Dæmd í tíu ára fangelsi fyrir njósnir Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 13. maí 2019 21:59 Tehran borg. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Rouzbeh Fouladi Írönsk kona hefur verið dæmd í tíu ára fangelsi í Íran fyrir njósnir fyrir Bretland. Þetta kom fram í yfirlýsingu yfirvalda og er greint frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Gholamhossein Esmaili, talsmaður dómsmálayfirvalda, sagði konuna hafa verið yfirmaður Íransdeildar British Council, sem er menningarstofnun á vegum Bretlands. Hann heldur því fram að hún hafi viðurkennt að hafa unnið með bresku leyniþjónustunni. Nafn konunnar hefur ekki verið birt en ættingi hennar sagði hana bera nafnið Aras Amiri. Hún vann fyrir British Council í Lundúnum en var tekin höndum í Íran í mars 2018. Mohsen Omrani, frændi Amiri sagði að yfirvöld hafi ásakað hana í maí á síðasta ári fyrir að hafa ógnað öryggi ríkisins. Írönsk yfirvöld hafa ásakað fjölda aðgerðarsinna, blaðamanna, einstaklinga með tvöfaldan ríkisborgararétt og erlenda ríkisborgara fyrir að ógna öryggi ríkisins síðustu ár. Omrani sagði að frænka hans, sem var stúdent í Kingston háskólanum í Lundúnum, hafi reglulega ferðast til Íran áður en hún var handtekin, án nokkurra vandræða. Bresk yfirvöld eru eins og er að reyna að frelsa aðra konu úr fangelsi í Tehran. Nazanin Zaghari-Ratcliffe er með íranskan og breskan ríkisborgararétt og afplánar nú fimm ára fangelsisvist fyrir njósnir, en hún hefur ítrekað neitað sök. Omrani segir Amiri vera haldið í sömu álmu fangelsisins og Zaghari-Ratcliffe. Á blaðamannafundi á mánudag sagði Esmaili að írönsk stúdína sem hafði verið yfir Íransdeildinni í British Council hafi verið dæmd fyrir njósnir. „Einstaklingurinn ferðaðist til landsins og notaði til þess falskt nafn í von um að endurvekja gömlu nýlendustefnuna í menningu íslamsks Íran,“ bætti hann við. British Council er alþjóðleg góðgerðarstofnun á vegum Royal Charter og vinnur með og að list og menningu, enska tungu, menntun og siðmenntuðu samfélagi. British Council fær 15% grunnframfærslu sinnar frá breska ríkinu. Engar skrifstofur eða starfsfólk er á vegum British Council í Íran og það starfar ekki innan Íran. Talskona stofnunarinnar sagði BBC að störf Amiri fælust í því að hafa samband við íranska rithöfunda og koma þeim í samband við þýðendur og að Amiri hafi aldrei ferðast til Íran á vegum stofnunarinnar Hún sagði British Council ekki hafa náð sambandi við Amiri síðan hún var handtekin, sem gerðist þegar hún var að heimsækja fjölskyldu sína í Íran. Bretland Íran Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira
Írönsk kona hefur verið dæmd í tíu ára fangelsi í Íran fyrir njósnir fyrir Bretland. Þetta kom fram í yfirlýsingu yfirvalda og er greint frá þessu á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Gholamhossein Esmaili, talsmaður dómsmálayfirvalda, sagði konuna hafa verið yfirmaður Íransdeildar British Council, sem er menningarstofnun á vegum Bretlands. Hann heldur því fram að hún hafi viðurkennt að hafa unnið með bresku leyniþjónustunni. Nafn konunnar hefur ekki verið birt en ættingi hennar sagði hana bera nafnið Aras Amiri. Hún vann fyrir British Council í Lundúnum en var tekin höndum í Íran í mars 2018. Mohsen Omrani, frændi Amiri sagði að yfirvöld hafi ásakað hana í maí á síðasta ári fyrir að hafa ógnað öryggi ríkisins. Írönsk yfirvöld hafa ásakað fjölda aðgerðarsinna, blaðamanna, einstaklinga með tvöfaldan ríkisborgararétt og erlenda ríkisborgara fyrir að ógna öryggi ríkisins síðustu ár. Omrani sagði að frænka hans, sem var stúdent í Kingston háskólanum í Lundúnum, hafi reglulega ferðast til Íran áður en hún var handtekin, án nokkurra vandræða. Bresk yfirvöld eru eins og er að reyna að frelsa aðra konu úr fangelsi í Tehran. Nazanin Zaghari-Ratcliffe er með íranskan og breskan ríkisborgararétt og afplánar nú fimm ára fangelsisvist fyrir njósnir, en hún hefur ítrekað neitað sök. Omrani segir Amiri vera haldið í sömu álmu fangelsisins og Zaghari-Ratcliffe. Á blaðamannafundi á mánudag sagði Esmaili að írönsk stúdína sem hafði verið yfir Íransdeildinni í British Council hafi verið dæmd fyrir njósnir. „Einstaklingurinn ferðaðist til landsins og notaði til þess falskt nafn í von um að endurvekja gömlu nýlendustefnuna í menningu íslamsks Íran,“ bætti hann við. British Council er alþjóðleg góðgerðarstofnun á vegum Royal Charter og vinnur með og að list og menningu, enska tungu, menntun og siðmenntuðu samfélagi. British Council fær 15% grunnframfærslu sinnar frá breska ríkinu. Engar skrifstofur eða starfsfólk er á vegum British Council í Íran og það starfar ekki innan Íran. Talskona stofnunarinnar sagði BBC að störf Amiri fælust í því að hafa samband við íranska rithöfunda og koma þeim í samband við þýðendur og að Amiri hafi aldrei ferðast til Íran á vegum stofnunarinnar Hún sagði British Council ekki hafa náð sambandi við Amiri síðan hún var handtekin, sem gerðist þegar hún var að heimsækja fjölskyldu sína í Íran.
Bretland Íran Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku? Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Sjá meira