Dómsmálaráðuneyti með mál Erlu Bolladóttur til skoðunar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. maí 2019 06:45 Erla á leið úr dómsal eftir sýknudóma í Hæstarétti síðastliðið haust. Fréttablaðið/Eyþór „Ég hef hitt Erlu og ég hef óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að það skoði hennar mál sérstaklega,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Störf sáttanefndar um Guðmundar- og Geirfinnsmál voru rædd í ríkisstjórn í gær. Erla Bolladóttir er sú eina hinna dómfelldu sem ekki fékk mál sitt endurupptekið síðastliðið haust. Hún var sakfelld fyrir rangar sakargiftir með því að hafa sammælst um það með Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sævari Marínó Ciesielski að ef spjótin færu að beinast að þeim vegna hvarfs Geirfinns myndu þau bera sakir á svokallaða Klúbbmenn. Dómur þeirra þriggja fyrir rangar sakargiftir stendur enn þótt sýknað hafi verið af aðild að hvarfi Geirfinns. Erla átti ellefu vikna dóttur þegar hún var handtekin í desember 1975. Hún sat í gæsluvarðhaldi í 239 daga vegna málsins, henni voru gefnar sannleikssprautur til að hjálpa henni við að rifja upp atburði og gerð var tilraun til að dáleiða hana. Gæsluvarðhaldsvistin og langar yfirheyrslur fóru illa með Erlu og útilokuðu að mark væri takandi á framburði hennar, að mati Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings, eins og fjallað er um í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um málið.Erla ræddi við Davíð Þór Björgvinsson settan saksóknara málsins eftir málflutning í Hæstarétti síðastliðið haust.Fréttablaðið/ErnirErla játaði á sig ýmis afbrot meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, meðal annars að hafa skotið Geirfinn með riffli. Þá nefndi hún fjölmarga mögulega vitorðsmenn, þeirra á meðal þáverandi dómsmálaráðherra Ólaf Jóhannesson. „Ég lýsti því á fundi mínum með forsætisráðherra eftir að sýknudómur féll í Hæstarétti að ég vildi að yfirvöld lýstu því yfir með afgerandi hætti að við sem sakfelld vorum á sínum tíma ættum enga sök á því sem gerðist. Ekkert okkar,“ segir Erla. Hún segist ekki hafa heyrt um að málið sé til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu en veltir því fyrir sér. „Vill fólk ljúka þessu máli með því að innsigla að tvítug stúlka með nýfætt barn hafi borið ábyrgð á þeim darraðardansi sem upphófst í dómsmálakerfinu í desember 1975? Að hún beri ekki aðeins þá sök að aðrir menn voru sviptir frelsi heldur einnig þær sakir sem lögreglu- og dómsvald landsins varð uppvíst að í þessu máli,“ segir Erla og bætir við: „Því staðan er sú að eina manneskjan í heiminum sem er sek fundin um Guðmundar- og Geirfinnsmál í dag er ég. Aðrir sem sakfelldir voru hafa verið sýknaðir og þeir sem sviptu okkur frelsi, pyntuðu árum saman og sakfelldu okkur á endanum hafa aldrei verið spurðir út í hegðun sína í þessu máli, með einni undantekningu sem þó opinberaði óheiðarleika þeirra,“ segir Erla. „Mér svíður sú framkoma gagnvart íslensku samfélagi ef stjórnvöld vilja skilja svona við málið. Ef einhverjir eiga að sitja á sakamannabekk vegna þessa máls, þá eru það aðrir en við.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
„Ég hef hitt Erlu og ég hef óskað eftir því við dómsmálaráðuneytið að það skoði hennar mál sérstaklega,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Störf sáttanefndar um Guðmundar- og Geirfinnsmál voru rædd í ríkisstjórn í gær. Erla Bolladóttir er sú eina hinna dómfelldu sem ekki fékk mál sitt endurupptekið síðastliðið haust. Hún var sakfelld fyrir rangar sakargiftir með því að hafa sammælst um það með Kristjáni Viðari Júlíussyni og Sævari Marínó Ciesielski að ef spjótin færu að beinast að þeim vegna hvarfs Geirfinns myndu þau bera sakir á svokallaða Klúbbmenn. Dómur þeirra þriggja fyrir rangar sakargiftir stendur enn þótt sýknað hafi verið af aðild að hvarfi Geirfinns. Erla átti ellefu vikna dóttur þegar hún var handtekin í desember 1975. Hún sat í gæsluvarðhaldi í 239 daga vegna málsins, henni voru gefnar sannleikssprautur til að hjálpa henni við að rifja upp atburði og gerð var tilraun til að dáleiða hana. Gæsluvarðhaldsvistin og langar yfirheyrslur fóru illa með Erlu og útilokuðu að mark væri takandi á framburði hennar, að mati Gísla Guðjónssonar réttarsálfræðings, eins og fjallað er um í skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um málið.Erla ræddi við Davíð Þór Björgvinsson settan saksóknara málsins eftir málflutning í Hæstarétti síðastliðið haust.Fréttablaðið/ErnirErla játaði á sig ýmis afbrot meðan á gæsluvarðhaldinu stóð, meðal annars að hafa skotið Geirfinn með riffli. Þá nefndi hún fjölmarga mögulega vitorðsmenn, þeirra á meðal þáverandi dómsmálaráðherra Ólaf Jóhannesson. „Ég lýsti því á fundi mínum með forsætisráðherra eftir að sýknudómur féll í Hæstarétti að ég vildi að yfirvöld lýstu því yfir með afgerandi hætti að við sem sakfelld vorum á sínum tíma ættum enga sök á því sem gerðist. Ekkert okkar,“ segir Erla. Hún segist ekki hafa heyrt um að málið sé til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu en veltir því fyrir sér. „Vill fólk ljúka þessu máli með því að innsigla að tvítug stúlka með nýfætt barn hafi borið ábyrgð á þeim darraðardansi sem upphófst í dómsmálakerfinu í desember 1975? Að hún beri ekki aðeins þá sök að aðrir menn voru sviptir frelsi heldur einnig þær sakir sem lögreglu- og dómsvald landsins varð uppvíst að í þessu máli,“ segir Erla og bætir við: „Því staðan er sú að eina manneskjan í heiminum sem er sek fundin um Guðmundar- og Geirfinnsmál í dag er ég. Aðrir sem sakfelldir voru hafa verið sýknaðir og þeir sem sviptu okkur frelsi, pyntuðu árum saman og sakfelldu okkur á endanum hafa aldrei verið spurðir út í hegðun sína í þessu máli, með einni undantekningu sem þó opinberaði óheiðarleika þeirra,“ segir Erla. „Mér svíður sú framkoma gagnvart íslensku samfélagi ef stjórnvöld vilja skilja svona við málið. Ef einhverjir eiga að sitja á sakamannabekk vegna þessa máls, þá eru það aðrir en við.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira