Framkvæmdastjóri Eurovision gerði úttekt á Kórnum og Egilshöll í vor Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2019 17:09 Jon Ola Sand framkvæmdastjóri Eurovision. Vísir/EPA Jon Ola Sand framkvæmdastjóri Eurovision kom hingað til lands í vor og skoðaði Kórinn og Egilshöll sem vænlegt húsnæði undir keppnina, kæmi til þess að Ísland bæri sigur úr býtum. Sand lagði blessun sína yfir umrædda staði, að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, framkvæmdastjóra dagskrárdeildar Ríkisútvarpsins, og telur að Ísland geti vel haldið Eurovision.Ábyrgðarlaust að taka þátt ef við gætum ekki haldið keppnina Skarphéðinn ræddi söngkeppnina, sem fer nú fram í Tel Aviv í Ísrael, í þættinum Reykjavík síðdegis í dag. Ísland komst áfram í aðalkeppnina á fyrra undankvöldi Eurovision í gær, í fyrsta sinn í fimm ár, og benda helstu spár til þess að hljómsveitinni Hatara muni farnast töluvert betur í keppninni en fulltrúum síðustu ára.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri RÚV.vísir/stefánÞeir allra bjartsýnustu búast jafnvel við sigri Hatara í Eurovision í ár. Skarphéðinn segir Ísland vel geta haldið keppnina – annars væri raunar fullkomlega ábyrgðarlaust að taka þátt í henni. „Við erum með ákveðið aðgerðarplan sem segir til um það, sem svarar spurningunni Hvað ef? Hvað gerum við þá? Hvað fer í gang? Við teljum okkur vera með ákveðið plan í gangi,“ segir Skarphéðinn. „Við höfum gert á þessu ákveðna úttekt og teljum okkur vera fullkomlega í stakk búin til að gera það. Og höfum átt í samtölum við forsvarsmenn keppninnar, markvisst með þetta í huga að geta brugðist við þessum aðstæðum, sem einhvern veginn virðast nær núna en oft áður.“Blaðamannahöll og búningaaðstaða skilyrði Tæknilega hlið keppninnar verði jafnframt ekki vandamál, stærri spurningin lúti að húsnæðinu sem uppfylla þurfi ýmis skilyrði. „Við höfum alveg gert úttekt á þessu og það eru nokkur sem koma til greina. Það eru augljósir kostir, það er Kórinn í Kópavogi, það er Egilshöllin og það eru þessar stærri íþróttahallir,“ segir Skarphéðinn.Skarphéðinn segir Jon Ola Sand hafa hrifist mjög af atriði Hatara. Hér má sjá sveitina á Eurovision-sviðinu í Tel Aviv í gær.Vísir/Getty„Þetta snýst fyrst og fremst um stærð hússins og í rauninni svæðið í kring því það er alveg ljóst að þetta er svolítið fyrirferðarmikið allt þarna í kring það þarf að gera ráð fyrir blaðamannahöll og búningaaðstöðu fyrir alla.“ Inntur eftir því hvað herlegheitin myndu kosta, og þá hvort Íslendingar og RÚV gætu staðið undir slíkum kostnaði, segir Skarphéðinn að of snemmt sé að segja til um verðmiðann. Keppnin gæti þó farið fram. „Það ætti að vera hægt að halda þessa keppni þannig, með þeim árangri sem aðrir eru að gera. Ef vel verður haldið á spöðunum þá ætti þetta að geta komið út nokkurn veginn á sléttu.“Það rúmast ýmislegt í Egilshöll, jafnvel Eurovision.Vísir/EgillNotuðu tækifærið og skoðuðu aðstæður Þá staðfestir Skarphéðinn að Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri til Eurovision, hafi skoðað vænlegt húsnæði undir keppnina þegar honum var boðið til Íslands að vera viðstaddur úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins í mars. Hann hafi verið afar hrifinn af Hatara – og jákvæður í garð húsakostsins. „Þetta er svo sem ekkert launungamál að Jon Ola Sand frá EBU kom og heimsótti okkur í vetur,“ segir Skarphéðinn. „Við buðum honum til að vera með okkur þegar við héldum söngkeppnina og hann þáði það boð og að sjálfsögðu notuðum við tækifærið og könnuðum aðstæður. Og hann skoðaði þessar aðstæður, Kórinn og Egilshöll og fleiri staði, og það var ekki að sjá annað af hans viðbrögðum en að hann mæti það sem svo að við gætum hæglega haldið þessa keppni.“Viðtalið við Skarphéðinn má hlusta á í heild hér að neðan. Eurovision Kópavogur Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þekktasti Eurovision bloggari Evrópu elskar Hatara Hatari komst í gær áfram í úrslit í Eurovision þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra í Expo-höllinni í Tel AviWilliam Lee Adams byrjaði með bloggsíðuna WIWI-bloggs árið 2009 og hefur síðan orðið mjög vinsæl á þessum áratugi. 15. maí 2019 13:00 Ætlar ekki að verða við þrýstingi til að þóknast pólitískum sjónarmiðum Madonna sendir frá sér yfirlýsingu vegna Eurovision. 15. maí 2019 08:21 Tvö stig skildu að 10. og 11. sætið í gær Hvert atkvæði í Eurovision skiptir máli, ef marka má framkvæmdastjóra keppninnar Jon Ola Sand. 15. maí 2019 12:03 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Jon Ola Sand framkvæmdastjóri Eurovision kom hingað til lands í vor og skoðaði Kórinn og Egilshöll sem vænlegt húsnæði undir keppnina, kæmi til þess að Ísland bæri sigur úr býtum. Sand lagði blessun sína yfir umrædda staði, að sögn Skarphéðins Guðmundssonar, framkvæmdastjóra dagskrárdeildar Ríkisútvarpsins, og telur að Ísland geti vel haldið Eurovision.Ábyrgðarlaust að taka þátt ef við gætum ekki haldið keppnina Skarphéðinn ræddi söngkeppnina, sem fer nú fram í Tel Aviv í Ísrael, í þættinum Reykjavík síðdegis í dag. Ísland komst áfram í aðalkeppnina á fyrra undankvöldi Eurovision í gær, í fyrsta sinn í fimm ár, og benda helstu spár til þess að hljómsveitinni Hatara muni farnast töluvert betur í keppninni en fulltrúum síðustu ára.Skarphéðinn Guðmundsson er dagskrárstjóri RÚV.vísir/stefánÞeir allra bjartsýnustu búast jafnvel við sigri Hatara í Eurovision í ár. Skarphéðinn segir Ísland vel geta haldið keppnina – annars væri raunar fullkomlega ábyrgðarlaust að taka þátt í henni. „Við erum með ákveðið aðgerðarplan sem segir til um það, sem svarar spurningunni Hvað ef? Hvað gerum við þá? Hvað fer í gang? Við teljum okkur vera með ákveðið plan í gangi,“ segir Skarphéðinn. „Við höfum gert á þessu ákveðna úttekt og teljum okkur vera fullkomlega í stakk búin til að gera það. Og höfum átt í samtölum við forsvarsmenn keppninnar, markvisst með þetta í huga að geta brugðist við þessum aðstæðum, sem einhvern veginn virðast nær núna en oft áður.“Blaðamannahöll og búningaaðstaða skilyrði Tæknilega hlið keppninnar verði jafnframt ekki vandamál, stærri spurningin lúti að húsnæðinu sem uppfylla þurfi ýmis skilyrði. „Við höfum alveg gert úttekt á þessu og það eru nokkur sem koma til greina. Það eru augljósir kostir, það er Kórinn í Kópavogi, það er Egilshöllin og það eru þessar stærri íþróttahallir,“ segir Skarphéðinn.Skarphéðinn segir Jon Ola Sand hafa hrifist mjög af atriði Hatara. Hér má sjá sveitina á Eurovision-sviðinu í Tel Aviv í gær.Vísir/Getty„Þetta snýst fyrst og fremst um stærð hússins og í rauninni svæðið í kring því það er alveg ljóst að þetta er svolítið fyrirferðarmikið allt þarna í kring það þarf að gera ráð fyrir blaðamannahöll og búningaaðstöðu fyrir alla.“ Inntur eftir því hvað herlegheitin myndu kosta, og þá hvort Íslendingar og RÚV gætu staðið undir slíkum kostnaði, segir Skarphéðinn að of snemmt sé að segja til um verðmiðann. Keppnin gæti þó farið fram. „Það ætti að vera hægt að halda þessa keppni þannig, með þeim árangri sem aðrir eru að gera. Ef vel verður haldið á spöðunum þá ætti þetta að geta komið út nokkurn veginn á sléttu.“Það rúmast ýmislegt í Egilshöll, jafnvel Eurovision.Vísir/EgillNotuðu tækifærið og skoðuðu aðstæður Þá staðfestir Skarphéðinn að Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri til Eurovision, hafi skoðað vænlegt húsnæði undir keppnina þegar honum var boðið til Íslands að vera viðstaddur úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins í mars. Hann hafi verið afar hrifinn af Hatara – og jákvæður í garð húsakostsins. „Þetta er svo sem ekkert launungamál að Jon Ola Sand frá EBU kom og heimsótti okkur í vetur,“ segir Skarphéðinn. „Við buðum honum til að vera með okkur þegar við héldum söngkeppnina og hann þáði það boð og að sjálfsögðu notuðum við tækifærið og könnuðum aðstæður. Og hann skoðaði þessar aðstæður, Kórinn og Egilshöll og fleiri staði, og það var ekki að sjá annað af hans viðbrögðum en að hann mæti það sem svo að við gætum hæglega haldið þessa keppni.“Viðtalið við Skarphéðinn má hlusta á í heild hér að neðan.
Eurovision Kópavogur Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þekktasti Eurovision bloggari Evrópu elskar Hatara Hatari komst í gær áfram í úrslit í Eurovision þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra í Expo-höllinni í Tel AviWilliam Lee Adams byrjaði með bloggsíðuna WIWI-bloggs árið 2009 og hefur síðan orðið mjög vinsæl á þessum áratugi. 15. maí 2019 13:00 Ætlar ekki að verða við þrýstingi til að þóknast pólitískum sjónarmiðum Madonna sendir frá sér yfirlýsingu vegna Eurovision. 15. maí 2019 08:21 Tvö stig skildu að 10. og 11. sætið í gær Hvert atkvæði í Eurovision skiptir máli, ef marka má framkvæmdastjóra keppninnar Jon Ola Sand. 15. maí 2019 12:03 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Þekktasti Eurovision bloggari Evrópu elskar Hatara Hatari komst í gær áfram í úrslit í Eurovision þegar sveitin flutti lagið Hatrið mun sigra í Expo-höllinni í Tel AviWilliam Lee Adams byrjaði með bloggsíðuna WIWI-bloggs árið 2009 og hefur síðan orðið mjög vinsæl á þessum áratugi. 15. maí 2019 13:00
Ætlar ekki að verða við þrýstingi til að þóknast pólitískum sjónarmiðum Madonna sendir frá sér yfirlýsingu vegna Eurovision. 15. maí 2019 08:21
Tvö stig skildu að 10. og 11. sætið í gær Hvert atkvæði í Eurovision skiptir máli, ef marka má framkvæmdastjóra keppninnar Jon Ola Sand. 15. maí 2019 12:03