásarmaðurinn, sem myrti fimmtíu og einn í tveimur moskum í borginni, sendi beint frá árásinni á Facebook Live.Washington Post segir að Bandaríkjastjórn hafi hins vegar ekki treyst sér til að styðja Christchurch-ákallið vegna tjáningarfrelsissjónarmiða. Trump forseti ætlar heldur ekki að taka þátt í ráðstefnunni í París um helgina. Í yfirlýsingu bandarískra stjórnvalda kom fram að þau styddu alþjóðasamfélagið í að fordæma hryðjuverk og ofbeldisfullt öfgaefni á netinu. Einnig styddu þau markmið verkefnisins um aðgerðir. Hvíta húsið væri aftur á móti ekki í „aðstöðu til að taka þátt í ákallinu“. Að mati Bandaríkjastjórnar er besta leiðin til að vinna bug á tali hryðjuverkamanna „gagnleg orðræða“. „Þannig leggjum við áherslu á mikilvægi þess að ýta undir aðrar trúverðugar frásagnir sem aðalleiðina til þess að við getum sigrast á skilaboðum hryðjuverkamanna,“ sagði í yfirlýsingunni.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Hryðjuverk í Christchurch Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira