37,3 milljón króna sekt fyrir skattalagabrot Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. maí 2019 11:17 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Rakel Pétur Þór Sigurðsson hefur verið dæmdur til greiðslu 37,7 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum fyrir að hafa sem stjórnarformaður Lögfræðistofunnar ehf. ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á árinum 2009 og 2010. Þá stóð hann ekki skil á virðisaukaskatti upp á um 18,8 milljónir. Fyrir dómi sagðist Pétur Þór um ástæður þess að ekki hafi verið staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á lögmæltum tíma að hann hefði litið til þeirrar sérstöku stöðu sem uppi hefði verið eftir hrunið. Hafi hann talið að hann ætti, eins og þeir sem sóttu um úrræði vegna fjárhagserfiðleika, rétt á að komið væri til móts við ákærða Lögfræðistofuna ehf. með því að veita félaginu greiðslufrest. Þá hafi hann skammast sín fyrir að hafa ekki skilað virðisaukaskattinum á sínum tíma en aldrei hafi staðið annað til en að standa skil á honum. Þrátt fyrir það ætti hann ekki að vera verr staddur en þeir sem um úrræðið sóttu. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Pétur Þór hafi átt ótvíræðum skyldum að gegna í krafti stöðu sinnar sem eigandi og fyrirsvarsmaður Lögfræðistofunnar ehf. Bar hann þannig ábyrgð á því að skattskil félagsins væru í samræmi við lög. Það hafi hann hins vegar ekki gert og því gerst sekur um meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Var Pétur Þór dæmdur í sex mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára auk þess sem hann þarf að greiða 37,3 milljón króna sekt í ríkissjóð. Í dóminum segir að litið hafi verið til þess við ákvörðunar refsingar að málið hafi dregist úr hófi fyrir dómi. „Ástæður frestunar voru ýmsar og voru bæði að frumkvæði dómsins, m.a. er beðið var dóms í sambærilegum málum hjá Mannréttindadómstól Evrópu og æðra rétti hér innanlands, en einnig ítrekað af ástæðum er vörðuðu ákærða og verjanda hans. Þykir við ákvörðun refsingar rétt að taka tillit til framangreindra tafa að nokkru leyti,“ að því er segir í dómi héraðsdóms.Uppfært 16. maí:Vísi barst ábending frá lögmanni Péturs Þórs um að hann hafi sannarlega greitt virðisaukaskattinn að fullu, auk álags og vaxta, til ríkissjóðs fyrir árslok 2011. Einnig að hann hafi skilað virðisaukaskattsskýrslum en ekki á réttum tíma. Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Sjá meira
Pétur Þór Sigurðsson hefur verið dæmdur til greiðslu 37,7 milljóna króna sekt fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum fyrir að hafa sem stjórnarformaður Lögfræðistofunnar ehf. ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á árinum 2009 og 2010. Þá stóð hann ekki skil á virðisaukaskatti upp á um 18,8 milljónir. Fyrir dómi sagðist Pétur Þór um ástæður þess að ekki hafi verið staðið skil á virðisaukaskattskýrslum á lögmæltum tíma að hann hefði litið til þeirrar sérstöku stöðu sem uppi hefði verið eftir hrunið. Hafi hann talið að hann ætti, eins og þeir sem sóttu um úrræði vegna fjárhagserfiðleika, rétt á að komið væri til móts við ákærða Lögfræðistofuna ehf. með því að veita félaginu greiðslufrest. Þá hafi hann skammast sín fyrir að hafa ekki skilað virðisaukaskattinum á sínum tíma en aldrei hafi staðið annað til en að standa skil á honum. Þrátt fyrir það ætti hann ekki að vera verr staddur en þeir sem um úrræðið sóttu. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að Pétur Þór hafi átt ótvíræðum skyldum að gegna í krafti stöðu sinnar sem eigandi og fyrirsvarsmaður Lögfræðistofunnar ehf. Bar hann þannig ábyrgð á því að skattskil félagsins væru í samræmi við lög. Það hafi hann hins vegar ekki gert og því gerst sekur um meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Var Pétur Þór dæmdur í sex mánaða fangelsi skilorðsbundið til tveggja ára auk þess sem hann þarf að greiða 37,3 milljón króna sekt í ríkissjóð. Í dóminum segir að litið hafi verið til þess við ákvörðunar refsingar að málið hafi dregist úr hófi fyrir dómi. „Ástæður frestunar voru ýmsar og voru bæði að frumkvæði dómsins, m.a. er beðið var dóms í sambærilegum málum hjá Mannréttindadómstól Evrópu og æðra rétti hér innanlands, en einnig ítrekað af ástæðum er vörðuðu ákærða og verjanda hans. Þykir við ákvörðun refsingar rétt að taka tillit til framangreindra tafa að nokkru leyti,“ að því er segir í dómi héraðsdóms.Uppfært 16. maí:Vísi barst ábending frá lögmanni Péturs Þórs um að hann hafi sannarlega greitt virðisaukaskattinn að fullu, auk álags og vaxta, til ríkissjóðs fyrir árslok 2011. Einnig að hann hafi skilað virðisaukaskattsskýrslum en ekki á réttum tíma.
Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun